Ása Sigríður Þórisdóttir 16. okt. 2023

Hvernig verður þitt framlag að gagni?

Til að ná árangri gegn krabbameinum þarf að nálgast verkefnið frá öllum hliðum, sem endurspeglast í starfsemi Krabbameinsfélagsins: fræðslu og forvörnum, ókeypis ráðgjöf og stuðningi, rannsóknum og skráningu auk Vísindasjóðs. Félagið á íbúðir í Reykjavík fyrir fólk utan af landi sem sækir rannsóknir eða meðferð í Reykjavík. 

Starfsemi Krabbameinsfélagið hefur notið stuðnings og styrkja almennings allt frá upphafi, eða í rúm 70 ár. Skuldbinding félagsins við fólkið í landinu er mikil. Starf félagsins er rekið án opinberra styrkja og fjármagnað 95% með styrktarfé. Mánaðarlegir styrktaraðilar leggja mest til starfseminnar auk árvekni- og fjáröflunarátakanna Bleiku slaufunnar og Mottumars. Í nýju verkefni Styrkleikunum gefst fólki tækifæri til að sýna samhug og stuðning í verki.

Til að ná árangri gegn krabbameinum þarf að nálgast verkefnið frá öllum hliðum, sem endurspeglast í starfsemi Krabbameinsfélagsins: fræðslu og forvörnum, ókeypis ráðgjöf og stuðningi, rannsóknum og skráningu auk Vísindasjóðs. Félagið á íbúðir í Reykjavík fyrir fólk utan af landi sem sækir rannsóknir eða meðferð í Reykjavík.

Markmið félagsins eru skýr og öll starfsemin miðar að því að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, fjölga þeim sem lifa af og að bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra.

Fræðslu- og forvarnarstarf – 15%

 • Áhættuþættir krabbameina og lífsstíll sem dregur úr áhættu (sólarvarnir, hreyfing, mataræði, þátttaka í skimunum)

 • Einkenni krabbameina

 • Leiðir til að draga úr afleiðingum krabbameina og meðferðar

 • Fyrirlestrar, námskeið, málþing, ráðstefnur

 • Prentað og rafrænt efni, veggspjöld, myndbönd, forvarnarleikir á samfélagsmiðlum

 • Reglubundnar kannanir á þekkingu almennings

Ókeypis ráðgjöf og stuðningur fagfólks og sjálfboðaliða við fólk með krabbamein og aðstandendur þess – 42%

 • Krabbamein er ein stærsta áskorun fólks í lífinu sem krefst þess að fólk læri að fóta sig í nýjum aðstæðum

 • Getur valdið streitu, sterkum tilfinningum og valdið fjárhagslegu óöryggi

 • Ráðgjöf 7 fagaðila, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga (einnig á ensku og pólsku) fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki, skóla býðst í Reykjavík, á Akureyri, á Egilsstöðum, Selfossi og í fjarþjónustu

 • Námskeið, fyrirlestrar, málþing, ráðstefnur, líka í streymi ef mögulegt er

 • Fræðsla á heimasíðum og samfélagsmiðlum

Rannsóknir og skráning – 33%


 • Til að ná árangri þarf að þekkja viðfangsefnið

 • Íslensk krabbameinsskrá, rekin fyrir embætti landlæknis gegnir lykilhlutverki í krabbameinsrannsóknum hér á landi

 • Í gæðaskrá er safnað og unnið úr gögnum sem nýtast til að meta gæði krabbameinsþjónustu og árangur

 • Fjölbreyttar rannsóknir á eðli og orsökum krabbameina, bæði innlendar og alþjóðlegar

 • Fylgst með árangri með samanburði við önnur lönd

 • Birting vísindagreina, yfirlitstölfræði, hagnýtar samantektir

Vísindasjóður – 5%

 • Stofnaður 2015 til að efla íslenskar krabbameinsrannsóknir, orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga

 • Bylting í krabbameinsrannsóknum á Íslandi við stofnun

 • Stofnframlag var 250 milljónir. Viðbótarframlag Krabbameinsfélagsins 229 milljónir frá stofnun

 • Krabbameinsfélagið styrkti sjóðinn um 40 milljónir árið 2022

 • Vísindasjóðurinn hefur úthlutað 455,5 milljónum til 47 rannsókna frá árinu 2017

Rekstur – 5%

 • Allt starf Krabbameinsfélagsins miðar að því að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, fjölga þeim sem lifa af og að bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra

 • Yfirbygging félagsins er lítil

 • Stjórn félagsins, stjórn Vísindasjóðs og Vísindaráð starfar í sjálfboðavinnu

 • Starfsmenn félagsins eru 32

 • Félagið beitir sér í hagsmunagæslu fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur, til dæmis varðandi aðstöðu og réttindi

 • Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins eru 27, svæðafélög og félög sem tengjast ákveðnum krabbameinum eða aldurshópum

Hvar er Krabbameinsfélagið?

 • Í Skógarhlíð 8 í Reykjavík

 • Á Glerárgötu 32 á Akureyri

 • Í Reykjanesbæ, á Ísafirði, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi reka aðildarfélög þjónustuskrifstofur með styrk frá Krabbameinsfélaginu. Framför og Kraftur reka þjónustuskrifstofur í Reykjavík

 • Regluleg ráðgjöf á Egilsstöðum og Selfossi

 • Heimasíður: Krabbameinsfélagið, Bleikaslaufan, Mottumars, Karlaklefinn  og Styrkleikarnir

Krabbameinsfélagið gegnir mjög mikilvægu starfi í samfélaginu og nauðsynlegt er að starfið geti haldið áfram þó brestur verði í fjáröflunum, til dæmis vegna þrenginga í samfélaginu. Til þess á félagið varasjóð sem er ætlað að geta staðið undir rekstrinum í eitt ár. Sjóðurinn gefur félaginu einnig afl til að takast á við stór verkefni eins og þegar félagið bauð stjórnvöldum að styrkja byggingu nýrrar dagdeildar á Landspítala árið 2021.

Risastórar áskoranir eru framundan og Krabbameinsfélagið er farið að undirbúa sig fyrir þær. Spár benda til að krabbameinstilvikum fjölgi um 52% fram til ársins 2040 og verði þá um 2.800 á ári en eru ca 1.800 í dag. Sem betur fer lifa sífellt fleiri af krabbamein og því er spáð að lifendur verði árið 2035 um 26.000 en eru nú um 17.500. Tryggja þarf að þjónusta við allt þetta fólk og aðstandendur, á öllum stigum, verði eins og best verður á kosið og árangur á Íslandi gegn krabbameinum eins og best gerist í heiminum. 

 


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?