Guðmundur Pálsson 21. maí 2021

Afmælis­ráðstefna: Krabba­mein á Íslandi árið 2021 - horft til framtíðar

70 ára afmælisráðstefna Krabbameinsfélags Íslands fer fram fimmtudaginn 26. ágúst kl. 16:30 - 20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Takið daginn frá!

Á ráðstefnunni verður fjallað um krabbamein á Íslandi í víðu samhengi, með hliðsjón af markmiðum Krabba­meinsfélagsins um að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda.

Til umfjöllunar verður meðal annars staða mála hér á landi, áskoranir og nýjar leiðir og reynsla sjúklinga af greiningu og meðferð.

Markmiðið með ráðstefnunni er að gefa góða yfirsýn yfir málaflokkinn, nú og til framtíðar en líka að leiða saman fólk sem tengist málefninu með einhverjum hætti og eiga góða stund saman.

Nánari dagskrá og verður auglýst þegar nær dregur.

Þátttaka er ókeypis. Léttar veitingar í boði.

Á ráðstefnunni gefst tækifæri til að kynna rannsóknir með vegg­spjöldum.

70ara-afmaelisradstefna


Fleiri nýjar fréttir

16. júl. 2021 : Ný dagdeild blóð- og krabbameinslækninga er nauðsyn!

Krabbameinsfélagið vill leggja sitt af mörkum til að skapa fyrsta flokks aðstöðu eins fljótt og auðið er. Félagið er tilbúið að leggja verulegt fjármagn til að bylta aðstöðu deildarinnar að því gefnu að stjórnvöld leggist á árar með félaginu og Landspítala.

Lesa meira

7. júl. 2021 : Hvetja alla til að nýta sér ráðgjöfina

„Við upplifðum þetta þannig að ráðgjafinn hefði gert hvað sem er".

Lesa meira
MAGNUS

2. júl. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Magnús Karl Magnússon

Magnús Karl Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, minnir á mikilvægi vísinda þegar kemur að krabbameinum. Meiri þekking, og fjárfesting í þekkingu, er forsenda þess að skilja krabbamein. 

Lesa meira

1. júl. 2021 : Sumaropnun Ráðgjafarþjónustunnar

Breyting á opnunartíma hjá Ráðgjafarþjónustunni í Reykjavík og á landsbyggðinni: Akureyri, Austurlandi, Selfossi og Suðurnesjum. Opið í allt sumar í Skógarhlíðinni!

Lesa meira
Ravi-1

1. júl. 2021 : Orðinn sérfræðingur í að matreiða íslenskan fisk

Ravi Dhawan hefur dvalið í Reykjavík í mánuð og stundað starfsnám hjá Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins. Hann er hæstánægður með reynsluna og ætlar að snúa aftur til Íslands með foreldrum sínum.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?