Ása Sigríður Þórisdóttir 20. okt. 2023

Bleiki dagurinn er í dag

Við heyrum það á hverjum einasta degi hjá félaginu. Hvað þessi bleiki stuðningur skiptir miklu máli fyrir allar þær konur sem eru að glíma við krabbamein í dag, eða hafa háð þá glímu, fjölskyldur þeirra og fjölskyldur þeirra sem hafa misst sínar konur úr krabbameinum. Það skiptir máli að þið vitið að þið eruð að gera eitthvað sem skiptir máli.

Hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, er Bleiki dagurinn sem er í dag. Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár og er haldinn hátíðlegur um land allt. Á Bleika daginn er hefð fyrir því að bera Bleiku slaufuna, klæðast bleiku, halda bleik boð, gæða sér á bleiku bakkelsi og lýsa skammdegið bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein upplifi stuðning og samstöðu.

https://www.youtube.com/watch?v=pQBp2m4G5SY

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir að þótt Bleiki dagurinn sé tilefni til þess að gleðjast með vinnufélögunum, vinum og fjölskyldu, þá risti hann líka dýpra. „Það heyrum við á hverjum einasta degi hjá félaginu. Hvað þessi bleiki stuðningur skiptir miklu máli fyrir allar þær konur sem eru að glíma við krabbamein í dag, eða hafa háð þá glímu, fjölskyldur þeirra og fjölskyldur þeirra sem hafa misst sínar konur úr krabbameinum. Það skiptir máli að þið vitið að þið eruð að gera eitthvað sem skiptir máli.“

Hrefna Eyþórsdóttir, formaður og starfsmaður Krabbameinsfélags Austfjarða, sagði Krabbameinsfélaginu sögu sína í tengslum við átakið í ár og ræddi í því samhengi um mikilvægi þessa bleika stuðnings. „Ég er rosa þakklát að geta borið slaufuna. Það merkir auðvitað það að ég læknaðist af mínum sjúkdómi og ég ber hana líka til heiðurs þeim sem hafa tapað baráttunni. Það er svo gaman að sjá alla aðra bera hana, því mér finnst það vera fyrir mig og alla hina og mér finnst það sýna það bakland sem við eigum í samfélaginu.“

Krabbameinsfélagið hvetur því öll til að gera sér glaðan dag, vera bleik fyrir okkur öll, og sýna þannig stuðning í verki, því hann skiptir svo sannarlega máli. Krabbameinsfélagið tekur einnig fagnandi á móti bleiku myndefni í gegnum bleikaslaufan@krabb.is eða með merkingum á samfélagsmiðlum, til að hægt sé að deila stemningunni sem víðast.


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?