Ása Sigríður Þórisdóttir 30. okt. 2022 : Bleikur dagur í Borgarholtsskóla

Á hálftíma söfnuðust 50 þúsund krónur sem afhentar voru Krabbameinsfélaginu. Krabbameinsfélagið þakkar nemendum kærlega fyrir þeirra góða stuðning.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. okt. 2022 : Átt þú boð í krabbameinsskimun og ert alltaf á leiðinni en lætur ekki verða af því?

Ert þú ein af þeim konum sem fær boð í skimun og ert alltaf alveg að fara en frestar því svo aftur og aftur? Það var raunin hjá Ásdísi Ingólfsdóttur sem segir sögu sína í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. okt. 2022 : Fimmaurabrandarafjelagið styrkir Krabbameinsfélagið

Fimmaurabrandarafjelagið hefur í gegnum árin styrkt góð málefni og engin undantekning varð á því þegar fjórða bók fjelagsins kom út, Fimmaurabrandarar 4. Nú fékk Krabbameinsfélagið kr. 100.000- frá fjelaginu og er upphæðin eyrnarmerkt átakinu gegn brjóstakrabbameini.

Ása Sigríður Þórisdóttir 26. okt. 2022 : Takk fyrir að SÝNA LIT

Gleðin var alls ráðandi á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar í Háskólabíói þann 29. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Ása Sigríður Þórisdóttir 18. okt. 2022 : Hagkaup styrkir Bleiku slaufuna um þrjár milljónir

Í byrj­un októ­ber stóð Hag­kaup fyr­ir söfn­un þar sem viðskipta­vin­um bauðst að styrkja Bleiku slaufuna með því að bæta 500 krón­um við inn­kaup sín sem runnu til söfn­un­ar­inn­ar og Hag­kaup lagði aðrar 500 krón­ur í mót­fram­lag.

Ása Sigríður Þórisdóttir 18. okt. 2022 : Fengum góða heimsókn frá Gulla Arnari bakara

Gulli Arnar kom færandi hendi til okkar í Skógarhlíðina í gær og afhenti styrk að upphæð 250.000 kr. til styrktar Bleiku slaufunni. Gulli seldi sérstakan bleikan eftirrétt í bakaríinu sínu og rann 60% af ágóðanum til Bleiku slaufunnar. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 13. okt. 2022 : SÝNUM LIT - Bleiki dagurinn er föstudaginn 14. október

„Það er búið er vera mikil umferð til okkar í Bleiku búðina af einstaklingum og fyrirtækjum sem eru að gera sig klára fyrir Bleika daginn – ná sér í slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið“ segir Ólöf Jakobína verslunarstjóri Bleiku búðar Krabbameinsfélagsins.

Guðmundur Pálsson 11. okt. 2022 : SÝNUM LIT - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram fimmtudaginn 20. október 2022 kl. 17:00-18:30 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Krabbameinsfélagsins. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 10. okt. 2022 : Markverður árangur náðst

Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%.

Ása Sigríður Þórisdóttir 5. okt. 2022 : „Þegar foreldri fær krabbamein - hvaða áhrif hefur það á börnin?"

Það getur tekið á að þurfa að segja barninu sínu frá því að foreldri hafi greinst með krabbamein. Upptaka af hádegiserindi sem haldið var 11. október kl.11:30 -13:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins.

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. okt. 2022 : Góð gjöf frá góðum grönnum

Eva Þórhildur Kallio og Salka Björnsdóttir, sem eru í 4. bekk í grunnskólanum Hjalla sem er í næsta húsi við Krabbameinsfélagið, komu á dögunum færandi hendi í heimsókn. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 3. okt. 2022 : Bleika slaufan – Sýnið lit!

Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabbameinum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabbamein. Krabbameinsfélagið hafði fyrir áratugum síðan frumkvæði að því að hefja skimanir fyrir krabbameinum hjá konum. Á hverju ári verða skimanirnar til þess að bjarga lífi fjölda kvenna.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?