Ása Sigríður Þórisdóttir 27. ágú. 2021

Alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar

Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um bréf frá Heilbrigðisráðuneyti til hópsins Aðför að heilsu kvenna. Ekki verður hjá því komist að leiðrétta alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar sem þar koma fram.

Í fjölmiðlum hefur verið jallað um bréf frá Heilbrigðisráðuneyti dags. 25. ágúst, undirritað af Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra og Ásthildi Knútsdóttur, skrifstofustjóra fyrir hönd heilbrigðisráðherra til hópsins Aðför að heilsu kvenna.

Eins og fjallað hefur verið um segir meðal annars í bréfinu að „í kjölfar alvarlega gæðavandamála í fyrri skimunarstarfsemi, eins og fram kom í skýrslu embættis landlæknis „Hlutaúttekt á Leitarstöð KÍ“ taki ráðuneytið taki undir „að öryggi kvenna og gæða rannsókna á leghálssýnum væri best tryggt með samningi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins“.

Þó ekki sé það nefnt í bréfinu er ljóst að þarna er átt við frumurannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.

Ekki verður hjá því komist að leiðrétta alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar í bréfinu.

1) Þegar ákvörðun um að flytja rannsóknir á leghálssýnum til Hvidovre-sjúkrahússins í Danmörku lá ekkert faglegt mat á gæðum rannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins fyrir.

2) Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við leghálsskimunum þann 1. janúar 2021 og samdi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins um rannsóknirnar. Niðurstöður hlutaúttektar embættis landlæknis á Leitarstöð KÍ voru hins vegar birtar tveimur mánuðum síðar þann 24. febrúar 2021 og því ómögulegt að ákvörðunin byggði á úttektinni.

3) Í bréfinu er sett fram órökstudd staðhæfing, sem er í ósamræmi við niðurstöður hlutaúttektar Embættis landlæknis. Staðhæft er að alvarleg gæðavandamál hafi verið hjá Leitarstöð en niðurstöður embættis landlæknis voru „…einkum þær að ákveðna hluta innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur til að hafa yfirsýn á gæði frumugreininga í heild”. Orðalagið í bréfinu er óneitanlega útblásin túlkun á þeim niðurstöðum.

Að auki skal nefnt að ákvörðun um flutning krabbameinsskimana frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til opinberra stofnana var tekin í upphafi árs 2019, m.a. með þeim rökum að með því færðist skipulag skimana nær því sem gerist í öðrum löndum. Engar athugasemdir höfðu verið gerðar við gæðamál Leitarstöðvar. Í júní 2019 var gengið frá þjónustusamningi Sjúkratrygginga Íslands og Leitarstöðvar um krabbameinsskimanir til loka árs 2020 og undirbúningur að lokun Leitarstöðvar hófst.

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var allt frá upphafi stýrt af sérfræðilæknum, faglegum stjórnendum. Yfirlækni Leitarstöðvarinnar og ábyrgðarmanns skimunarinnar til loka árs 2020 hefur nú verið falið hlutverk yfirlæknis og forstöðumanns Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sú ráðning fer gegn þeirri staðhæfingu að alvarlegur skortur hafi verið á gæðum í starfi Leitarstöðvar undir hans stjórn.

Löngu er tímabært að leggja áherslu á að endurvekja traust kvenna á leghálsskimunum og byggja upp til frambúðar. Krabbameinsfélagið er tilbúið til að leggja því verkefni lið og óskar Heilsugæslunni góðs gengis í þeirri vinnu með traustan mann í brúnni. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?