Ása Sigríður Þórisdóttir 31. okt. 2023 : Markvissar leiðir til að auka þátttöku í brjóstaskimun

Í dag er leghálsskimun nánast ókeypis, kostar 500 krónur á heilsugæslunni en konur þurfa enn að borga 5.610 krónur fyrir brjóstaskimun (lækkar eftir því sem greiðsla fyrir aðra heilbrigðisþjónustu er meiri). Úr þessu er afar brýnt að bæta, sérstaklega til að efnaminni konur hafi möguleika á að nýta sér boð í skimun.

Anna Margrét Björnsdóttir 30. okt. 2023 : Saga Katarzynu

Katarzyna Leszczyńska greindist árið 2022 með krabbamein í eggjastokkum sem var búið að dreifa sér til annarra líffæra. Fyrst leið henni eins og best væri að takast á við veikindin ein og óstudd, en eftir aðgerðina leitaði hún til Krabbameinsfélagsins eftir aðstoð og segist eilíflega þakklát fyrir allt fólkið sem vinnur þar.

Anna Margrét Björnsdóttir 23. okt. 2023 : Saga Önnu Maríu

Anna María E. Guðmundsdóttir greindist með ristilkrabbamein vorið 2021. Það gerðist allt mjög hratt í kjölfarið og upplifði hún eins og henni væri kippt fullhraustri út úr samfélaginu. Hún segir samstöðu veita kærleik á þeim tíma sem mest þörf er á honum og upplifði að ættingjar og vinir umvefðu hana og sýndu henni samstöðu í gegnum ferlið. 

Anna Margrét Björnsdóttir 23. okt. 2023 : Þekkja línuna á milli lífs og leiðinda og vilja koma í veg fyrir hið síðarnefnda

Reynir G. Brynjarsson hefur vanið komur sínar í húsnæði Krabbameinsfélagsins undanfarnar vikur. Erindið er að fylla á birgðir af bleikum varningi sem hann hefur að eigin frumkvæði tekið í umboðssölu fyrir Krabbameinsfélagið. Okkur lék forvitni á að vita hver kveikjan að verkefninu væri og fengum hann til að segja okkur aðeins frá því.

Ása Sigríður Þórisdóttir 20. okt. 2023 : Bleiki dagurinn er í dag

Við heyrum það á hverjum einasta degi hjá félaginu. Hvað þessi bleiki stuðningur skiptir miklu máli fyrir allar þær konur sem eru að glíma við krabbamein í dag, eða hafa háð þá glímu, fjölskyldur þeirra og fjölskyldur þeirra sem hafa misst sínar konur úr krabbameinum. Það skiptir máli að þið vitið að þið eruð að gera eitthvað sem skiptir máli.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. okt. 2023 : Hvernig verður þitt framlag að gagni?

Til að ná árangri gegn krabbameinum þarf að nálgast verkefnið frá öllum hliðum, sem endurspeglast í starfsemi Krabbameinsfélagsins: fræðslu og forvörnum, ókeypis ráðgjöf og stuðningi, rannsóknum og skráningu auk Vísindasjóðs. Félagið á íbúðir í Reykjavík fyrir fólk utan af landi sem sækir rannsóknir eða meðferð í Reykjavík. 

Anna Margrét Björnsdóttir 16. okt. 2023 : Saga Bryndísar

Bryndís Guðmundsdóttir greindist með stórt illkynja mein í öðru brjóstinu rétt fyrir hvítasunnuhelgina vorið 2022. Hún hitti ráðgjafa á Selfossi snemma í sínu ferli og segist hafa farið sterkari inn í verkefnið fyrir vikið. Hennar leiðarljós var að halda í heilsu og heilbrigði, þótt hún væri að glíma við krabbamein.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. okt. 2023 : Er einhver á þínum vinnustað að takast á við krabbamein eða afleiðingar þess? - Sýnum skilning og stuðning

Á hverju ári greinast að meðaltali um 924 einstaklingar á vinnualdri með krabbamein. Meinið sjálft og meðferð vegna þess getur haft mikil og víðtæk áhrif á líf hvers og eins, þar á meðal hvað varðar atvinnuþátttöku. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. okt. 2023 : Bleikt málþing 19. október - streymi í boði

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Krabbameinsfélagsins. Málþingið verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, fimmtudaginn 19. október kl. 17:00-18:30. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 15. okt. 2023 : Krabbameinsfélagið - samstaðan tryggir metnaðarfullt og fjölbreytt starf

Að greinast með krabbamein er ein stærsta áskorunin í lífi fólks. Í kringum hvern sem veikist má gera ráð fyrir að séu að minnsta kosti tíu aðstandendur og í ljósi þess að í dag eru á lífi um 17.500 einstaklingar sem fengið hafa krabbamein jafngildir það því að krabbamein séu í nánasta umhverfi hálfrar þjóðarinnar. Þá er ótalinn sá mikli fjöldi fólks sem hefur misst ástvini úr krabbameinum.

Anna Margrét Björnsdóttir 13. okt. 2023 : Saga Arndísar

Arndís Thorarensen hefur tvisvar sinnum greinst með brjóstakrabbamein, fyrst 39 ára og svo aftur fimm árum síðar. Hún vill ráðleggja þeim sem eru að greinast eða byrja í svona ferli að viðurkenna fyrir sjálfum sér að þetta er erfitt og þiggja hjálp, því það sé mikið af góðri hjálp í boði.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. okt. 2023 : Milljarðar frá fólkinu í landinu

Nýverið birti fjármálaráðuneytið frétt um að almenningur hefði styrkt almannaheillafélög um 6,6 milljarða króna á síðasta ári. Þetta eru afar áhugaverðar upplýsingar sem nú eru í fyrsta sinn aðgengilegar, í kjölfar lagabreytinga sem gerðar voru árið 2021. Með breytingunni er fólki umbunað með skattaafslætti fyrir að styrkja almannaheillafélög. Í henni felst viðurkenning Alþingis á gildi styrkja almennings fyrir samfélagið allt og upplýsingarnar sýna með óyggjandi hætti trú almennings á gott starf almannaheillafélaga.

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?