Björn Teitsson 29. maí 2021

Krabbameinsfélagið veiti allt að 450 milljónum til nýrrar dagdeildar

  • Sigurdur_hannesson

Krabbameinsfélagið samþykkti í dag að veita allt að 450 milljónum króna til uppbyggingar nýrrar dagdeildar fyrir krabbameinssjúklinga við Landspítala. Aðstæður sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks er óásættanleg í dag. Úr því vill félagið bæta.

Á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands sem haldinn var á Selfossi fyrr í dag var samþykkt að félagið veitti allt að 450 milljónum til byggingar nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Samþykktin er háð því að stjórnvöld setji uppbyggingu deildarinnar í forgang, þannig að taka megi nýja deild í notkun árið 2024.

Sigurdur_hannessonSigurður Hannesson, stjórnarmaður, kynnti ályktunina á aðalfundinum. 

Landspítali gegnir lykilhlutverki í þjónustu við fólk sem greinist með krabbamein hér á landi bæði varðandi greiningu og meðferð. Spítalanum er ætlað það hlutverk áfram í krabbameinsáætlun til ársins 2030.

Þeir sem fá lyfjameðferð við krabbameinum fá hana flestir á dagdeildinni. Starfsfólk deildarinnar veitir að auki heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni ráðgjöf varðandi meðferð sem fólki býðst þar.

Deildin er staðsett í elsta hluta Landspítala, í húsnæði sem hentar illa fyrir starfsemina og deildin hefur fyrir löngu sprengt utan af sér.

Markmið hér á landi er að árangur í baráttunni gegn krabbameinum sé á heimsmælikvarða. Til að viðhalda þeim góða árangri af krabbameinsmeðferð sem er hér á landi og gera enn betur þarf aðstaða sjúklinga og aðstandenda að vera fyrsta flokks. Til að laða að sérhæft starfsfólk og gera því kleift að sinna sínu starfi á bestan hátt verður aðstaðan að sama skapi að standast samanburð við það sem best gerist erlendis.

Til þess þarf að byggja nýja deild.

Landspítalinn hefur unnið tillögu að lausn á vanda deildarinnar. Lausn sem er auðvelt að hrinda í framkvæmd og nýtist til framtíðar, líka þegar tillit er tekið til þeirrar 30% fjölgunar krabbameinstilvika sem gert er ráð fyrir á næstu 15 árum.

Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands skorar á stjórnvöld að leggjast á árar með félaginu og setja uppbyggingu fyrsta flokks framtíðaraðstöðu dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga í forgang.

Leysum málið – lausnin er til!


Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?