Ása Sigríður Þórisdóttir 25. ágú. 2021

Heilsamín vekur athygli

Heilsamín-pakkinn inniheldur ráðleggingar um lífsstíl sem minnkar líkur á krabbameinum auk þess að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Innpökkun ráðlegginganna í umbúðir er hugsuð sem leið til að vekja athygli á því hve mikið við getum gert fyrir heilsuna með hegðun okkar, þó það sé ekki á formi inntöku lyfs.

Ráðin í Heilsamín-pakkanum eru þessi:

  • Forðumst reyk og tóbak. Reykjum hvorki né notum tóbak, forðumst óbeinar reykingar.
  • Hreyfum okkur daglega. Hreyfum okkur í a.m.k. 30 mínútur á dag. Höldum kyrrsetu í lágmarki.
  • Forðumst áfengi. Allar gerðir áfengis eru krabbameinsvaldandi. Minna er betra ef við neytum þess á annað borð.
  • Hæfileg líkamsþyngd. Stefnum að hæfilegri líkamsþyngd og verum vakandi fyrir þyngdaraukningu.
  • Hugum að mataræðinu. Borðum vel af heilkornavörum, græmeti, ávöxtum og baunum. Takmörkum eða sleppum rauðu kjöti. Forðumst unnar kjötvörur og sykraða drykki.
  • Verndum húðina. Verndum húðina fyrir skaðlegum geislum sólar. Notum ekki ljósabekki.

Saman mynda þessi ráð öfluga vörn sem getur dregið úr líkum á krabbameinum um 30–50%.

Heilsamín er þróað út frá ráðum evrópsku krabbameinsfélaganna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að minnka líkur á krabbameinum.

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?