Guðmundur Pálsson 30. jún. 2023 : Ráðstefna um krabba­meins­rannsóknir 21. sept­ember - taktu daginn frá!

Árleg ráðstefna Krabbameinsfélagsins um krabbameinsrannsóknir fer fram fimmtudaginn 21. september næstkomandi.

Anna Margrét Björnsdóttir 27. jún. 2023 : „Það má hlæja þótt lífið sé að henda í okkur verkefnum“

Verkefnið „Kastað til bata“ fór fram í fjórtánda skipti dagana 4. til 6. júní farið var í Langá á Mýrum. Auður Elísabet Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu, hefur stýrt verkefninu fyrir hönd félagsins í áratug og ræddi við okkur um töfrana sem felast í þessum ferðum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 22. jún. 2023 : Vísindin eru leiðin fram á við

Það ríkti hátíðarstemming í Skógarhlíðinni í gær þegar úthlutað var í sjöunda sinn úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins. Tólf rannsóknir voru styrktar um 71,1 milljón króna. Fjórar nýjar rannsóknir hlutu styrki og átta rannsóknir hlutu framhaldsstyrki. Styrkumsóknir í ár voru 28. Í ár var auk þess í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr Rynkeby-sjóði Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tvær rannsóknir voru styrktar samtals um 12,9 milljónir króna.

Ása Sigríður Þórisdóttir 19. jún. 2023 : Sumarhappdrætti 2023: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 253 talsins að verðmæti ríflega 52 milljónir króna.

Ása Sigríður Þórisdóttir 15. jún. 2023 : Samfélagsviðurkenning veitt í annað sinn

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins var veitt í annað sinn á aðalfundi félagsins í maí síðastliðnum. Viðurkenninguna hlutu Valdimar Högni Róbertsson og RÚV fyrir einstakt framlag sitt til fræðslu um krabbamein.

Ása Sigríður Þórisdóttir 9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.


Fleiri nýjar fréttir

16. feb. 2024 : Veruleg ánægja með námskeiðið og hefur fólk ekki látið misgott veður stöðva sig

Göngurnar eru leiddar af leiðsögumönnum frá Ferðafélaginu sem jafnframt fræða um ýmislegt áhugavert sem tengist þeim slóðum sem gengið er um. Rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu sem mun standa alveg fram í júní.

Lesa meira
2023-j

12. feb. 2024 : Kastað til bata: Konum boðið til veiðiferðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í verkefnið „Kastað til bata“ sem er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.

Lesa meira

10. feb. 2024 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Við erum á ferðinni í Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Lesa meira

9. feb. 2024 : Endurskoðaðar ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu

Embætti landlæknis kynnti endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu ásamt því að setja lífshlaupið 2024 af stað í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Lesa meira

7. feb. 2024 : Styrkir til Krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 4. mars. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 45 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hafa fengið styrki úr sjóðnum frá árinu 2017.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?