Björn Teitsson 29. maí 2021

Skilvirkt kerfi legháls-og brjóstaskimana og upptaka ristilskimana strax

  • IMG-2334

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins 2021 samþykkti einróma ályktun um að bæta verði skilvirkni legháls- og brjóstaskimana undir eins. Sömuleiðis verður að taka upp lýðgrundaða skimun fyrir endaþarms- og ristilkrabbameinum eins og til hefur staðið síðan 2016.

Í byrjun árs 2019 ákvað heilbrigðisráðherra, m.a. á grundvelli álits skimunarráðs að færa skimanir fyrir krabbameinum til opinberra stofnana. Markmið ráðherra með breytingum var að ná enn betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi.

Til að hámarka árangur af skimunum þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Þetta kom m.a. fram í áliti skimunarráðs þegar tilkynnt var um breytingarnar.

Hálft ár er liðið frá því að skimanir færðust til opinberra stofnana. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var ekki fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna eru ekki nægjanlegar, skimunarskrá er ekki tilbúin og niðurstöður berast seint, svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að ferlið sé áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Svo virðist ekki vera nú og er þörf á skjótum viðbrögðum til að endurskapa traust til mikilvægrar þjónustu.

Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eins og stefnt hefur verið að frá aldamótum og af auknum þunga frá árinu 2016. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni, sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári.

Aðalfundurinn ítrekar áskorun sína til heilbrigðisráðherra frá aðalfundi félagsins í júní í fyrra, um að setja þegar í stað fram tímasetta og fjármagnaða áætlun um skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hér á landi. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum þar sem skimuninni hefur ekki verið komið á.

Aðalfundurinn lýsir einnig yfir áhyggjum af því hvernig til hefur tekist með flutning skimana til opinberra stofnana, sérstaklega leghálsskimana. Konur á Íslandi hafa í áratugi þegið boð í skimanir fyrir krabbameinum, sem hefur dregið úr dánartíðni af völdum þeirra. Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands skorar á heilbrigðisyfirvöld að upplýsa almenning um hvenær og hvernig fyrirkomulagi skimana verði komið í gott horf. Fundurinn hvetur jafnframt konur til að standa áfram vörð um heilsu sína og mæta í skimun.

Skimun skiptir máli.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?