Björn Teitsson 24. ágú. 2021

Stjórnmálaflokkar heimsóttu Krabbameinsfélagið

  • IMG_6869

Fulltrúar stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi þáðu boð Krabbameinsfélagsins um kynningarfund á helstu baráttumálum félagsins á komandi árum. Góður rómur var gerður að fundinum þar sem fjölmargir þingmenn hittust í fyrsta sinn eftir sólríkt sumarfrí.

Það var afar góð stemning hjá Krabbameinsfélaginu föstudaginn 13. ágúst. Fulltrúar íslenskra stjórnmálaflokka hittust þar og þáðu heimboð og kynningu á helstu baráttumálum Krabbameinsfélagsins fyrir komandi alþingiskosningar. Flestir gestir höfðu ekki átt mikil samskipti yfir sumarið á meðan Alþingismenn eru í sumarleyfi og má því lýsa andanum í salnum svipuðum og þegar börn mæta að nýju í skóla að hausti. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, hélt tölu og fór yfir ýmsa þætti tengda forvörnum gegn krabbameinum, nauðsyn þess að bæta aðstöðu og mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. 

IMG_6882


Með öldrun þjóðarinnar og bættri heilsu mun krabbameinstilfellum fjölga mikið í framtíðinni og með bættri greiningu og meðferð fjölgar mjög í hópi þeirra sem eru í eða hafa lokið krabbameinsmeðferð. Sá hópur mun þurfa aukna þjónustu. Málefni á við leghálsskimanir, brjóstaskimanir og ristilskimanir voru rædd og sömuleiðis eitt helsta baráttumál Krabbameinsfélagsins á næstu árum sem er að ný dagdeild fyrir krabbameinssjúklinga verði byggð og komið í gagnið fyrir 2024. 

IMG_6845

Góður rómur var gerður að fundinum og forvitnilegt að sjá hverjar stefnur stjórnmálaflokkanna verða í heilbrigðismálum og þá sérstaklega með tilliti til krabbameina.

IMG_6884

IMG_6862

Myndir: Sigurður Möller Sívertsen


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?