Styrkleikarnir

Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Þeir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. Sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn.

https://www.youtube.com/watch?v=i_Zvbf1J1EA

Þegar einstaklingur greinist með krabbamein hefur það áhrif á alla í kringum hann. Enginn tekst á við þennan sjúkdóm einn. Stórfjölskylda, vinir og vinnufélagar vilja allir sýna stuðning en oft er erfitt að vera til gagns. Styrkleikarnir gefa þessum einstaklingum tækifæri til þess að sýna stuðning í verki.

 • Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að vera með.
 • Staðsetning: Íþróttavöllurinn Engjavegi 50, Selfossi.

Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og börn skemmta sér konunglega. Sérstaklega velkomin eru fyrirtæki, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinna saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu (ganga, hlaupa, sitja í kerru o.s.frv.) með boðhlaupskefli allan sólarhringinn.  Þetta er ekki keppni heldur snýst viðburðurinn um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein. Styrkleikarnir eru haldnir til að sýna stuðning, safna fé til rannsókna á krabbameinum og til þess að veita krabbameinsgreindum ráðgjöf og þjónustu.

Fyrstu Styrkleikarnir á Íslandi verða haldnir á Selfossi frá hádegi 30. apríl til hádegis 1. maí árið 2022. 

Styrkleikarnir-startpakki-dagskra

Liðin og númer þeirra

 • Fólkið hennar Birnu # 1
 • Lindex-liðið # 2
 • Krabbameinsfélag Árnessýslu # 3
 • Fjallafjör # 4
 • Verkís # 5
 • Team Lille P # 6
 • Guffi gengur # 7
 • Gullmolar # 8
 • Jötunheimar # 9
 • Soroptomista-systur # 10
 • Kraftbrennzlan # 11
 • Liðið hennar Lillu # 12
 • Landsliðið # 13
 • Team Árborg # 14
 • Áfram Árborg # 15

Að styðja liðin

Þú getur stutt tiltekið lið með því að heimsækja söfnunarsíðu þess. Önnur mjög þægileg leið er að nota AUR-appið . Til þess að leggja inn á viðkomandi lið skaltu fylgja þessum leiðbeiningum:

 1. Slá inn upphæð og ýta á "Áfram"
 2. Skrifa í símanúmerasvæðið: @styrk
 3. Slá inn númer liðs sem verslað er við
 4. Ýta á "Greiða"

Hefjasnofnun-hnappur


Skráðu þig

Þegar þú skráir þig á Styrkleikana getur þú skráð lið, skráð þig í lið sem þegar er skráð eða tekið þátt á eigin forsendum.

Búðu til lið

Hvernig sem þú ákveður að taka þátt í Styrkleikunum, fáðu fjölskyldu og vini til þess að taka þátt. Því fleiri sem taka þátt því stærri verður upplifunin og því sterkari stöndum við gegn krabbameinum.

Aflaðu fjár

Starf Krabbameinsfélagsins byggist alfarið á styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Fagnaðu!

Á Styrkleikunum komum við saman, fögnum sigrunum, minnumst ástvina og sýnum stuðning í verki.

Styrktaraðilar

Eitt markmiða Styrkleikanna er að safna fé fyrir krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf fyrir þá sem þurfa stuðning. 

Reynslusögur

Frásagnir Íslendinga sem hafa tekið þátt erlendis.