Björn Teitsson 29. maí 2021 : Skilvirkt kerfi legháls-og brjóstaskimana og upptaka ristilskimana strax

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins 2021 samþykkti einróma ályktun um að bæta verði skilvirkni legháls- og brjóstaskimana undir eins. Sömuleiðis verður að taka upp lýðgrundaða skimun fyrir endaþarms- og ristilkrabbameinum eins og til hefur staðið síðan 2016.

Björn Teitsson 29. maí 2021 : Krabbameinsfélagið veiti allt að 450 milljónum til nýrrar dagdeildar

Krabbameinsfélagið samþykkti í dag að veita allt að 450 milljónum króna til uppbyggingar nýrrar dagdeildar fyrir krabbameinssjúklinga við Landspítala. Aðstæður sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks er óásættanleg í dag. Úr því vill félagið bæta.

Björn Teitsson 29. maí 2021 : Ánægjulegur aðal­fundur á 70 ára afmælis­ári Krabba­meins­félags Íslands

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins fór fram á Selfossi laugardaginn 29. maí. Fundurinn var vel sóttur og þar voru samþykktar afar áhugarðar ályktanir, ein þeirra kveður á um 450 milljóna framlag til uppbyggingu nýrrar dagdeildar krabbameinssjúklinga við Landspítala. 

Björn Teitsson 28. maí 2021 : Vísindasjóður úthlutar 89 milljónum til 11 rannsókna

Í dag var mikil gleði í lofti í Skógarhlíð þegar Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins úthlutaði 89 milljónum króna til 11 rannsókna. Var þetta stærsta úthlutun sjóðsins til þessa. 

Björn Teitsson 28. maí 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Halldóra Thoroddsen

Halldóra Thoroddsen varði rúmlega 40 árum ævi sinnar í þjónustu við Krabbameinsfélag Íslands, lengst af sem framkvæmdastjóri. Hún er eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmæli þess 2021. 

Björn Teitsson 27. maí 2021 : Mataræði skiptir máli - Afrískur tagine-réttur frá bæjarstjóranum

Lambatagine er í miklu uppáhaldi hjá Ásthildi Sturludóttur og fjölskyldu hennar. Hún hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá frænku sinni sem býr í Frakklandi, en þangað kom rétturinn upphaflega frá Norður-Afríku.

Björn Teitsson 19. maí 2021 : Fjölsmiðjan fær tölvur frá Krabbameinsfélaginu

Krabbameinsfélagið gat losað sig við nokkuð magn af borðtölvum og vaknaði sú hugmynd að þær gætu komið að gagni annars staðar. Fjölsmiðjan, framleiðslu-og fræðslusetur fyrir ungt fólk, ætlar að sjá til þess að svo verði.

Björn Teitsson 18. maí 2021 : Evrópudagur krabbameinshjúkrunarfræðinga 18. maí

Krabbameinshjúkrunarfræðingar halda upp á Evrópudag þann 18. maí og er tilgangur dagsins að vekja athygli á störfum krabbameinshjúkrunarfræðinga og mikilvægi sérhæfðrar þekkingar. 

Björn Teitsson 11. maí 2021 : „Útsýnið úr íbúðinni hans pabba í Nuuk. Þarna vildi hann vera.“

Pétur Haukur Guðmundsson lést í Nuuk, höfuðborg Grænlands, þann 8. september 2020. Hann ákvað að ánafna Krabbameinsfélaginu veglegan styrk. Það er stuðningur sem skiptir miklu máli. 

Björn Teitsson 10. maí 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Þorvarður Örnólfsson

Þorvarður Örnólfsson var brautryðjandi í tóbaksvarnarstarfi á Íslandi. Hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur og gegndi því starfi í rúma tvo áratugi. Þorvarður er eitt 70 andlita Krabbameinsfélagsins.

Björn Teitsson 5. maí 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Sigurður Yngvi Kristinsson

Sigurður Yngvi Kristinsson er prófessor í blóðsjúkdómum við Háskóla Íslands. Hann hefur leitt rannsóknarverkefnið Blóðskimun til bjargar - sem hefur átt samastað í húsakynnum Krabbameinsfélagsins og fengið dyggilegan stuðning úr Vísindasjóði félagsins. 


Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?