Guðmundur Pálsson 6. ágú. 2021

Mara­þon 2021: „Ég hleyp af því ég get það”

Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni láta gott af sér leiða og safna fé til góðgerðarmála. Einkunarorð Krabba­meins­félags­ins í hlaupinu, „Ég hleyp af því ég get það”, eru fengin að láni frá Gunnari Ármanssyni sem safnaði fyrst áheitum fyrir félagið árið 2011.

Þá hljóp Gunnar fimm maraþonhlaup til að fagna því að fimm ár voru liðin frá því hann lauk krabbameinsmeðferð. Þessi einkunarorð hafa orðið mörgum hvatning til að hlaupa fyrir félagið með sömu tilfinningu í brjósti.

Hlaupið fyrir Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess

Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðs málefnis. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is og er hægt að velja á milli fjölmargra góðgerðarfélaga. Þeirra á meðal er Krabbameinsfélagið og nokkur aðildarfélög þess og eru hlauparar sem ekki hafa valið sér félag hvattir til að gera það sem fyrst. Í ljósi þess að hlaupinu hefur verið frestað til 18. september gefst enn betri tími til að safna áheitum og láta verulega gott af sér leiða.

„Hleyp til heiðurs pabba”

Meðal þeirra sem hleypur til styrktar Krabbameinsfélaginu í ár er Marinó Eggertsson sem heiðrar um leið minningu föður síns.

„Ég veit fyrir víst að pabbi væri fyrstur að mæta til þess að hvetja mig til dáða og er leitt að geta ekki haft hann hjá mér í þetta sinn. Ég hleyp því fyrir hann og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélag Íslands sem vinnur gríðarlega mikilvægt starf í baráttunni við krabbamein", segir Marinó sem hefur þegar safnað 175.000 kr.

Marino


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?