Björn Teitsson 29. maí 2021

Skilvirkt kerfi legháls-og brjóstaskimana og upptaka ristilskimana strax

  • IMG-2334

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins 2021 samþykkti einróma ályktun um að bæta verði skilvirkni legháls- og brjóstaskimana undir eins. Sömuleiðis verður að taka upp lýðgrundaða skimun fyrir endaþarms- og ristilkrabbameinum eins og til hefur staðið síðan 2016.

Í byrjun árs 2019 ákvað heilbrigðisráðherra, m.a. á grundvelli álits skimunarráðs að færa skimanir fyrir krabbameinum til opinberra stofnana. Markmið ráðherra með breytingum var að ná enn betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi.

Til að hámarka árangur af skimunum þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Þetta kom m.a. fram í áliti skimunarráðs þegar tilkynnt var um breytingarnar.

Hálft ár er liðið frá því að skimanir færðust til opinberra stofnana. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var ekki fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna eru ekki nægjanlegar, skimunarskrá er ekki tilbúin og niðurstöður berast seint, svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að ferlið sé áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Svo virðist ekki vera nú og er þörf á skjótum viðbrögðum til að endurskapa traust til mikilvægrar þjónustu.

Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eins og stefnt hefur verið að frá aldamótum og af auknum þunga frá árinu 2016. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni, sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári.

Aðalfundurinn ítrekar áskorun sína til heilbrigðisráðherra frá aðalfundi félagsins í júní í fyrra, um að setja þegar í stað fram tímasetta og fjármagnaða áætlun um skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hér á landi. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum þar sem skimuninni hefur ekki verið komið á.

Aðalfundurinn lýsir einnig yfir áhyggjum af því hvernig til hefur tekist með flutning skimana til opinberra stofnana, sérstaklega leghálsskimana. Konur á Íslandi hafa í áratugi þegið boð í skimanir fyrir krabbameinum, sem hefur dregið úr dánartíðni af völdum þeirra. Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands skorar á heilbrigðisyfirvöld að upplýsa almenning um hvenær og hvernig fyrirkomulagi skimana verði komið í gott horf. Fundurinn hvetur jafnframt konur til að standa áfram vörð um heilsu sína og mæta í skimun.

Skimun skiptir máli.


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?