Anna Margrét Björnsdóttir 30. okt. 2023

Saga Katarzynu

Katarzyna Leszczyńska greindist árið 2022 með krabbamein í eggjastokkum sem var búið að dreifa sér til annarra líffæra. Fyrst leið henni eins og best væri að takast á við veikindin ein og óstudd, en eftir aðgerðina leitaði hún til Krabbameinsfélagsins eftir aðstoð og segist eilíflega þakklát fyrir allt fólkið sem vinnur þar.

Katarzyna Leszczyńska greindist árið 2022 með krabbamein í eggjastokkum sem var búið að dreifa sér til annarra líffæra. „Þegar ég fékk að vita að ég hefði greinst með krabbamein í eggjastokkum sem hafði dreift sér til annarra líffæra, þá hrundi líf mitt.“ Hennar fyrstu viðbrögð voru að vilja takast á við það ein og óstudd, en eftir aðgerðina tók hún ákvörðun um að sækja stuðning til Krabbameinsfélagsins.

Eftir aðgerðina fékk ég þær upplýsingar að ég gæti leitað til Krabbameinsfélagsins og fengið aðstoð á pólsku og ég er eilíflega þakklát fyrir allt fólkið sem vinnur þar.

Hjá Krabbameinsfélaginu er pólskur hópur sem hittist einu sinni til tvisvar í mánuði og segir Katarzyna jafningjastuðninginn vera mjög mikilvægan. Þar hittist fólk og ræði um vandamálin sín, upplifun sína, hvernig þeim líði og hvernig samfélagið taki þeim.

Fólk með krabbamein skilur aðra sem að eru með krabbamein betur en fjölskylda og vinir skilja, og það er mjög mikilvægt fyrir okkur.

Katarzyna fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni sinni, kunningjum og vinum en það kom henni í opna skjöldu hversu mikinn stuðning hún fékk einnig frá vinnufélögum sínum. Þessi stuðningur og samstaðan sem er fólgin í Bleiku slaufunni þýðir fyrir hana frelsi frá veikindunum.

Viðtalsupptaka Katarzynu Leszczyńska

https://youtu.be/borcmcgxfHA


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?