Anna Margrét Björnsdóttir 23. okt. 2023

Saga Önnu Maríu

Anna María E. Guðmundsdóttir greindist með ristilkrabbamein vorið 2021. Það gerðist allt mjög hratt í kjölfarið og upplifði hún eins og henni væri kippt fullhraustri út úr samfélaginu. Hún segir samstöðu veita kærleik á þeim tíma sem mest þörf er á honum og upplifði að ættingjar og vinir umvefðu hana og sýndu henni samstöðu í gegnum ferlið. 

Anna María E. Guðmundsdóttir greindist með ristilkrabbamein vorið 2021. Það gerðist allt mjög hratt í kjölfarið. „Mér var bókstaflega bara kippt úr samfélaginu, frá því að vera fullhraust yfir í að vera greind með þriðja stigs krabbamein.“ Í dag fer hún á sex mánaða fresti í skimun og þarf að vera krabbameinslaus í fimm ár til að vera útskrifuð.

Anna María greindist í covid og notaði heimasíðu Krabbameinsfélagsins til að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn.

Ég vissi að þarna gat ég fengið réttmætar upplýsingar, á mannamáli og með góðum skýringarmyndum.

Á heimasíðunni aflaði hún sér líka verkfæra til að nýta við að efla heilsu sína upp á eigin spýtur, m.a. varðandi mataræði og hreyfingu. Hún segir hafa komið sér á óvart hvað forgangsröðunin í lífinu hafi skyndilega breyst og segir algjöran lúxus að geta leyft sér að eyða tíma.

Í dag er ég komin aftur í einhverja tóma vitleysu, en það er líka lúxus sem ég hef efni á núna. Að eyða tíma í vitleysu.

Anna María segir samstöðu veita kærleik á þeim tíma sem mest þörf er á honum. Hún upplifði að ættingjar og vinir umvefðu hana á meðan hún gekk í gegnum sínar meðferðir og sýndu henni samstöðu.

Viðtalsupptaka Önnu Maríu E. Guðmundsdóttur

https://www.youtube.com/watch?v=Ri3kLIm9NmY


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?