Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 27. jún. 2019

Lætur af störfum eftir 31 ár við smásjána

Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur, lét af störfum fyrir Krabbameinsfélagið í gær, en hún hefur starfað við frumurannsóknir hjá félaginu í 31 ár og skoðað vel á 200.000 leghálssýni. 

Auður vann sem deildarstjóri frumurannsóknarstofunnar í 17 ár. Hún ákvað fyrir nokkrum árum að hætta á 69. aldursárinu og hóf þá að draga smám saman úr ábyrgð sinni. Hún hætti sem deildarstjóri árið 2017 og við starfinu tók Þorbjörg Jónsdóttir, en hún hefur unnið við hlið Auðar í mörg ár.

„Það hefur verið heiður að fá að starfa með Auði öll þessi ár. Hún hefur viðamikla þekkingu á öllu sem við kemur leghálssýnum og hefur með kennarahæfileikum sínum miðlað þeirri þekkingu til samstarfsfólks síns. Hún hefur einnig staðið með okkur í lífins ólgusjó sem er ómetanlegt,“ segir Þorbjörg og bætir við að á frumurannsóknarstofunni hafi ríkt góður starfsandi og starfsmannavelta hafi verið lítil: „Þökk sé Auði.“

Dagurinn í gær var stór dagur í lífi Auðar sem vann sinn síðasta vinnudag, en segist þó muni heimsækja Skógahlíðina reglulega. 

„Það er hins vegar óneitanlega skrýtin tilfinning sem bærist innra með manni þegar maður er að hætta störfum, sérstaklega þegar maður hefur starfað svona lengi á sama vinnustað,“ segir Auður sem mun þó ekki sitja auðum höndum eftir starfslokin, því fjöldi verkefna bíða hennar í tengslum við heimili og fjölskyldu.

Krabbameinsfélagið þakkar Auði ómetanlegt starf í þágu skimana fyrir leghálskrabbameini og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.  

Fruma2-1000

Á myndinni er Auður í hópi samstarfsfólks á Frumurannsóknarstofunni. Frá vinstri Hrafnhildur Óttarsdóttir, Auður Eiríksdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðný Ása Þorsteinsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Herdís J. Guðjónsdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir og Þórdís Björg Kristinsdóttir.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?