Ása Sigríður Þórisdóttir 25. ágú. 2021

Heilsamín vekur athygli

Heilsamín-pakkinn inniheldur ráðleggingar um lífsstíl sem minnkar líkur á krabbameinum auk þess að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Innpökkun ráðlegginganna í umbúðir er hugsuð sem leið til að vekja athygli á því hve mikið við getum gert fyrir heilsuna með hegðun okkar, þó það sé ekki á formi inntöku lyfs.

Ráðin í Heilsamín-pakkanum eru þessi:

  • Forðumst reyk og tóbak. Reykjum hvorki né notum tóbak, forðumst óbeinar reykingar.
  • Hreyfum okkur daglega. Hreyfum okkur í a.m.k. 30 mínútur á dag. Höldum kyrrsetu í lágmarki.
  • Forðumst áfengi. Allar gerðir áfengis eru krabbameinsvaldandi. Minna er betra ef við neytum þess á annað borð.
  • Hæfileg líkamsþyngd. Stefnum að hæfilegri líkamsþyngd og verum vakandi fyrir þyngdaraukningu.
  • Hugum að mataræðinu. Borðum vel af heilkornavörum, græmeti, ávöxtum og baunum. Takmörkum eða sleppum rauðu kjöti. Forðumst unnar kjötvörur og sykraða drykki.
  • Verndum húðina. Verndum húðina fyrir skaðlegum geislum sólar. Notum ekki ljósabekki.

Saman mynda þessi ráð öfluga vörn sem getur dregið úr líkum á krabbameinum um 30–50%.

Heilsamín er þróað út frá ráðum evrópsku krabbameinsfélaganna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að minnka líkur á krabbameinum.

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?