Beint í efni

Að taka þátt í Styrk­leik­un­um - al­geng­ar spurn­ingar

Hér er að finna upplýsingar varðandi þátttöku í Styrkleikunum.

  • Nei, það kostar ekkert að taka þátt í Styrkleikunum. Viðburðurinn er opinn öllum, bæði þátttakendum og gestum fyrir sólarhringinn 

  • Þú byrjar á að fara inn  og búa þér til aðgang. Þegar þú ert komin(n) með aðgang getur þú skráð lið á Styrkleikana. Þú verður þá titlaður liðsins og hefur aðgang að því þegar liðsfélagar bætast í hópinn. 

  • Nei, hver og einn þátttakandi gengur eins og hann vill. Liðið sem viðkomandi er skráður í skiptir með sér sólarhringnum til þess að gæta þess að boðhlaupskeflið sé á hreyfingu allan tímann. Hins vegar er það ákvörðun hvers og eins hversu mikið eða lengi viðkomandi gengu/hleypur 

  • Já, öll börn eru velkomin á Styrkleikana og eitthvað verður um að vera fyrir alla yfir daginn og fram á kvöld. 

  • Ljósastundin er fastur dagsskrárliður á Styrkleikunum um allan heim. Hún er haldin þegar dimma tekur og kveikt er á kertum í ljósberum sem þátttakendur hafa keypt og skreytt yfir daginn. Í ljósastundinni leyfum við okkur að minnast þeirra sem við höfum misst og vera þakklát fyrir þá sem við höfum fengið að hafa hjá okkur. 

  • Í upplýsingatjaldinu eru ljósberarnir seldir en oft einnig er hægt að nálgast þá í matartjaldinu á viðburðinum. Í nágrenni við upplýsingatjaldið er svo aðstaða til þess að skreyta ljósberana. 

  • Já, bolir verða seldir með áletrun fyrir liðið áður en að viðburðinum kemur. Hægt er að kaupa boli hér. Einnig eru slíkar upplýsingar sendar á tölvupósti til allra liðsstjóra. Einnig er hægt að kaupa boli á staðnum en þá án áletrunar. 

  • Það er gott að vera með tjald fyrir liðið sem heimastöð á meðan Styrkleikunum stendur. Þar geta liðsfélagar geymt dót og annað á meðan viðburðinum stendur en einnig er hægt að nota tjaldið sem hópefli og samkomustað fyrir liðsfélaga og aðstandendur. Stórt samkomutjald verður á svæðinu þar sem öll lið fá aðstöðu.