Björn Teitsson 24. ágú. 2021

Stjórnmálaflokkar heimsóttu Krabbameinsfélagið

  • IMG_6869

Fulltrúar stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi þáðu boð Krabbameinsfélagsins um kynningarfund á helstu baráttumálum félagsins á komandi árum. Góður rómur var gerður að fundinum þar sem fjölmargir þingmenn hittust í fyrsta sinn eftir sólríkt sumarfrí.

Það var afar góð stemning hjá Krabbameinsfélaginu föstudaginn 13. ágúst. Fulltrúar íslenskra stjórnmálaflokka hittust þar og þáðu heimboð og kynningu á helstu baráttumálum Krabbameinsfélagsins fyrir komandi alþingiskosningar. Flestir gestir höfðu ekki átt mikil samskipti yfir sumarið á meðan Alþingismenn eru í sumarleyfi og má því lýsa andanum í salnum svipuðum og þegar börn mæta að nýju í skóla að hausti. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, hélt tölu og fór yfir ýmsa þætti tengda forvörnum gegn krabbameinum, nauðsyn þess að bæta aðstöðu og mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. 

IMG_6882


Með öldrun þjóðarinnar og bættri heilsu mun krabbameinstilfellum fjölga mikið í framtíðinni og með bættri greiningu og meðferð fjölgar mjög í hópi þeirra sem eru í eða hafa lokið krabbameinsmeðferð. Sá hópur mun þurfa aukna þjónustu. Málefni á við leghálsskimanir, brjóstaskimanir og ristilskimanir voru rædd og sömuleiðis eitt helsta baráttumál Krabbameinsfélagsins á næstu árum sem er að ný dagdeild fyrir krabbameinssjúklinga verði byggð og komið í gagnið fyrir 2024. 

IMG_6845

Góður rómur var gerður að fundinum og forvitnilegt að sjá hverjar stefnur stjórnmálaflokkanna verða í heilbrigðismálum og þá sérstaklega með tilliti til krabbameina.

IMG_6884

IMG_6862

Myndir: Sigurður Möller Sívertsen


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?