Ása Sigríður Þórisdóttir 28. feb. 2022 : Forsetinn tók við fyrsta parinu á Bessastöðum í dag

Allt frá því að Mottumarssokkarnir voru fyrst kynntir til leiks, árið 2018, hefur forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson verið sá fyrsti til að klæðast þeim. Stuðningur forsetans í Mottumars er Krabbameinsfélaginu afar dýrmætur.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. feb. 2022 : TVG sér um að koma Mottumarssokkunum til þín

Samstarf Krabbameinsfélagsins og TVG skiptir félagið mjög miklu máli. Árlega þarf Krabbameinsfélagið að senda Mottumarssokka og Bleikar slaufur á um 270 sölustaði um land allt. Það þarf að ganga hratt og örugglega fyrir sig. Sölutímabilið er stutt og því ótrúlega mikilvægt að dreifingin gangi hnökralaust. 

Guðmundur Pálsson 23. feb. 2022 : Vísindasjóður óskar eftir umsóknum

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 22. mars.

Ása Sigríður Þórisdóttir 23. feb. 2022 : Að eiga mömmu eða pabba með krabba

Valdimar Högni Róbertsson er átta ára drengur sem vinnur að útvarpsþáttum á Rúv fyrir börn sem eiga foreldra með krabbamein. Tilganginn segir hann vera til að fræða sig og hlustendur um sjúkdóminn og afleiðingar hans.

Ása Sigríður Þórisdóttir 20. feb. 2022 : Laust starf: Sérfræðingur á sviði gagnavinnslu við vísindarannsóknir og gæðaskráningu

Við leitum að öflugum liðsfélaga með hjartað á réttum stað, sem vill gera gagn og vinna með úrvalsteymi með mikinn metnað, til árangurs í þágu samfélagsins

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. feb. 2022 : Tímamót! Samfélagið opnast á ný

Á meðan all flestir fagna því að létt verði á sóttvarnaraðgerðum og þeim takmörkunum sem þeim fylgja er hætt við að lífið verði jafnvel enn flókara fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð og fjölskyldur þeirra. Sérstaklega í ljósi þess að fjöldi smita hefur aldrei verið meiri.  

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. feb. 2022 : Alþjóðlegi krabba­meins­dagurinn er í dag

Markmiðið í ár er að hvetja til þess að hugað sé að ójöfnuði í tengslum við krabbamein og unnið gegn honum, alls staðar. Ójöfnuður í tengslum við krabbamein hefur verið rannsakaður og kortlagður í meira mæli á hinum Norðurlöndunum en hér á landi. Þó er vitað að ójöfnuður er til staðar hér á landi og fátt sem bendir til að hann sé minni en í nágrannalöndunum.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?