Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. jún. 2019

Tengsl milli mikillar líkamsfitu og illvígs krabbameins í blöðruhálskirtli

Ný íslensk rannsókn sem unnin er í samstarfi við Harvard háskóla sýnir fram á tengsl milli mikillar líkamsfitu og illvígs krabbameins í blöðruhálskirtli.

Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóðurinn gaf á síðasta ári út skýrslu þar sem fram kemur að offita (líkamsþyndarstuðull yfir 30) eykur líkur á ýmsum krabbameinum, þar á meðal langt gengnu krabbameini í blöðruhálskirtli.

Nýja íslenska rannsóknin var birt í tímaritinu Cancer og notar gögn frá Hjartavernd og gagnagrunni Krabbameinsfélagsins. New York Times gerði rannsóknina að umfjöllunarefni 17. júní síðastliðinn.

„Eftir okkar bestu vitund þá er þetta fyrsta rannsóknin sem skoðar á framsýnan hátt áhrif mikillar fitusöfnunar á mismunandi stöðum í líkamanum á krabbameinsáhættu í blöðruhálskirtli. Það sýnir sig að mikil kvið- og lærafita tengist illvígu krabbameini í blöðruhálskirtli,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, einn rannsakendanna og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.

Alls tóku rúmlega 1800 karlmenn þátt í rannsókninni Öldrunarrannsókn Hjartaverndar þar sem staðsetning líkamsfitu var mæld í líkamsskanna. Enginn þátttakenda var með krabbamein í blöðruhálskirtli við upphaf rannsóknarinnar. Þeim var svo fylgt eftir að meðaltali í 9 ár.

Eftir að tekið hafði verið tillit til annarra áhættuþátta þessa krabbameins kom í ljós að fyrir að fyrir hvert staðalfrávik umfram meðaltal í fitusöfnun á lærum og kviði jókst áhættan á langt gengnu meini í blöðruhálskirtili um 30%. Einnig voru karlmenn sem höfðu lægri líkamsþyngdarstuðul en mikla kviðfitu í meiri áhættu á að greinast með langt gengið mein og jafnframt á að látast vegna krabbameins í blöðruhálskirtli.

Jóhanna segir að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til þess að skoða þurfi nánar af hverju staðsetning líkamsfitu skipti máli í þessu tilliti og hvaða líffræðilegu ferlar (til dæmis áhrif frá hormónum) hafa þar áhrif; „Einnig sýna niðurstöðurnar fram á mikilvægi þess að stefna að hæfilegri líkamsþyngd alla ævi til dæmis með því að hreyfa sig reglulega og borða hollan og fjölbreyttan mat.“


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?