Laufey Tryggvadóttir framkv.stj. Krabbameinsskráar 18. jún. 2019

Aukaverkanir hjá einstaklingum sem fengu krabbamein á barnsaldri

Meðferð einstaklinga sem fá krabbamein á barnsaldri hefur tekið stórstígum framförum síðustu áratugi og eru horfurnar almennt mjög góðar. 

Ný norræn rannsókn leiðir hins vegar í ljós dálítið aukna áhættu á tilteknum taugasjúkdómum, einkum fyrsta áratuginn eftir greiningu, þótt krabameinið hafi verið utan miðtaugakerfisins. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins vann að rannsókninni sem birtist í vísindaritinu International Journal of Cancer.

Kannaðar voru innlagnir á sjúkrahús vegna taugasjúkdóma að minnsta kosti fimm árum eftir greiningu, hjá 16.000 einstaklingum sem greindust með krabbamein utan miðtaugakerfisins og voru undir 20 ára. Hópurinn greindist á árunum 1943-2008 og var frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð. Í ljós kom að mesta áhættuaukningin var hjá þeim sem fengið höfðu taugakímsæxli eða hvítblæði. Algengasti taugasjúkdómurinn sem hækkaði í áhættu var flogaveiki og greindist hún hjá 1,4% hópsins.

„Norrænar krabbameinsskrár ásamt samstarfsaðilum hafa þegar birt á annan tug niðurstaðna úr rannsóknum á sjúkdómatíðni síðar á ævinni, hjá einstaklingum sem fengu krabbameinsgreiningu á barnsaldri. Það er mikilvægt að þekkja aukaverkanir sem koma í kjölfar krabbameinsmeðferðar hjá þeim stóra hópi sem er nú á lífi eftir krabbamein á barnsaldri svo hægt sé að vita hverju þarf að fylgjast vel með og þannig að grípa inn í sem fyrst“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar sem vann að rannsókninni. 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?