Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. jún. 2019 : Tvöfalt fleiri konur mæta í skimun þegar hún er ókeypis

Fjöldi 23ja ára kvenna sem koma í fyrsta sinn í leghálsskimun og 40 ára kvenna sem koma í brjóstaskimun í fyrsta sinn hefur rúmlega tvöfaldast með nýju tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins sem býður konunum skimunina sér að kostnaðarlausu í ár. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. jún. 2019 : Tengsl milli mikillar líkamsfitu og illvígs krabbameins í blöðruhálskirtli

Ný íslensk rannsókn sem unnin er í samstarfi við Harvard háskóla sýnir fram á tengsl milli mikillar líkamsfitu og illvígs krabbameins í blöðruhálskirtli.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. jún. 2019 : Opnunartími og sumarleyfi

Starfsemi Krabbameinsfélagsins verður takmörkuð í júlí og byrjun ágúst vegna sumarleyfa. Upplýsingar um opnunartíma má sjá hér að neðan.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 27. jún. 2019 : Lætur af störfum eftir 31 ár við smásjána

Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur, lét af störfum fyrir Krabbameinsfélagið í gær, en hún hefur starfað við frumurannsóknir hjá félaginu í 31 ár og skoðað vel á 200.000 leghálssýni. 

Guðmundur Pálsson 20. jún. 2019 : Reykjavíkurmaraþon: „Ég hleyp af því ég get það”

Ætlar þú ekki örugglega að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu 2019? Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Laufey Tryggvadóttir framkv.stj. Krabbameinsskráar 19. jún. 2019 : Aukið aðgengi jafngildir aukinni áfengisneyslu

Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. 

Laufey Tryggvadóttir framkv.stj. Krabbameinsskráar 18. jún. 2019 : Aukaverkanir hjá einstaklingum sem fengu krabbamein á barnsaldri

Meðferð einstaklinga sem fá krabbamein á barnsaldri hefur tekið stórstígum framförum síðustu áratugi og eru horfurnar almennt mjög góðar. 

Guðmundur Pálsson 17. jún. 2019 : Krabbameinsfélagið þakkar frábærar undirtektir í árlegu sumarhappdrætti félagsins

Vinningaskrá er aðgengileg hér á vef Krabbameinsfélagsins.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 16. jún. 2019 : Kastað til bata í Laxá í Laxárdal

Hin árlega veiðiferð Kastað til bata var haldin norður í landi 7.-9. júní þegar 14 konur lögðu land undir fót og héldu í 2ja daga veiðiferð í Laxá í Laxárdal.

Guðmundur Pálsson 14. jún. 2019 : Sumaropnun Ráðgjafar­þjónustunnar og spennandi námskeið í haust

Þjónusta Ráðgjafarþjónustunnar verður að mestu með hefðbundnu sniði í sumar. Hlé verður gert á námskeiðahaldi yfir hásumarið en það hefst svo á ný af miklum krafti í lok ágúst og eru upplýsingar um þau að finna hér að neðan.

Guðmundur Pálsson 14. jún. 2019 : Sumar­happ­drættið: Drögum 17. júní - átt þú miða?

Hægt er að greiða heimsenda miða í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins til og með 17. júní í heimabanka eða netbanka og kaupa miða á skrifstofu og í netverslun.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. jún. 2019 : Lagabreyting mikil réttarbót fyrir börn sem aðstandendur

Krabbameinsfélagið fagnar breytingum á sex lögum sem leiða til úrbóta og aukins stuðnings við barnafjölskyldur í erfiðum aðstæðum vegna veikinda eða andláts foreldris. 

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?