Anna Margrét Björnsdóttir 28. apr. 2023 : Samkomulag um úthlutun úr Rynkeby­sjóði undirritað

Það var kátt í Skógarhlíðinni á dögunum þegar samningur um úthlutun úr Rynkebysjóði Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna var undirritaður. Sjóðurinn varð til við fjársöfnun Team Rynkeby Ísland á árunum 2017-2021.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. apr. 2023 : Sjáumst á Styrkleikunum á Selfossi um helgina!

Styrkleikarnir hefjast kl. 12:00 laugardaginn 29. apríl og standa yfir í heilan sólarhring. Allir geta verið með og er þátttaka ókeypis. Viðburðurinn er fjölskylduvænn og verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. apr. 2023 : Kær heimsókn í Skógarhlíðina

Krabbameinsfélagið bauð á dögunum nýstofnuðum Samtökum fólks með offitu (SFO) í heimsókn í Skógarhlíðina í þeim tilgangi að kynnast betur starfsemi þeirra með samvinnu um bætta heilsu að leiðarljósi.

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. apr. 2023 : Skeggjaður árangur

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 270 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 13,8 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Guðmundur Pálsson 13. apr. 2023 : Sameining eykur þjónustu við Vest­firðinga

Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur sameinast Krabbameinsfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðar (KVOT). Starfsvæði Sigurvonar nær því núna yfir alla Vestfirði. 

Guðmundur Pálsson 13. apr. 2023 : Fundar­boð: Aðal­fundur Krabba­meins­félags Íslands 2023

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 13. maí 2023, á 4. hæð í Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Ása Sigríður Þórisdóttir 12. apr. 2023 : Styrkleikarnir á Selfossi 29. - 30. apríl

Taktu þátt í Styrkleikunum skráning er hafin. Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að vera með. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Leikarnir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. 


Fleiri nýjar fréttir

16. feb. 2024 : Veruleg ánægja með námskeiðið og hefur fólk ekki látið misgott veður stöðva sig

Göngurnar eru leiddar af leiðsögumönnum frá Ferðafélaginu sem jafnframt fræða um ýmislegt áhugavert sem tengist þeim slóðum sem gengið er um. Rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu sem mun standa alveg fram í júní.

Lesa meira
2023-j

12. feb. 2024 : Kastað til bata: Konum boðið til veiðiferðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í verkefnið „Kastað til bata“ sem er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.

Lesa meira

10. feb. 2024 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Við erum á ferðinni í Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Lesa meira

9. feb. 2024 : Endurskoðaðar ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu

Embætti landlæknis kynnti endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu ásamt því að setja lífshlaupið 2024 af stað í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Lesa meira

7. feb. 2024 : Styrkir til Krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 4. mars. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 45 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hafa fengið styrki úr sjóðnum frá árinu 2017.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?