Styrkleikar í skólum
Núna býðst skólum að halda sína Styrkleika, þar sem markmiðið er að koma saman, sýna stuðning, heiðra og gleðja þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Styrkleikarnir sem eru haldnir í skólum eru styttri en sólahringsviðburður. Styrkleikarnir eru skipulagðir á skólalóðinni og skiptir ekki máli hvort að þeir séu haldnir innandyra eða úti. Það þarf að hafa í huga að allir nemendur hafi möguleika á að taka þátt óháð hreyfigetu. Styrkleikarnir eru ekki keppni, heldur fer hver á sínum hraða og í sameiningu sér hópurinn um að boðhlaupskeflið sé á ferðinni allan tímann.
Krabbameinsfélagið mun styðja við skipulag og framkvæmd Styrkleikana í skólum, en gott er að hafa einn aðila sem er tengiliður við félagið. Krabbameinsfélagið á búnað sem skólarnir geta fengið lánaðann og hefur útbúið kynningarefni sem hægt er að nota til að kynna Styrkleikadaginn fyrir foreldrum og nemendum.
Í aðdraganda eða í kjölfar Styrkleikanna stendur skólanum til boða að fá fræðslu frá Krabbameinsfélaginu. Fræðslan getur verið fyrir kennara og/eða nemendur en í samstarfi við starfsmenn Krabbameinsfélagsins er fundið hvaða áhersla hentar hverjum skóla best.
Allar frekari upplýsingar veitir Rakel Ýr Sigurðardóttir hjá Krabbameinsfélaginu, rakel@krabb.is