Ása Sigríður Þórisdóttir 30. okt. 2022 : Bleikur dagur í Borgarholtsskóla

Á hálftíma söfnuðust 50 þúsund krónur sem afhentar voru Krabbameinsfélaginu. Krabbameinsfélagið þakkar nemendum kærlega fyrir þeirra góða stuðning.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. okt. 2022 : Átt þú boð í krabbameinsskimun og ert alltaf á leiðinni en lætur ekki verða af því?

Ert þú ein af þeim konum sem fær boð í skimun og ert alltaf alveg að fara en frestar því svo aftur og aftur? Það var raunin hjá Ásdísi Ingólfsdóttur sem segir sögu sína í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. okt. 2022 : Fimmaurabrandarafjelagið styrkir Krabbameinsfélagið

Fimmaurabrandarafjelagið hefur í gegnum árin styrkt góð málefni og engin undantekning varð á því þegar fjórða bók fjelagsins kom út, Fimmaurabrandarar 4. Nú fékk Krabbameinsfélagið kr. 100.000- frá fjelaginu og er upphæðin eyrnarmerkt átakinu gegn brjóstakrabbameini.

Ása Sigríður Þórisdóttir 26. okt. 2022 : Takk fyrir að SÝNA LIT

Gleðin var alls ráðandi á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar í Háskólabíói þann 29. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Ása Sigríður Þórisdóttir 18. okt. 2022 : Hagkaup styrkir Bleiku slaufuna um þrjár milljónir

Í byrj­un októ­ber stóð Hag­kaup fyr­ir söfn­un þar sem viðskipta­vin­um bauðst að styrkja Bleiku slaufuna með því að bæta 500 krón­um við inn­kaup sín sem runnu til söfn­un­ar­inn­ar og Hag­kaup lagði aðrar 500 krón­ur í mót­fram­lag.

Ása Sigríður Þórisdóttir 18. okt. 2022 : Fengum góða heimsókn frá Gulla Arnari bakara

Gulli Arnar kom færandi hendi til okkar í Skógarhlíðina í gær og afhenti styrk að upphæð 250.000 kr. til styrktar Bleiku slaufunni. Gulli seldi sérstakan bleikan eftirrétt í bakaríinu sínu og rann 60% af ágóðanum til Bleiku slaufunnar. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 13. okt. 2022 : SÝNUM LIT - Bleiki dagurinn er föstudaginn 14. október

„Það er búið er vera mikil umferð til okkar í Bleiku búðina af einstaklingum og fyrirtækjum sem eru að gera sig klára fyrir Bleika daginn – ná sér í slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið“ segir Ólöf Jakobína verslunarstjóri Bleiku búðar Krabbameinsfélagsins.

Guðmundur Pálsson 11. okt. 2022 : SÝNUM LIT - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram fimmtudaginn 20. október 2022 kl. 17:00-18:30 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Krabbameinsfélagsins. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 10. okt. 2022 : Markverður árangur náðst

Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%.

Ása Sigríður Þórisdóttir 5. okt. 2022 : „Þegar foreldri fær krabbamein - hvaða áhrif hefur það á börnin?"

Það getur tekið á að þurfa að segja barninu sínu frá því að foreldri hafi greinst með krabbamein. Upptaka af hádegiserindi sem haldið var 11. október kl.11:30 -13:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins.

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. okt. 2022 : Góð gjöf frá góðum grönnum

Eva Þórhildur Kallio og Salka Björnsdóttir, sem eru í 4. bekk í grunnskólanum Hjalla sem er í næsta húsi við Krabbameinsfélagið, komu á dögunum færandi hendi í heimsókn. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 3. okt. 2022 : Bleika slaufan – Sýnið lit!

Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabbameinum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabbamein. Krabbameinsfélagið hafði fyrir áratugum síðan frumkvæði að því að hefja skimanir fyrir krabbameinum hjá konum. Á hverju ári verða skimanirnar til þess að bjarga lífi fjölda kvenna.


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?