Ása Sigríður Þórisdóttir 30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Ása Sigríður Þórisdóttir 30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Ása Sigríður Þórisdóttir 30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Anna Margrét Björnsdóttir 24. maí 2023 : Kvöldverður til styrktar Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins

Eyþór Gylfason, matreiðslumaður, stendur fyrir styrktarkvöldverði þann 8. júní næstkomandi í samstarfi við veitingastaðinn Monkeys Restaurant. Ágóðinn af kvöldinu rennur óskiptur til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og mun styðja við íslenskar krabbameinsrannsóknir.

Guðmundur Pálsson 19. maí 2023 : Sumar­happ­drættið: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins. Í því fá karlar heimsenda miða. Vinningar eru að þessu sinni 253 talsins að verðmæti um 52,4 milljónir króna. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. maí 2023 : Appelsínugul viðvörun í kortunum

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins haldinn 13. maí 2023 skorar á stjórnvöld að hefjast handa þegar í stað og setja á dagskrá viðbrögð við fyrirsjáanlegri fjölgun krabbameinstilvika og lifenda, með öflugri krabbameinsáætlun sem leiði til samhæfðra og markvissra aðgerða.

Anna Margrét Björnsdóttir 15. maí 2023 : Nýr formaður Krabbameins­félagsins kjörinn á aðal­fundi

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins var haldinn 13. maí síðastliðinn í húsnæði félagsins að Skógarhlíð. Hlíf Steingrímsdóttir, blóðmeinafræðingur á Landspítala, var kjörin nýr formaður félagsins til tveggja ára. Félagið þakkar fráfarandi formanni, Valgerði Sigurðardóttur, hjartanlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Ása Sigríður Þórisdóttir 12. maí 2023 : Upptaka frá málþingi

Hér er hægt að horfa á upptöku frá málþingi Krabbameinsfélagsins: Lífið eftir krabbamein - langvinnar og síðbúnar afleiðingar. Þökkum þeim fjölmörgu sem mættu í sal og öllum þeim sem fylgdust með í streymi.

Anna Margrét Björnsdóttir 9. maí 2023 : Með hjartað á réttum stað

Nemendur í frumkvöðlafræði við Fjölbrautaskólann í Garðabæ komu færandi hendi með 110.000 krónur sem þau söfnuðu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Styrktarféð var ágóði skólaverkefnis sem var liður í Fyrirtækjasmiðju á vegum Ungra frumkvöðla - JA Iceland.

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. maí 2023 : Þakklæti og gleði réði ríkjum á Styrkleikunum

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins voru haldnir um síðastliðna helgi í annað sinn á Selfossi. Í heildina tóku um 500 þátttakendur þátt með því að ganga 23.677 hringi, eða rúmlega 5.900 km., á meðan leikarnir stóðu.

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?