Björn Teitsson 19. maí 2021

Fjölsmiðjan fær tölvur frá Krabbameinsfélaginu

  • Fjolsmidjan

Krabbameinsfélagið gat losað sig við nokkuð magn af borðtölvum og vaknaði sú hugmynd að þær gætu komið að gagni annars staðar. Fjölsmiðjan, framleiðslu-og fræðslusetur fyrir ungt fólk, ætlar að sjá til þess að svo verði.

Þeir Ásbjörn Torfason og Helgi Snær Ólason frá Fjölsmiðjunni voru hæstánægðir með tölvugjöfina. Um er að ræða 15 borðtölvur frá Dell sem eru vel til þess fallnar að vera notaðar við nám og störf. Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að félagslegum úrræðum fyrir unglinga og ungt fólk. Þar hefur farið fram magnað frumkvöðlastarf við menntun og starfsþjálfun yngra fólks, þar eru búin til verðmæt tengsl við atvinnulífið, framhaldsskóla og aðrar menntastofnanir sem reynast skjólstæðingum og starfsfólki vel út lífið. Krabbameinsfélagið vonar innilega að tölvugjöfin komi að góðum notum. 




Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?