Björn Teitsson 29. maí 2021

Krabbameinsfélagið veiti allt að 450 milljónum til nýrrar dagdeildar

  • Sigurdur_hannesson

Krabbameinsfélagið samþykkti í dag að veita allt að 450 milljónum króna til uppbyggingar nýrrar dagdeildar fyrir krabbameinssjúklinga við Landspítala. Aðstæður sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks er óásættanleg í dag. Úr því vill félagið bæta.

Á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands sem haldinn var á Selfossi fyrr í dag var samþykkt að félagið veitti allt að 450 milljónum til byggingar nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala. Samþykktin er háð því að stjórnvöld setji uppbyggingu deildarinnar í forgang, þannig að taka megi nýja deild í notkun árið 2024.

Sigurdur_hannessonSigurður Hannesson, stjórnarmaður, kynnti ályktunina á aðalfundinum. 

Landspítali gegnir lykilhlutverki í þjónustu við fólk sem greinist með krabbamein hér á landi bæði varðandi greiningu og meðferð. Spítalanum er ætlað það hlutverk áfram í krabbameinsáætlun til ársins 2030.

Þeir sem fá lyfjameðferð við krabbameinum fá hana flestir á dagdeildinni. Starfsfólk deildarinnar veitir að auki heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni ráðgjöf varðandi meðferð sem fólki býðst þar.

Deildin er staðsett í elsta hluta Landspítala, í húsnæði sem hentar illa fyrir starfsemina og deildin hefur fyrir löngu sprengt utan af sér.

Markmið hér á landi er að árangur í baráttunni gegn krabbameinum sé á heimsmælikvarða. Til að viðhalda þeim góða árangri af krabbameinsmeðferð sem er hér á landi og gera enn betur þarf aðstaða sjúklinga og aðstandenda að vera fyrsta flokks. Til að laða að sérhæft starfsfólk og gera því kleift að sinna sínu starfi á bestan hátt verður aðstaðan að sama skapi að standast samanburð við það sem best gerist erlendis.

Til þess þarf að byggja nýja deild.

Landspítalinn hefur unnið tillögu að lausn á vanda deildarinnar. Lausn sem er auðvelt að hrinda í framkvæmd og nýtist til framtíðar, líka þegar tillit er tekið til þeirrar 30% fjölgunar krabbameinstilvika sem gert er ráð fyrir á næstu 15 árum.

Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands skorar á stjórnvöld að leggjast á árar með félaginu og setja uppbyggingu fyrsta flokks framtíðaraðstöðu dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga í forgang.

Leysum málið – lausnin er til!


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?