Sigurlaug Gissurardóttir 12. feb. 2016

Undirritun samnings vegna skimunar krabbameins í ristli og endaþarmi

  • Kristján Oddsson og Kristján Þór Júlíusson
    Kristján Oddsson og Kristján Þór Júlíusson

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, undirrituðu samkomulag um undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hjá aldurshópnum 60–69 ára. Stefnt er að því að hefja skimun í byrjun næsta árs. Velferðarráðuneytið leggur 25 m.kr. til verkefnisins og Krabbameinsfélagið 20 m.kr. en áætlaður heildarkostnaður er 45 m.kr.

Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið á heimsvísu og önnur algengasta ástæða dánarmeina af völdum krabbameins á Vesturlöndum, líkt og fram kemur í meðfylgjandi greinargerð. Á árunum 2006 til 2010 greindust að meðaltali 74 karlar og 60 konur á ári á Íslandi með þessa tegund krabbameins og var meðalaldur við greiningu um 70 ár.

Hér á landi hefur verið stefnt að því nokkuð lengi að hefja reglubundna skimun fyrir þessum meinum og árið 2007 samþykkti Alþingi ályktun um að fela heilbrigðisráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúing að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.

Sunna Guðlaugsdóttir og Kristján Þór JúlíussonÍ fyrra fól heilbrigðisráðherra Krabbameinsfélaginu að leggja fram tillögur um hvernig standa mætti að undirbúningi og innleiðingu hópleitar að krabbameinum í ristli. Þann 31. ágúst 2015 skilaði Krabbameinsfélagið ráðherra samantekt með tillögum sínum, ásamt viðamikilli greinargerð dr. Sunnu Guðlaugsdóttur, sérfræðings í meltingarsjúkdómum og verkefnisstjóra hjá Krabbameinsfélaginu þar sem færð eru rök fyrir mikilvægi skimunar, settar fram tillögur um hvernig best verði að henni staðið og fjallað um nauðsynlegan undirbúing sem þarf að sinna svo unnt sé að koma slíkri leit í framkvæmd. Greinargerðina vann Sunna í samráði við velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis.

Samkvæmt samningnum sem undirritaður var í dag mun Krabbameinsfélag Íslands hefja undirbúning að því að tekin verði upp skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hjá aldurshópnum 60 – 69 ára. Gert er ráð fyrir að undirbúingsvinnunni verði lokið í byrjun október 2016 og að reglubundin skimun geti hafist í byrjun árs 2017.

Undirbúningsvinnan felur í sér:

  • Kaup á greiningartæki og öðrum búnaði
  • Forritun þriggja gagnagrunna og uppfærsla/breyting á sjúkrasrkárkerfum
  • Vinna læknis á undirbúningstímanum

Frétt tekin af vef Velferðarráðuneytisins


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?