„Útsýnið úr íbúðinni hans pabba í Nuuk. Þarna vildi hann vera.“
Pétur Haukur Guðmundsson lést í Nuuk, höfuðborg Grænlands, þann 8. september 2020. Hann ákvað að ánafna Krabbameinsfélaginu veglegan styrk. Það er stuðningur sem skiptir miklu máli.
Þessi skilaboð og ljósmynd fengum við frá Ásdísi Elvu Pétursdóttur, sem minnist föðurs síns, Péturs Hauks Guðmundssonar, ásamt systur sinni Árdísi Ösp.
Pétur lést 8. september síðastliðinn í Grænlandi þar sem hann hafði búið um árabil. Hann starfaði ötullega að uppbyggingu bæjarfélaganna Tassilak, Assiat og Nanortalik og varði síðustu árum sínum í höfuðborginni Nuuk. Pétur ákvað að styðja við Krabbameinsfélag Íslands með erfðagjöf sem kemur að góðum notum.
Með þessum styrk barst Krabbameinsfélaginu kveðja frá þeim Ásdísi og Árdísi:
„Takk fyrir að vera til staðar þegar okkur vantaði upplýsingar. Það var mikill stuðningur. Það er í raun ekki hægt að útskýra hvers virði það er að upplifa að fólk sé boðið og búið að hjálpa á svona erfiðum tímamótum.“
Minning Péturs Hauks Guðmundssonar mun lifa áfram um ókomna tíð. Starfsemi félagsins, ráðgjöf, fræðsla, forvarnir, rannsóknir og skráning krabbameina er aðeins möguleg með stuðningi almennings og fyrirtækja.
Kærar þakkir, Pétur.
