Guðmundur Pálsson 6. ágú. 2021

Mara­þon 2021: „Ég hleyp af því ég get það”

Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni láta gott af sér leiða og safna fé til góðgerðarmála. Einkunarorð Krabba­meins­félags­ins í hlaupinu, „Ég hleyp af því ég get það”, eru fengin að láni frá Gunnari Ármanssyni sem safnaði fyrst áheitum fyrir félagið árið 2011.

Þá hljóp Gunnar fimm maraþonhlaup til að fagna því að fimm ár voru liðin frá því hann lauk krabbameinsmeðferð. Þessi einkunarorð hafa orðið mörgum hvatning til að hlaupa fyrir félagið með sömu tilfinningu í brjósti.

Hlaupið fyrir Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess

Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðs málefnis. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is og er hægt að velja á milli fjölmargra góðgerðarfélaga. Þeirra á meðal er Krabbameinsfélagið og nokkur aðildarfélög þess og eru hlauparar sem ekki hafa valið sér félag hvattir til að gera það sem fyrst. Í ljósi þess að hlaupinu hefur verið frestað til 18. september gefst enn betri tími til að safna áheitum og láta verulega gott af sér leiða.

„Hleyp til heiðurs pabba”

Meðal þeirra sem hleypur til styrktar Krabbameinsfélaginu í ár er Marinó Eggertsson sem heiðrar um leið minningu föður síns.

„Ég veit fyrir víst að pabbi væri fyrstur að mæta til þess að hvetja mig til dáða og er leitt að geta ekki haft hann hjá mér í þetta sinn. Ég hleyp því fyrir hann og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélag Íslands sem vinnur gríðarlega mikilvægt starf í baráttunni við krabbamein", segir Marinó sem hefur þegar safnað 175.000 kr.

Marino


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?