Styrkleikarnir
Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Þeir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. Sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn.
https://www.youtube.com/watch?v=i_Zvbf1J1EA
Þegar einstaklingur greinist með krabbamein hefur það áhrif á alla í kringum hann. Enginn tekst á við þennan sjúkdóm einn. Stórfjölskylda, vinir og vinnufélagar vilja allir sýna stuðning en oft er erfitt að vera til gagns. Styrkleikarnir gefa þessum einstaklingum tækifæri til þess að sýna stuðning í verki.
- Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að vera með.
- Staðsetning: Íþróttavöllurinn Engjavegi 50, Selfossi.
Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og börn skemmta sér konunglega. Sérstaklega velkomin eru fyrirtæki, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinna saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu (ganga, hlaupa, sitja í kerru o.s.frv.) með boðhlaupskefli allan sólarhringinn. Þetta er ekki keppni heldur snýst viðburðurinn um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein. Styrkleikarnir eru haldnir til að sýna stuðning, safna fé til rannsókna á krabbameinum og til þess að veita krabbameinsgreindum ráðgjöf og þjónustu.
Fyrstu Styrkleikarnir á Íslandi verða haldnir á Selfossi frá hádegi 30. apríl til hádegis 1. maí árið 2022.
Liðin og númer þeirra
- Fólkið hennar Birnu # 1
- Lindex-liðið # 2
- Krabbameinsfélag Árnessýslu # 3
- Fjallafjör # 4
- Verkís # 5
- Team Lille P # 6
- Guffi gengur # 7
- Gullmolar # 8
- Jötunheimar # 9
- Soroptomista-systur # 10
- Kraftbrennzlan # 11
- Liðið hennar Lillu # 12
- Landsliðið # 13
- Team Árborg # 14
- Áfram Árborg # 15
Að styðja liðin
Þú getur stutt tiltekið lið með því að heimsækja söfnunarsíðu þess. Önnur mjög þægileg leið er að nota AUR-appið . Til þess að leggja inn á viðkomandi lið skaltu fylgja þessum leiðbeiningum:
- Slá inn upphæð og ýta á "Áfram"
- Skrifa í símanúmerasvæðið: @styrk
- Slá inn númer liðs sem verslað er við
- Ýta á "Greiða"