Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 16. jún. 2019

Kastað til bata í Laxá í Laxárdal

Hin árlega veiðiferð Kastað til bata var haldin norður í landi 7.-9. júní þegar 14 konur lögðu land undir fót og héldu í 2ja daga veiðiferð í Laxá í Laxárdal.

Markmiðið með veiðiferðinni er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál eftir meðferð við brjóstakrabbameini með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu - og veiða ef heppnin er með. Hreyfingin sem felst í kastinu er styrkjandi fyrir brjóstvöðva sem er afar gott eftir meðferð. Vanir fluguveiðimenn kenna þátttakendum að kasta flugu og tekið er mið af líkamlegri getu þátttakenda.

Árið 2019 fékk var farið í tíundu ferðina og Krabbameinsfélagið fékk í lið með sér starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis (KAON) þegar farið var á sama stað og þegar fyrsta ferðin var farin árið 2010 í Laxá í Laxárdal.

Styrktaraðilar eru verkefninu afar mikilvægir, en á meðal þeirra eru Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem leiðbeinir veiðikonunum með réttu handtökin og Veiðihornið sem útvegar vöðlur og flugur.

„Ferðin í ár sem haldin var í samstarfi við KAON (Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis) var vel heppnuð að vanda. Það er svo dásamlegt að sjá hvað konurnar eru fljótar að tengjast og deila sínum persónulegu sögum sem næra þær bæði á líkama og sál. Það gerast einhverjir töfrar í þessum dásamlegu aðstæðum,” segir Auður Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu; „Og þó umræðurnar snúist stundum um alvarleg málefni er hláturinn aldrei langt undan.“

Hægt verður að sækja um þátttöku í verkefninu fyrir árið 2020 í febrúar. Nánari upplýsingar verða veittar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, krabb.is.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?