

Ævintýri, samstaða og samkennd
Ævintýri, samstaða og samkennd
Allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra með þátttöku í Styrkleikunum.


Ævintýri, samstaða og samkennd
Allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra með þátttöku í Styrkleikunum.

Verkmenntaskólinn á Akureyri og nemendafélagið Þórduna stóðu fyrir vel heppnuðum Styrkleikum þann 14. október síðastliðinn. Einstök stemning myndaðist þegar nemendur og kennarar tóku höndum saman og héldu boðhlaupskefli á hreyfingu í hálfan sólarhring.




Styrkleikarnir er fjölskylduvænn viðburður og býður upp á einstaka upplifun fyrir alla, óháð aldri. Þeir eru öllum opnir sem vilja sýna stuðning í verki fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.








