Björn Teitsson 11. maí 2021

„Útsýnið úr íbúðinni hans pabba í Nuuk. Þarna vildi hann vera.“

  • Nuuk_petur

Pétur Haukur Guðmundsson lést í Nuuk, höfuðborg Grænlands, þann 8. september 2020. Hann ákvað að ánafna Krabbameinsfélaginu veglegan styrk. Það er stuðningur sem skiptir miklu máli. 

Þessi skilaboð og ljósmynd fengum við frá Ásdísi Elvu Pétursdóttur, sem minnist föðurs síns, Péturs Hauks Guðmundssonar, ásamt systur sinni Árdísi Ösp.


Pétur lést 8. september síðastliðinn í Grænlandi þar sem hann hafði búið um árabil. Hann starfaði ötullega að uppbyggingu bæjarfélaganna Tassilak, Assiat og Nanortalik og varði síðustu árum sínum í höfuðborginni Nuuk. Pétur ákvað að styðja við Krabbameinsfélag Íslands með erfðagjöf sem kemur að góðum notum.


Með þessum styrk barst Krabbameinsfélaginu kveðja frá þeim Ásdísi og Árdísi:
„Takk fyrir að vera til staðar þegar okkur vantaði upplýsingar. Það var mikill stuðningur. Það er í raun ekki hægt að útskýra hvers virði það er að upplifa að fólk sé boðið og búið að hjálpa á svona erfiðum tímamótum.“


Minning Péturs Hauks Guðmundssonar mun lifa áfram um ókomna tíð. Starfsemi félagsins, ráðgjöf, fræðsla, forvarnir, rannsóknir og skráning krabbameina er aðeins möguleg með stuðningi almennings og fyrirtækja.


Kærar þakkir, Pétur.

May be an image of sky, coast, nature and twilight

Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?