Sigurlaug Gissurardóttir 10. feb. 2016

OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini

OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini. Náðst hefur mikilvægur áfangi í undirbúningi fyrir hópleit að ristilkrabbameini með samningi Krabbameinsfélagsins við Velferðarráðuneytið og OKKAR líftryggingar hf.

Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélagsins og Valtýr Guðmundsson forstjóri OKKAR líftrygginga hafa undirritað nýjan samning um áframhaldandi stuðning líftryggingafélagsins við undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Með samningnum mun ákveðin fjárhæð af seldum tryggingum á árinu 2016 renna til Krabbameinsfélagsins vegna verkefnisins. Stuðningur OKKAR líftrygginga við verkefnið á árinu 2015 markaði þáttaskil og gerði Krabbameinsfélaginu kleift að sinna af krafti undirbúningi tillagna um skimunina í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld sem afhentar voru haustið 2015.

Tímamót í baráttu við ristilkrabbamein: Skimun í augsýn 2017
Á föstudag urðu þau tímamót að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, undirrituðu samkomulag um undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hjá aldurshópnum 60 – 69 ára. Stefnt er að því að hefja skimun í byrjun árs 2017. Mikilvægum áfanga hefur því verið náð í að gera þetta verkefni að veruleika.

Kristján Oddsson sagði að aðkoma OKKAR líftrygginga að þessu verkefni væri til fyrirmyndar og gott dæmi um vel heppnað samstarf sem skilar árangri til frambúðar. Með aðkomu heilbrigðisráðuneytisins og áframhaldandi samstilltu átaki Krabbameinsfélagsins og OKKAR líftrygginga er útlit fyrir að hægt verði að klára þenna undirbúning.

Valtýr Guðmundsson, forstjóri OKKAR líftrygginga, lýsti yfir mikilli ánægju með samninginn og sagði verkefnið samræmast áherslum félagsins um samfélagslega ábyrgð afar vel.


Fleiri nýjar fréttir

18. sep. 2020 : Hádegismálþing: Krabbameinsrannsóknir til framfara

Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi krabbameinsrannsókna og þeim miklu framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna.

Lesa meira

18. sep. 2020 : Bleiku slaufurnar 2020 eru lentar

Það er ávallt stór dagur þegar Bleiku slaufurnar koma í hús. Sala Bleiku slaufunnar hefst 1. október.

Lesa meira

17. sep. 2020 : Stóraukin þátttaka í skimunum

Frá árinu 2018 hefur Krabbameinsfélagið unnið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun og þær hvattar til þátttöku með ýmsum leiðum sem skilað hafa ótvíræðum árangri.

Lesa meira

17. sep. 2020 : Endurskoðun sýna gengur vel

Endurskoðun 6.000 sýna sem rannsökuð verða vegna alvarlegs atviks sem uppgötvaðist í júlí miðar ágætlega. Allt kapp er lagt á að henni ljúki eins fljótt og mögulegt er.

Lesa meira

16. sep. 2020 : Krabbameinsfélag Austfjarða og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins á ferð um Austurland

Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða og Margrét Helga Ívarsdóttir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands verða á ferðinni og bjóða í spjall yfir kaffibolla.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?