

Ævintýri, samstaða og samkennd
Ævintýri, samstaða og samkennd
Allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra með þátttöku í Styrkleikunum.
Ævintýri, samstaða og samkennd
Allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra með þátttöku í Styrkleikunum.
Þau Bjarni Ólafur, Helena og Berglind eiga það sameiginlegt að hafa öll viljað láta gott af sér leiða í nærsamfélagi sínu og styrkja um leið Krabbameinsfélagið. Þau eru nýjustu skipuleggjendur Styrkleikanna, Bjarni Ólafur í Vestmannaeyjum og Helena og Berglind á Húsavík. Við ræddum við þau um verkefnið, tenginguna við málstaðinn og fyrst og fremst, hvort þau mæli með því að aðrir feti í þeirra fótspor og skipuleggi Styrkleika í sínu nærsamfélagi.
Styrkleikarnir er fjölskylduvænn viðburður og býður upp á einstaka upplifun fyrir alla, óháð aldri. Þeir eru öllum opnir sem vilja sýna stuðning í verki fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.