Guðmundur Pálsson 30. jún. 2023 : Ráðstefna um krabba­meins­rannsóknir 21. sept­ember - taktu daginn frá!

Árleg ráðstefna Krabbameinsfélagsins um krabbameinsrannsóknir fer fram fimmtudaginn 21. september næstkomandi.

Anna Margrét Björnsdóttir 27. jún. 2023 : „Það má hlæja þótt lífið sé að henda í okkur verkefnum“

Verkefnið „Kastað til bata“ fór fram í fjórtánda skipti dagana 4. til 6. júní farið var í Langá á Mýrum. Auður Elísabet Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu, hefur stýrt verkefninu fyrir hönd félagsins í áratug og ræddi við okkur um töfrana sem felast í þessum ferðum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 22. jún. 2023 : Vísindin eru leiðin fram á við

Það ríkti hátíðarstemming í Skógarhlíðinni í gær þegar úthlutað var í sjöunda sinn úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins. Tólf rannsóknir voru styrktar um 71,1 milljón króna. Fjórar nýjar rannsóknir hlutu styrki og átta rannsóknir hlutu framhaldsstyrki. Styrkumsóknir í ár voru 28. Í ár var auk þess í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr Rynkeby-sjóði Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tvær rannsóknir voru styrktar samtals um 12,9 milljónir króna.

Ása Sigríður Þórisdóttir 19. jún. 2023 : Sumarhappdrætti 2023: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 253 talsins að verðmæti ríflega 52 milljónir króna.

Ása Sigríður Þórisdóttir 15. jún. 2023 : Samfélagsviðurkenning veitt í annað sinn

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins var veitt í annað sinn á aðalfundi félagsins í maí síðastliðnum. Viðurkenninguna hlutu Valdimar Högni Róbertsson og RÚV fyrir einstakt framlag sitt til fræðslu um krabbamein.

Ása Sigríður Þórisdóttir 9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.


Fleiri nýjar fréttir

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?