Björn Teitsson 31. ágú. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Einkennismerki Krabbameinsfélagsins

  • Einkennismerki

Gamla einkennismerki Krabbameinsfélagsins var fyrst hannað af Stefáni Jónssyni, arkitekt, um miðbik 20. aldar. Það var tvímælalaust eitt af andlitum félagsins og var einkennismerki félagsins allt til ársins 2020. 

Allt frá stofnun Krabbameinsfélags Reykjavíkur árið 1949 til ársins 2020 var notast við einkennismerki sem sýndi sverð í hönd að kljást við óvætt í formi höggorms - sem táknar vitaskuld óvininn sem er krabbamein. Á myndinni má sjá vinstra megin upphaflega merkið sem var hannað af Stefáni Jónssyni (1913-1989) sem var þekktastur sem arkitekt síðar meir. Merkið var hannað fyrir Krabbameinsfélag Reykjavíkur, sem var einmitt stofnað 1949 og fékk einkennismerkið ári síðar. Árið 1950 starfaði Stefán mestmegnis sem teiknari við ýmis verkefni. Hefur því verið fleygt fram að Stefán hafi teiknað svo til öll íslensk frímerki á árunum 1948 til 1958. Hann settist síðan aftur á skólabekk og lauk prófi í bygginarlist og varð lykilmaður í skipulagsmálum í Reykjavík þegar kom að skipulagningu Árbæjar, Breiðholts og Selás.

Hægra megin má svo sjá stílfærða útgáfu merkisins sem var unnin af Auglýsingastofu Kristínar, af okkar allra fremsta hönnuði á 20. öld, Kristínu Þorkelsdóttur (f. 1936). Hún er jafnframt höfundur margra íkonískra hluta, vörumerkja, einkennismerkja eða leturgerðar sem við höfum vanist í hinu daglega lífi. Má þar nefna umbúðirnar um smjör, mjólkurfernurnar, að ógleymdum öllum peningaseðlum sem gefnir hafa verið út eftir myntbreytingu 1980 - en þá hannaði hún í samstarfi við Stephen Fairbairn. Þess má til gamans geta að Kristín var handhafi heiðursverðlauna Hönnunarverðlaunanna árið 2020 og enn fremur er bók væntanleg um verk hennar eftir þær Bryndísi Björgvinsdóttur og Birnu Geirfinnsdóttur.

Einkennismerki þeirra Stefáns og Kristínar var svo sannarlega andlit félagsins um 69 ára skeið og eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?