Ása Sigríður Þórisdóttir 16. okt. 2023

Bleikt málþing 19. október - streymi í boði

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Krabbameinsfélagsins. Málþingið verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, fimmtudaginn 19. október kl. 17:00-18:30. 

DAGSKRÁ

 • Setning: Guðrún Kristín Svavarsdóttir, stjórnarkona í Brjóstaheillum – Samhjálp kvenna.
 • Þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini á Íslandi
  Álfheiður Haraldsdóttir og Hrefna Stefánsdóttir, sérfræðingar á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins.
 • Skrepp í skimun, kynning á átaki til að auka mætingu í brjóstaskimun
  Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirlæknir á Brjóstamiðstöð Landspítala og sérfræðingur í brjóstaskurðlækningum.
 • Úr Áttavitanum, reynsla kvenna sem greinst hafa með krabbamein
  Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
 • Í kjölfar brjóstakrabbameins:
   Andhormónar – aukaverkanir og aðstoð við sjúklinga
  Þóra Þórsdóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, starfar á Brjóstamiðstöð og er    teymisstjóri brjóstateymis 11B Landspítala.
 • Þróun aukins stuðnings við lok krabbameinsmeðferða á Brjóstamiðstöð Landspítala
  Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, starfar á Brjóstamiðstöð og í endurhæfingarteymi Landspítala fyrir krabbameinsgreinda.
 • „Það þarf að segja góðar sögur" - Reynslusaga af því að fá brjóstakrabbamein
  Melkorka Matthíasdóttir, jarðfræðingur og leirlistakona.
 • Samantekt
  Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Fundarstjóri: Guðrún Gunnarsdóttir, varaformaður FKA - Félags kvenna í atvinnulífinu og deildarstjóri heilbrigðissviðs Fastus.


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?