Sigrún Lillie Magnúsdóttir og Nanna Friðriksdóttir 4. feb. 2016

Forvarnir og einkenni krabbameina. Við getum-ég get.

 • Sigrún Lillie Magnúsdóttirhjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og Nanna Friðriksdóttir, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein, klínískur lektor á lyflækningasviði LSH og aðjunkt við HÍ.

Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar. Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM – ÉG GET.Mikilvægt er að samfélög og einstaklingar leggi sitt af mörkum til að draga úr tíðni krabbameins og áhrifum sjúkdómsins.

Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára afmæli sínu og fer nú af stað, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, með röð greina undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Í þessari fyrstu grein er áhersla lögð á forvarnir.

VIÐ GETUM – haft áhrif á tíðni krabbameins

Á Íslandi greinast árlega að meðaltali um 1.450 einstaklingar með krabbamein og um fjórðungur allra dánarmeina er af völdum krabbameins. Krabbamein er bæði flókinn og kostnaðarsamur sjúkdómur fyrir einstaklinginn og samfélagið. Áætlað er að koma megi í veg fyrir 30-40% krabbameina með heilsusamlegum lífsháttum. Þeir þættir sem skipta mestu máli eru reykingar, offita, ofneysla áfengis, mataræði og hreyfing. Við getum sem samfélag og sem einstaklingar minnkað líkurnar á krabbameini með því að tileinka okkur heilsusamlega lífshætti og með því að beita aðgerðum sem auðvelda slíkt. Við sem samfélag og einstaklingar getum fundið leiðir og beitt okkur fyrir eftirtöldum þremur meginráðleggingum:

Reykjum ekki né notum tóbak. Reykingar hafa verið og eru enn langstærsti áhættuþátturinn og eru orsök 20-30% allra krabbameinstilfella. Mikilvægt er að vinna stöðugt að tóbaksvörnum. Með því að reykja ekki né nota tóbak má koma í veg fyrir og draga úr líkum á mörgum tegundum krabbameina t.d. í lungum, munnholi, vélinda, brisi, nýrum, þvagblöðru og leghálsi.

Drekkum áfengi í hófi ef þess er neytt á annað borð. Ofneysla áfengis er áhætta fyrir mörg krabbamein, t.d. brjóstakrabbamein, krabbamein í munni, barka, vélinda, ristli og lifur. Forðumst ofþyngd og offitu. Með því að borða hollan mat, hreyfa sig reglulega og vera í kjörþyngd má koma í veg fyrir um 25-30% krabbameinstilvika vegna t.d. krabbameins í ristli, brjóstum, legi, eggjastokkum, brisi, vélinda, nýrum og gallblöðru.

ÉG GET – verið meðvitaður um einkennin og brugðist við þeim

Það er ekki alltaf auðvelt að greina krabbamein, sum þeirra gera engin eða óljós boð á undan sér fyrr en að sjúkdómurinn er langt genginn. Ýmsar leiðir hafa verið prófaðar til þess að greina krabbamein á forstigi eða á frumstigi hjá einkennalausum einstaklingum, en þær þurfa að vera áreiðanlegar og hættulitlar til þess að þeim sé beitt. Flestum aðferðunum er beitt á einstaklingsgrundvelli, en mælt er með þremur þeirra fyrir hópleit (skimun), við leit að brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og ristilkrabbameini.

Mörg krabbamein geta gefið frá sér einkenni eða merki sem er mikilvægt að þekkja og bregðast við. Líkur á lækningu er meiri því fyrr sem krabbamein er greint. Þetta á til dæmis við um krabbamein í lungum, þvagblöðru, ristli, brjóstum, leghálsi, kvið, eggjastokkum, eistum og sortuæxli. 

 • Nokkur einkenni sem mikilvægt er að þekkja:
 • Þrálátur hósti og erfiðleikar við kyngingu
 • Erfiðleikar við þvaglát eða blóð í þvagilBlæðing frá endaþarmi eða blóð í hægðum
 • Breytingar á brjóstum (til dæmis hnútur eða inndráttur, útferð)
 • Blæðingar eftir tíðahvörf
 • Viðvarandi kviðverkir
 • Óútskýrt þyngdartap eða þyngdaraukninglViðvarandi þreyta sem minnkar ekki við hvíld
 • Eitlastækkanir
 • Hnútar, til dæmis í eistum
 • Breytingar á húð og slímhúð (til dæmis sár í munni sem gróa ekki, sár á kynfærum eða breytingar á fæðingarblettum)

 

Einkenni hér að ofan geta vakið grun um krabbamein en geta einnig verið til marks um aðra sjúkdóma. Það skiptir miklu máli að hver og einn bregðist við þeim.

VIÐ GETUM sem samfélag og ÉG GET sem einstaklingur dregið úr tíðni krabbameins og bætt lífsgæði með því að leggja áherslu á að ástunda heilsusamlega lífshætti og bregðast við mögulegum einkennum.

Heimildir:


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?