Laufey Tryggvadóttir framkv.stj. Krabbameinsskráar 18. jún. 2019

Aukaverkanir hjá einstaklingum sem fengu krabbamein á barnsaldri

Meðferð einstaklinga sem fá krabbamein á barnsaldri hefur tekið stórstígum framförum síðustu áratugi og eru horfurnar almennt mjög góðar. 

Ný norræn rannsókn leiðir hins vegar í ljós dálítið aukna áhættu á tilteknum taugasjúkdómum, einkum fyrsta áratuginn eftir greiningu, þótt krabameinið hafi verið utan miðtaugakerfisins. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins vann að rannsókninni sem birtist í vísindaritinu International Journal of Cancer.

Kannaðar voru innlagnir á sjúkrahús vegna taugasjúkdóma að minnsta kosti fimm árum eftir greiningu, hjá 16.000 einstaklingum sem greindust með krabbamein utan miðtaugakerfisins og voru undir 20 ára. Hópurinn greindist á árunum 1943-2008 og var frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð. Í ljós kom að mesta áhættuaukningin var hjá þeim sem fengið höfðu taugakímsæxli eða hvítblæði. Algengasti taugasjúkdómurinn sem hækkaði í áhættu var flogaveiki og greindist hún hjá 1,4% hópsins.

„Norrænar krabbameinsskrár ásamt samstarfsaðilum hafa þegar birt á annan tug niðurstaðna úr rannsóknum á sjúkdómatíðni síðar á ævinni, hjá einstaklingum sem fengu krabbameinsgreiningu á barnsaldri. Það er mikilvægt að þekkja aukaverkanir sem koma í kjölfar krabbameinsmeðferðar hjá þeim stóra hópi sem er nú á lífi eftir krabbamein á barnsaldri svo hægt sé að vita hverju þarf að fylgjast vel með og þannig að grípa inn í sem fyrst“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar sem vann að rannsókninni. 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?