Ása Sigríður Þórisdóttir 8. maí 2024

Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Málþingið fer fram laugardaginn 25. maí á milli kl. 10 og 12 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Málþinginu verður einnig streymt.

DAGSKRÁ 


Innleiðing staðlaðra greiningar- og meðferðarferla (pakkeforlöb / patient pathway) hófst árið 2007 á Norðurlöndunum með það að markmiði að draga úr ónauðsynlegum biðtíma, óöryggi hjá sjúklingum og auka jöfnuð.

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni?

Geta þau verið leið til:

  • að tryggja áframhaldandi góðan árangur varðandi krabbamein hér á landi?
  • að koma í veg fyrir ójöfnuð tengdan búsetu og félagslegum þáttum?
  • að tryggja gæði og samfellt fyrirsjáanlegt ferli til að auka öryggi sjúklings og aðstandenda?

Á málþingi Krabbameinsfélagsins laugardaginn 25. maí verða þessi mál til umfjöllunar.

Erindi flytja:

  • Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu
  • Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins
  • Helena Brändström Ph.D., forstöðumaður hjá Regionala cancercentrum i samverkan í Svíþjóð
  • Søren Gray Worsøe Laursen, Ph.D., hjá danska Krabbameinsfélaginu

Í pallborðsumræðum taka þátt: 

Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmda­stjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein, Nanna Sigríður Kristinsdóttir, framkvæmda­stjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir á Landspítala, Sigríður Gunnarsdóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmda­stjóri hjarta, augn og krabbameinsþjónustu á Landspítala auk fulltrúa frá heilbrigðisráðuneytinu.

Fundarstjóri: Halla Þorvaldsdóttir


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?