Ása Sigríður Þórisdóttir 28. feb. 2022 : Forsetinn tók við fyrsta parinu á Bessastöðum í dag

Allt frá því að Mottumarssokkarnir voru fyrst kynntir til leiks, árið 2018, hefur forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson verið sá fyrsti til að klæðast þeim. Stuðningur forsetans í Mottumars er Krabbameinsfélaginu afar dýrmætur.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. feb. 2022 : TVG sér um að koma Mottumarssokkunum til þín

Samstarf Krabbameinsfélagsins og TVG skiptir félagið mjög miklu máli. Árlega þarf Krabbameinsfélagið að senda Mottumarssokka og Bleikar slaufur á um 270 sölustaði um land allt. Það þarf að ganga hratt og örugglega fyrir sig. Sölutímabilið er stutt og því ótrúlega mikilvægt að dreifingin gangi hnökralaust. 

Guðmundur Pálsson 23. feb. 2022 : Vísindasjóður óskar eftir umsóknum

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 22. mars.

Ása Sigríður Þórisdóttir 23. feb. 2022 : Að eiga mömmu eða pabba með krabba

Valdimar Högni Róbertsson er átta ára drengur sem vinnur að útvarpsþáttum á Rúv fyrir börn sem eiga foreldra með krabbamein. Tilganginn segir hann vera til að fræða sig og hlustendur um sjúkdóminn og afleiðingar hans.

Ása Sigríður Þórisdóttir 20. feb. 2022 : Laust starf: Sérfræðingur á sviði gagnavinnslu við vísindarannsóknir og gæðaskráningu

Við leitum að öflugum liðsfélaga með hjartað á réttum stað, sem vill gera gagn og vinna með úrvalsteymi með mikinn metnað, til árangurs í þágu samfélagsins

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. feb. 2022 : Tímamót! Samfélagið opnast á ný

Á meðan all flestir fagna því að létt verði á sóttvarnaraðgerðum og þeim takmörkunum sem þeim fylgja er hætt við að lífið verði jafnvel enn flókara fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð og fjölskyldur þeirra. Sérstaklega í ljósi þess að fjöldi smita hefur aldrei verið meiri.  

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. feb. 2022 : Alþjóðlegi krabba­meins­dagurinn er í dag

Markmiðið í ár er að hvetja til þess að hugað sé að ójöfnuði í tengslum við krabbamein og unnið gegn honum, alls staðar. Ójöfnuður í tengslum við krabbamein hefur verið rannsakaður og kortlagður í meira mæli á hinum Norðurlöndunum en hér á landi. Þó er vitað að ójöfnuður er til staðar hér á landi og fátt sem bendir til að hann sé minni en í nágrannalöndunum.


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?