Sigurlaug Gissurardóttir 10. feb. 2016

OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini

OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini. Náðst hefur mikilvægur áfangi í undirbúningi fyrir hópleit að ristilkrabbameini með samningi Krabbameinsfélagsins við Velferðarráðuneytið og OKKAR líftryggingar hf.

Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélagsins og Valtýr Guðmundsson forstjóri OKKAR líftrygginga hafa undirritað nýjan samning um áframhaldandi stuðning líftryggingafélagsins við undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Með samningnum mun ákveðin fjárhæð af seldum tryggingum á árinu 2016 renna til Krabbameinsfélagsins vegna verkefnisins. Stuðningur OKKAR líftrygginga við verkefnið á árinu 2015 markaði þáttaskil og gerði Krabbameinsfélaginu kleift að sinna af krafti undirbúningi tillagna um skimunina í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld sem afhentar voru haustið 2015.

Tímamót í baráttu við ristilkrabbamein: Skimun í augsýn 2017
Á föstudag urðu þau tímamót að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, undirrituðu samkomulag um undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hjá aldurshópnum 60 – 69 ára. Stefnt er að því að hefja skimun í byrjun árs 2017. Mikilvægum áfanga hefur því verið náð í að gera þetta verkefni að veruleika.

Kristján Oddsson sagði að aðkoma OKKAR líftrygginga að þessu verkefni væri til fyrirmyndar og gott dæmi um vel heppnað samstarf sem skilar árangri til frambúðar. Með aðkomu heilbrigðisráðuneytisins og áframhaldandi samstilltu átaki Krabbameinsfélagsins og OKKAR líftrygginga er útlit fyrir að hægt verði að klára þenna undirbúning.

Valtýr Guðmundsson, forstjóri OKKAR líftrygginga, lýsti yfir mikilli ánægju með samninginn og sagði verkefnið samræmast áherslum félagsins um samfélagslega ábyrgð afar vel.


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?