Ása Sigríður Þórisdóttir 31. ágú. 2021 : Umsóknarfrestur framlengdur

Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur til að sækja um styrki til norrænu krabbameinssamtakanna (NCU) hefur verið framlengdur til 8. september.

Björn Teitsson 31. ágú. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Einkennismerki Krabbameinsfélagsins

Gamla einkennismerki Krabbameinsfélagsins var fyrst hannað af Stefáni Jónssyni, arkitekt, um miðbik 20. aldar. Það var tvímælalaust eitt af andlitum félagsins og var einkennismerki félagsins allt til ársins 2020. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. ágú. 2021 : Alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar

Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um bréf frá Heilbrigðisráðuneyti til hópsins Aðför að heilsu kvenna. Ekki verður hjá því komist að leiðrétta alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar sem þar koma fram.

Ása Sigríður Þórisdóttir 26. ágú. 2021 : Streymi - 70 ára afmælisráðstefna

Hér er hægt að nálgast upptöku af streymi frá afmælisráðstefnu Krabbameinsfélagsins sem haldin var, fimmtudaginn 26. ágúst í Háskólanum í Reykjavík. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. ágú. 2021 : Heilsamín vekur athygli

Heilsamín-pakkinn inniheldur ráðleggingar um lífsstíl sem minnkar líkur á krabbameinum auk þess að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Innpökkun ráðlegginganna í umbúðir er hugsuð sem leið til að vekja athygli á því hve mikið við getum gert fyrir heilsuna með hegðun okkar, þó það sé ekki á formi inntöku lyfs.

Björn Teitsson 24. ágú. 2021 : Stjórnmálaflokkar heimsóttu Krabbameinsfélagið

Fulltrúar stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi þáðu boð Krabbameinsfélagsins um kynningarfund á helstu baráttumálum félagsins á komandi árum. Góður rómur var gerður að fundinum þar sem fjölmargir þingmenn hittust í fyrsta sinn eftir sólríkt sumarfrí.

Ása Sigríður Þórisdóttir 22. ágú. 2021 : Ráðgjafarþjónustan lokuð vegna vinnufundar starfsfólks

Miðvikudaginn 25. ágúst verður Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins lokuð vegna vinnufundar starfsfólks.

Guðmundur Pálsson 16. ágú. 2021 : Afmælis­ráðstefna: Krabba­mein á Íslandi árið 2021 - horft til framtíðar

70 ára afmælisráðstefna Krabbameinsfélags Íslands fer fram fimmtudaginn 26. ágúst kl. 16:30 - 18:45 í Háskólanum í Reykjavík.

Björn Teitsson 16. ágú. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Arnar Sveinn Geirsson

Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasambands Íslands og fótboltamaður, situr í stjórn Krafts. Hann á sér sögu með krabbameinum eins og við flest. Hann missti móður sína aðeins 12 ára gamall. 

Björn Teitsson 16. ágú. 2021 : Eldsterkar pizzur til styrktar krabbameinsrannsóknum

Krabbameinsfélagið fékk ánægjulegan og heldur óvenjulegan styrk á dögunum. Afrakstur sölu á eldheitri pizzu hjá veitingastaðnum Shake & Pizza var látinn renna til krabbameinsrannsókna. Það var talið við hæfi, þar sem chili er jafnan talinn allra meina bót.

Björn Teitsson 12. ágú. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Vilborg Davíðsdóttir

Vilborg Davíðsdóttir er rithöfundur og þjóðfræðingur sem hefur hlotið mikið og verðskuldað lof fyrir bækur sínar. Sögur hennar eiga það oftar en ekki sammerkt að fjalla um baráttu kvenna í karllægu samfélagi landnámsmanna á Íslandi. Eiginmaður hennar lést vegna heilakrabbameins árið 2013.  

Guðmundur Pálsson 6. ágú. 2021 : Mara­þon 2021: „Ég hleyp af því ég get það”

Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni láta gott af sér leiða og safna fé til góðgerðarmála. Einkunarorð Krabba­meins­félags­ins í hlaupinu, „Ég hleyp af því ég get það”, eru fengin að láni frá Gunnari Ármanssyni sem safnaði fyrst áheitum fyrir félagið árið 2011.

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?