Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 16. jún. 2019

Kastað til bata í Laxá í Laxárdal

Hin árlega veiðiferð Kastað til bata var haldin norður í landi 7.-9. júní þegar 14 konur lögðu land undir fót og héldu í 2ja daga veiðiferð í Laxá í Laxárdal.

Markmiðið með veiðiferðinni er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál eftir meðferð við brjóstakrabbameini með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu - og veiða ef heppnin er með. Hreyfingin sem felst í kastinu er styrkjandi fyrir brjóstvöðva sem er afar gott eftir meðferð. Vanir fluguveiðimenn kenna þátttakendum að kasta flugu og tekið er mið af líkamlegri getu þátttakenda.

Árið 2019 fékk var farið í tíundu ferðina og Krabbameinsfélagið fékk í lið með sér starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis (KAON) þegar farið var á sama stað og þegar fyrsta ferðin var farin árið 2010 í Laxá í Laxárdal.

Styrktaraðilar eru verkefninu afar mikilvægir, en á meðal þeirra eru Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem leiðbeinir veiðikonunum með réttu handtökin og Veiðihornið sem útvegar vöðlur og flugur.

„Ferðin í ár sem haldin var í samstarfi við KAON (Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis) var vel heppnuð að vanda. Það er svo dásamlegt að sjá hvað konurnar eru fljótar að tengjast og deila sínum persónulegu sögum sem næra þær bæði á líkama og sál. Það gerast einhverjir töfrar í þessum dásamlegu aðstæðum,” segir Auður Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu; „Og þó umræðurnar snúist stundum um alvarleg málefni er hláturinn aldrei langt undan.“

Hægt verður að sækja um þátttöku í verkefninu fyrir árið 2020 í febrúar. Nánari upplýsingar verða veittar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, krabb.is.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?