Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 16. jún. 2019

Kastað til bata í Laxá í Laxárdal

Hin árlega veiðiferð Kastað til bata var haldin norður í landi 7.-9. júní þegar 14 konur lögðu land undir fót og héldu í 2ja daga veiðiferð í Laxá í Laxárdal.

Markmiðið með veiðiferðinni er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál eftir meðferð við brjóstakrabbameini með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu - og veiða ef heppnin er með. Hreyfingin sem felst í kastinu er styrkjandi fyrir brjóstvöðva sem er afar gott eftir meðferð. Vanir fluguveiðimenn kenna þátttakendum að kasta flugu og tekið er mið af líkamlegri getu þátttakenda.

Árið 2019 fékk var farið í tíundu ferðina og Krabbameinsfélagið fékk í lið með sér starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis (KAON) þegar farið var á sama stað og þegar fyrsta ferðin var farin árið 2010 í Laxá í Laxárdal.

Styrktaraðilar eru verkefninu afar mikilvægir, en á meðal þeirra eru Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem leiðbeinir veiðikonunum með réttu handtökin og Veiðihornið sem útvegar vöðlur og flugur.

„Ferðin í ár sem haldin var í samstarfi við KAON (Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis) var vel heppnuð að vanda. Það er svo dásamlegt að sjá hvað konurnar eru fljótar að tengjast og deila sínum persónulegu sögum sem næra þær bæði á líkama og sál. Það gerast einhverjir töfrar í þessum dásamlegu aðstæðum,” segir Auður Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu; „Og þó umræðurnar snúist stundum um alvarleg málefni er hláturinn aldrei langt undan.“

Hægt verður að sækja um þátttöku í verkefninu fyrir árið 2020 í febrúar. Nánari upplýsingar verða veittar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, krabb.is.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?