Sigurlaug Gissurardóttir 10. feb. 2016

OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini

OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini. Náðst hefur mikilvægur áfangi í undirbúningi fyrir hópleit að ristilkrabbameini með samningi Krabbameinsfélagsins við Velferðarráðuneytið og OKKAR líftryggingar hf.

Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélagsins og Valtýr Guðmundsson forstjóri OKKAR líftrygginga hafa undirritað nýjan samning um áframhaldandi stuðning líftryggingafélagsins við undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Með samningnum mun ákveðin fjárhæð af seldum tryggingum á árinu 2016 renna til Krabbameinsfélagsins vegna verkefnisins. Stuðningur OKKAR líftrygginga við verkefnið á árinu 2015 markaði þáttaskil og gerði Krabbameinsfélaginu kleift að sinna af krafti undirbúningi tillagna um skimunina í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld sem afhentar voru haustið 2015.

Tímamót í baráttu við ristilkrabbamein: Skimun í augsýn 2017
Á föstudag urðu þau tímamót að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, undirrituðu samkomulag um undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hjá aldurshópnum 60 – 69 ára. Stefnt er að því að hefja skimun í byrjun árs 2017. Mikilvægum áfanga hefur því verið náð í að gera þetta verkefni að veruleika.

Kristján Oddsson sagði að aðkoma OKKAR líftrygginga að þessu verkefni væri til fyrirmyndar og gott dæmi um vel heppnað samstarf sem skilar árangri til frambúðar. Með aðkomu heilbrigðisráðuneytisins og áframhaldandi samstilltu átaki Krabbameinsfélagsins og OKKAR líftrygginga er útlit fyrir að hægt verði að klára þenna undirbúning.

Valtýr Guðmundsson, forstjóri OKKAR líftrygginga, lýsti yfir mikilli ánægju með samninginn og sagði verkefnið samræmast áherslum félagsins um samfélagslega ábyrgð afar vel.


Fleiri nýjar fréttir

20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Lesa meira

16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Lesa meira
Frumurannsókn KÍ

13. des. 2019 : Rannsóknargjald nú innheimt sérstaklega

Breyting hefur orðið á greiðslufyrirkomulagi vegna rannsókna á leghálssýnum sem kvensjúkdómalæknar taka og senda til skoðunar.

Lesa meira

13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Lesa meira

13. des. 2019 : Hamingjan á erfiðum tímum

Anna Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur og atvinnutengill hjá Virk og stofnandi Hamingjuhornsins, sagði okkur eitt og annað um hamingjuna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?