Björn Teitsson 11. maí 2021

„Útsýnið úr íbúðinni hans pabba í Nuuk. Þarna vildi hann vera.“

  • Nuuk_petur

Pétur Haukur Guðmundsson lést í Nuuk, höfuðborg Grænlands, þann 8. september 2020. Hann ákvað að ánafna Krabbameinsfélaginu veglegan styrk. Það er stuðningur sem skiptir miklu máli. 

Þessi skilaboð og ljósmynd fengum við frá Ásdísi Elvu Pétursdóttur, sem minnist föðurs síns, Péturs Hauks Guðmundssonar, ásamt systur sinni Árdísi Ösp.


Pétur lést 8. september síðastliðinn í Grænlandi þar sem hann hafði búið um árabil. Hann starfaði ötullega að uppbyggingu bæjarfélaganna Tassilak, Assiat og Nanortalik og varði síðustu árum sínum í höfuðborginni Nuuk. Pétur ákvað að styðja við Krabbameinsfélag Íslands með erfðagjöf sem kemur að góðum notum.


Með þessum styrk barst Krabbameinsfélaginu kveðja frá þeim Ásdísi og Árdísi:
„Takk fyrir að vera til staðar þegar okkur vantaði upplýsingar. Það var mikill stuðningur. Það er í raun ekki hægt að útskýra hvers virði það er að upplifa að fólk sé boðið og búið að hjálpa á svona erfiðum tímamótum.“


Minning Péturs Hauks Guðmundssonar mun lifa áfram um ókomna tíð. Starfsemi félagsins, ráðgjöf, fræðsla, forvarnir, rannsóknir og skráning krabbameina er aðeins möguleg með stuðningi almennings og fyrirtækja.


Kærar þakkir, Pétur.

May be an image of sky, coast, nature and twilight

Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?