Sigurlaug Gissurardóttir 12. feb. 2016

Undirritun samnings vegna skimunar krabbameins í ristli og endaþarmi

  • Kristján Oddsson og Kristján Þór Júlíusson
    Kristján Oddsson og Kristján Þór Júlíusson

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, undirrituðu samkomulag um undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hjá aldurshópnum 60–69 ára. Stefnt er að því að hefja skimun í byrjun næsta árs. Velferðarráðuneytið leggur 25 m.kr. til verkefnisins og Krabbameinsfélagið 20 m.kr. en áætlaður heildarkostnaður er 45 m.kr.

Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið á heimsvísu og önnur algengasta ástæða dánarmeina af völdum krabbameins á Vesturlöndum, líkt og fram kemur í meðfylgjandi greinargerð. Á árunum 2006 til 2010 greindust að meðaltali 74 karlar og 60 konur á ári á Íslandi með þessa tegund krabbameins og var meðalaldur við greiningu um 70 ár.

Hér á landi hefur verið stefnt að því nokkuð lengi að hefja reglubundna skimun fyrir þessum meinum og árið 2007 samþykkti Alþingi ályktun um að fela heilbrigðisráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúing að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.

Sunna Guðlaugsdóttir og Kristján Þór JúlíussonÍ fyrra fól heilbrigðisráðherra Krabbameinsfélaginu að leggja fram tillögur um hvernig standa mætti að undirbúningi og innleiðingu hópleitar að krabbameinum í ristli. Þann 31. ágúst 2015 skilaði Krabbameinsfélagið ráðherra samantekt með tillögum sínum, ásamt viðamikilli greinargerð dr. Sunnu Guðlaugsdóttur, sérfræðings í meltingarsjúkdómum og verkefnisstjóra hjá Krabbameinsfélaginu þar sem færð eru rök fyrir mikilvægi skimunar, settar fram tillögur um hvernig best verði að henni staðið og fjallað um nauðsynlegan undirbúing sem þarf að sinna svo unnt sé að koma slíkri leit í framkvæmd. Greinargerðina vann Sunna í samráði við velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis.

Samkvæmt samningnum sem undirritaður var í dag mun Krabbameinsfélag Íslands hefja undirbúning að því að tekin verði upp skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hjá aldurshópnum 60 – 69 ára. Gert er ráð fyrir að undirbúingsvinnunni verði lokið í byrjun október 2016 og að reglubundin skimun geti hafist í byrjun árs 2017.

Undirbúningsvinnan felur í sér:

  • Kaup á greiningartæki og öðrum búnaði
  • Forritun þriggja gagnagrunna og uppfærsla/breyting á sjúkrasrkárkerfum
  • Vinna læknis á undirbúningstímanum

Frétt tekin af vef Velferðarráðuneytisins


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?