Anna Margrét Björnsdóttir 23. okt. 2023

Saga Önnu Maríu

Anna María E. Guðmundsdóttir greindist með ristilkrabbamein vorið 2021. Það gerðist allt mjög hratt í kjölfarið og upplifði hún eins og henni væri kippt fullhraustri út úr samfélaginu. Hún segir samstöðu veita kærleik á þeim tíma sem mest þörf er á honum og upplifði að ættingjar og vinir umvefðu hana og sýndu henni samstöðu í gegnum ferlið. 

Anna María E. Guðmundsdóttir greindist með ristilkrabbamein vorið 2021. Það gerðist allt mjög hratt í kjölfarið. „Mér var bókstaflega bara kippt úr samfélaginu, frá því að vera fullhraust yfir í að vera greind með þriðja stigs krabbamein.“ Í dag fer hún á sex mánaða fresti í skimun og þarf að vera krabbameinslaus í fimm ár til að vera útskrifuð.

Anna María greindist í covid og notaði heimasíðu Krabbameinsfélagsins til að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn.

Ég vissi að þarna gat ég fengið réttmætar upplýsingar, á mannamáli og með góðum skýringarmyndum.

Á heimasíðunni aflaði hún sér líka verkfæra til að nýta við að efla heilsu sína upp á eigin spýtur, m.a. varðandi mataræði og hreyfingu. Hún segir hafa komið sér á óvart hvað forgangsröðunin í lífinu hafi skyndilega breyst og segir algjöran lúxus að geta leyft sér að eyða tíma.

Í dag er ég komin aftur í einhverja tóma vitleysu, en það er líka lúxus sem ég hef efni á núna. Að eyða tíma í vitleysu.

Anna María segir samstöðu veita kærleik á þeim tíma sem mest þörf er á honum. Hún upplifði að ættingjar og vinir umvefðu hana á meðan hún gekk í gegnum sínar meðferðir og sýndu henni samstöðu.

Viðtalsupptaka Önnu Maríu E. Guðmundsdóttur

https://www.youtube.com/watch?v=Ri3kLIm9NmY


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?