Sigurlaug Gissurardóttir 10. feb. 2016

OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini

OKKAR líftryggingar styrkir áfram undirbúning skimunar fyrir ristilkrabbameini. Náðst hefur mikilvægur áfangi í undirbúningi fyrir hópleit að ristilkrabbameini með samningi Krabbameinsfélagsins við Velferðarráðuneytið og OKKAR líftryggingar hf.

Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélagsins og Valtýr Guðmundsson forstjóri OKKAR líftrygginga hafa undirritað nýjan samning um áframhaldandi stuðning líftryggingafélagsins við undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Með samningnum mun ákveðin fjárhæð af seldum tryggingum á árinu 2016 renna til Krabbameinsfélagsins vegna verkefnisins. Stuðningur OKKAR líftrygginga við verkefnið á árinu 2015 markaði þáttaskil og gerði Krabbameinsfélaginu kleift að sinna af krafti undirbúningi tillagna um skimunina í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld sem afhentar voru haustið 2015.

Tímamót í baráttu við ristilkrabbamein: Skimun í augsýn 2017
Á föstudag urðu þau tímamót að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Kristján Oddsson, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, undirrituðu samkomulag um undirbúning skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hjá aldurshópnum 60 – 69 ára. Stefnt er að því að hefja skimun í byrjun árs 2017. Mikilvægum áfanga hefur því verið náð í að gera þetta verkefni að veruleika.

Kristján Oddsson sagði að aðkoma OKKAR líftrygginga að þessu verkefni væri til fyrirmyndar og gott dæmi um vel heppnað samstarf sem skilar árangri til frambúðar. Með aðkomu heilbrigðisráðuneytisins og áframhaldandi samstilltu átaki Krabbameinsfélagsins og OKKAR líftrygginga er útlit fyrir að hægt verði að klára þenna undirbúning.

Valtýr Guðmundsson, forstjóri OKKAR líftrygginga, lýsti yfir mikilli ánægju með samninginn og sagði verkefnið samræmast áherslum félagsins um samfélagslega ábyrgð afar vel.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?