Styrkleikarnir

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins eru heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Styrkleikarnir er nýr viðburður á vegum Krabbameinsfélagsins þar sem allir geta sýnt þeim sem greinst hafa með krabbamein stuðning. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun fyrir alla, óháð aldri.

https://youtu.be/TZz4bbuKeaE

Þegar einstaklingur greinist með krabbamein hefur það áhrif á alla í kringum hann. Enginn tekst á við þennan sjúkdóm einn. Stórfjölskylda, vinir og vinnufélagar vilja oft sýna stuðning en erfitt getur reynst að vera til gagns. Styrkleikarnir gefa þessum einstaklingum tækifæri til þess að sýna stuðning í verki. Einstaklingar skrá sig í lið sem vinnur saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í heilan sólarhring með því að skiptist á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram ákveðna leið. Að viðburðurinn standi í sólarhring er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini, ekki heldur á nóttinni.

  • Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að vera með.

Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum. Sérstaklega velkomin eru fyrirtæki, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinna saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu (ganga, hlaupa, sitja í kerru o.s.frv.) með boðhlaupskefli allan sólarhringinn. Þetta er ekki keppni heldur snýst viðburðurinn um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein. Styrkleikarnir eru haldnir til að sýna stuðning, safna fé til rannsókna á krabbameinum og til þess að veita krabbameinsgreindum ráðgjöf og þjónustu.

Fyrstu Styrkleikarnir á Íslandi voru haldnir á Selfossi frá hádegi 30. apríl til hádegis 1. maí árið 2022. Þáttakendur voru um 600 og yfir 1500 manns kíktu við til að kynna sér viðburðinn.
Árið 2023 verða haldnir tveir viðburðir.

 

Hefjasnofnun-hnappur

 Algengar spurningar

Kostar eitthvað að taka þátt í Styrkleikunum?

Nei, það kostar ekkert að taka þátt í Styrkleikunum. Viðburðurinn er opinn öllum, bæði þátttakendum og gestum yfir sólarhringinn.

Hvernig skrái ég mig á Styrkleikana?

Hér er hlekkur á skráningasíðuna fyrir Styrkleikana. Þú byrjar á að búa þér til aðgang svo geturu skráð þig í lið eða búið til nýtt lið. Skráningarsíðan þín verður svo persónuleg aðgangssíða fyrir þig þar sem þú og liðið þitt getur safnað styrkjum fyrir rannsóknum á krabbameinum ásamt stuðningi og þjónustu við einstaklinga sem hafa greinst og aðstandendur þeirra.

Hvernig skrái ég lið á Styrkleikana?

Þú byrjar á að fara inn hér og búa þér til aðgang. Þegar þú ert komin(n) með aðgang getur þú skráð lið á Styrkleikana. Þú verður þá titlaður liðsstjóri liðsins og hefur aðgang að því þegar liðsféalgar bætast í hópinn.

Þarf ég að ganga allan sólarhringinn?

Nei, hver og einn þátttakandi gengur eins og hann vill. Liðið sem viðkomandi er skráður í skiptir með sér sólarhringnum til þess að gæta þess að boðhlaupskeflið sé á hreyfingu allan tímann. Hins vegar er það ákvörðun hvers og eins hversu mikið eða lengi viðkomandi gengur/hleypur.

Get ég verið með börn með mér á Styrkleikunum?

Já! Öll börn eru velkomin á Styrkleikana og eitthvað verður um að vera fyrir alla yfir daginn og fram á kvöld. 

Hvað er Ljósastundin?

Ljósastundin er fastur dagsskrárliður á Styrkleikunum um allan heim. Hún er haldin þegar dimma tekur og kveikt er á kertum í ljósberum sem þátttakendur hafa keypt og skreytt yfir daginn. Í ljósastundinni leyfum við okkur að minnast þeirra sem við höfum misst og vera þakklát fyrir þá sem við höfum fengið að hafa hjá okkur.

Hvar get ég keypt ljósbera fyrir Ljósastundina?

Í upplýsingatjaldinu eru ljósberarnir seldir en oft einnig er hægt að nálgast þá í matartjaldinu á viðburðinum. Í nágrenni við upplýsingatjaldið er svo aðstaða til þess að skreyta ljósberana.

Verður seldur matur á staðnum?

Já! Það er seldur matur allan sólarhringinn á Styrkleikunum og allir þátttakendur og gestir geta nálgast bæði holla næringu og góðgæti á viðburðinum. 

Hvað á liðsstjórinn að gera?

Liðsstjórinn er sá sem skráir lið til leiks. Viðkomandi verður að halda utanum þátttökuna hjá sínu liði og skipta sólarhringnum niður á liðsfélaga. Liðsstjóri getur einnig ásamt liði sínu ákveðið að vera með eigin uppákomur yfir sólarhringinn til þess að nýta viðburðinn sem hópefli fyrir þátttakendurna. Hér má finna fleiri praktískar upplýsingar og hugmyndir fyrir liðsstjóra.

Getum við keypt boli fyrir liðið?

Já, bolir verða seldir með áletrun fyrir liðið áður en að viðburðinum kemur. Nánari upplýsingar um hvar og hvernig að bolasölunni verður staðið eru í nánari upplýsingar um hvern viðburð. Einnig eru slíkar upplýsingar sendar á tölvupósti til allra liðsstóra.

Einnig er hæt að kaup boli á staðnum en þá án áletrunar.

Hvers vegna eru liðin með tjöld og hvar getum við nálgast tjald?

Það er gott að vera með tjald fyrir liðið sem heimastöð á meðan Styrkleikunum stendur. Þar geta liðsfélagar geymt dót og annað á meðan viðburðinum stendur en einnig er hægt að nota tjaldið sem hópefli og samkomustað fyrir liðsfélaga og aðstandendur. Styrkleikarnir eru kjörinn viðburður til þess að efla samstöðu og samtakamátt innan liðanna og tjöldin eru lykilatriði í slíkri vinnu.

Upplýsingar um hvernig má nálgast tjald eru sendar til liðsstjóra 2-3 vikum fyrir viðburðinn og geta þeir þá pantað tjald í gegnum Styrkleikana sem sér um að láta setja það upp.


Skráðu þig

Þegar þú skráir þig á Styrkleikana getur þú skráð lið, skráð þig í lið sem þegar er skráð eða tekið þátt á eigin forsendum.

Búðu til lið

Hvernig sem þú ákveður að taka þátt í Styrkleikunum, fáðu fjölskyldu og vini til þess að taka þátt. Því fleiri sem taka þátt því stærri verður upplifunin og því sterkari stöndum við gegn krabbameinum.

Aflaðu fjár

Starf Krabbameinsfélagsins byggist alfarið á styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Fagnaðu!

Á Styrkleikunum komum við saman, fögnum sigrunum, minnumst ástvina og sýnum stuðning í verki.

Styrktaraðilar

Eitt markmiða Styrkleikanna er að safna fé fyrir krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf fyrir þá sem þurfa stuðning. 

Reynslusögur

Frásagnir Íslendinga sem hafa tekið þátt erlendis.

Selfoss 2022: Svipmyndir

Nokkrar svipmyndir frá Styrkleikunum sem haldnir voru á Selfossi dagna 4. og 5. september 2022.