Administrator 19. feb. 2016 : Rafrettur - úlfur í sauðargæru?

Undanfarið hefur umræða um rafrettur verið áberandi í fjölmiðlum og mætti stundum ráða af umfjölluninni að hér sé komin hin endanlega lausn á vanda þeirra sem vilja hætta að reykja. Málið er hins vegar mun flóknara en það og nýlega hafa komið fram fullyrðingar í fjölmiðlum sem ekki standast skoðun og geta beinlínis verið villandi. 

Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 19. feb. 2016 : Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær?

Rafretta er rafhlöðuknúið úðatæki sem líkir eftir sígarettureykingum. Hún er í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvahylki og skammtahólfi. Vökvinn samanstendur af própýlen glýkóli og/eða glýseróli (sem eru þekkt aukaefni í matvörum) og bragðefnum, með eða án nikótíns sem hægt er að fá allt frá mjög veikum styrk upp í mjög háan (24-36 mg/ml). Í vökvunum hafa leynst skaðleg efni.

Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 19. feb. 2016 : Rafrettur–skaðlausar eða ekki?

Sígarettur voru taldar skaðlausar þegar þær dreifðust um heimsbyggðina í seinni heimstyrjöldinni. Nú sex og hálfum áratug síðar vitum við að tóbak dregur um helming neytenda þess til dauða.

Sigurlaug Gissurardóttir 12. feb. 2016 : Undirritun samnings vegna skimunar krabbameins í ristli og endaþarmi

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, undirrituðu samkomulag um undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hjá aldurshópnum 60–69 ára. Stefnt er að því að hefja skimun í byrjun næsta árs. Velferðarráðuneytið leggur 25 m.kr. til verkefnisins og Krabbameinsfélagið 20 m.kr. en áætlaður heildarkostnaður er 45 m.kr.

Sigurlaug Gissurardóttir 10. feb. 2016 : OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini

OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini. Náðst hefur mikilvægur áfangi í undirbúningi fyrir hópleit að ristilkrabbameini með samningi Krabbameinsfélagsins við Velferðarráðuneytið og OKKAR líftryggingar hf.

Sigrún Lillie Magnúsdóttir og Nanna Friðriksdóttir 4. feb. 2016 : Forvarnir og einkenni krabbameina. Við getum-ég get.

Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 4. feb. 2016 : Við getum haft áhrif. Við getum-ég get.

Sigurlaug Gissurardóttir 24. feb. 2016 : Greiðsluþátttaka almennings í heilbrigðiskerfinu

Ingimar Einarsson félagsfræðingur tók saman skýrslu fyrir Krabbameinsfélagið um greiðsluþáttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Skýrslan kom út í september 2013.

Sigurlaug Gissurardóttir 4. feb. 2016 : Skýrsla: Endurhæfing eftir greiningu krabbameins

Skýrsla unnin af Atla Má Sveinssyni að frumkvæði Krabbameinsfélag Íslands árið 2014.


Fleiri nýjar fréttir

27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

27. mar. 2023 : Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Lesa meira

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

25. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ 

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?