Viltu skipuleggja Styrkleikana?
Setninguna „Ég vildi bara að gæti gert eitthvað“ heyrum við hjá Krabbameinfélaginu oft þegar einhver sem stendur fólki nærri, greinist með krabbamein.
Styrkleikarnir eru frábær leið til að „gera eitthvað“, sýna stuðning og samkennd í verki. Þar vinna hópar saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í fyrirfram ákveðinn tíma, allt frá nokkrum klukkustundum og upp í sólarhring. Meðlimir hópanna skiptast á að ganga eða skokka, eitt eða í hópi, aðalmálið er að keflinu sé haldið gangandi. Það krefst þrautseigju að halda gönguna út, líkt og þegar fólk þarf að takast á við krabbamein.
Krabbamein stendur okkur öllum nærri og ganga með keflið gefur einstakt tækifæri til að hugsa til þeirra sem eru með krabbamein, aðstandenda þeirra og/eða minnast þeirra sem við höfum misst.
Hópefli
Styrkleikarnir eru líka frábært hópefli sem auðvelt er að tvinna alls kyns skemmtilegheit saman. Hver hópur getur haldið Styrkleika í sínu nærumhverfi. Þá er hægt að skipuleggja hvar sem er og sníða að hverjum hópi. Þó er æskilegt að öll geti tekið þátt án þess að gangan verður þeim of erfið.
Styrkleikarnir eru ekki keppni, heldur tækifæri til að sýna stuðning og styrk. Allir ganga með keflið á sínum hraða en í sameiningu heldur hópurinn keflinu á ferðinni allan tímann.
Stuðningur við skipuleggjendur
Krabbameinsfélagið styður við þau sem taka að sér að skipuleggja Styrkleika í sínu nærumhverfi og á þann grunnbúnað sem þarf. Gott er að hafa einn aðila sem er tengiliður við félagið.
Til að fá frekar upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á styrkleikarnir@krabb.is eða hafa samband í síma 540 1900