Beint í efni

Að taka þátt í Styrk­leik­un­um - al­geng­ar spurn­ingar

Hér er að finna upplýsingar varðandi þátttöku í Styrkleikunum.

  • Nei, það kostar ekkert að taka þátt í Styrkleikunum. Viðburðurinn er opinn öllum, bæði þátttakendum og gestum yfir sólarhringinn.

  • Þú ferð inn á safna.krabb.is og stofnar lið. Þú verður þá skráður liðsstjóri og færð upplýsingar þegar liðsfélagar bætast í hópinn.

  • Nei, hver og einn þátttakandi gengur eins og hann treystir sér til. Þátttakendur skiptast á að sjá um að halda boðhlaupskeflingu á hreyfingu allan sólarhringinn.

  • Já, það eru allir velkomnir á Styrkleikana og það er eitthvað um að vera fyrir alla.

  • Ljósastund er fastur liður á Styrkleikunum, þegar dimma tekur. Þátttakendur og gestir koma saman og kveikja á kertum í kertapokum sem þau hafa skreytt yfir daginn. Á ljósastundinni leyfum við okkur að minnast þeirra sem við höfum misst og vera þakklát fyrir þá sem höfum fengið að hafa hjá okkur.

  • Ljósberarnir eru seldir í upplýsingatjaldi Krabbameinsfélagsins og þar er einnig aðstaða til að skeyra þá. Að því loknu er þeim skilað til sjálfboðaliða sem sjá um að kveikt verði á kerti í þeim á ljósastundinni.

  • Já, bolir merktir Styrkleikunum eru seldir bæði í vefverslun Krabbameinsfélagsins og á Styrkleikunum. Öllum liðum er frjálst að merkja bolina sínum liðum.

  • Á Styrkleikunum verður stórt tjald þar sem öll lið fá rými til að útbúa aðstöðu fyrir sitt fólk. Þar geta liðsfélagar geymt dót og annað á meðan Styrkleikarnir eru í gangi, en einnig nýtist það sem samkomustaður fyrir liðsfélaga og aðstandendur. Við hvetjum því liðin til að gera sitt svæði að sínu og skapa þannig skemmtilegan samverustað.