Björn Teitsson 5. maí 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Sigurður Yngvi Kristinsson

  • Screen-Shot-2021-05-05-at-10.14.07

Sigurður Yngvi Kristinsson er prófessor í blóðsjúkdómum við Háskóla Íslands. Hann hefur leitt rannsóknarverkefnið Blóðskimun til bjargar - sem hefur átt samastað í húsakynnum Krabbameinsfélagsins og fengið dyggilegan stuðning úr Vísindasjóði félagsins. 

Krabbameinsfélaginu er hjartans mál að styðja frumkvöðlastarf sem getur bjargað mannslífum. Sigurður Yngi Kristinsson er prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann minnir okkur á að þótt manneskja greinist með krabbamein, er hún enn sama manneskjan – sjúkdómar eiga ekki að skilgreina okkur, við erum enn sama fólkið og áður.

Sigurður hefur leitt rannsóknarverkefnið Blóðskimun til bjargar sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Landspítalans og Krabbameinsfélagsins. Þar er skimað fyrir forstigum mergæxlis, sem er í dag ólæknandi sjúkdómur. Rannsóknin er einstök á heimsvísu og þá ekki síst vegna þátttöku almennings sem hefur farið fram úr björtustu vonum. Blóðskimun til bjargar á sér samastað hjá Krabbameinsfélaginu, sem hefur einnig lagt til ríflega styrki til rannsóknarinnar. Allt þetta hefur verið mögulegt með frjálsum framlögum, stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum til Krabbameinsfélagsins.

Sigurður Yngvi Kristinsson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

https://www.youtube.com/watch?v=7eTZP9jhjVU


Fleiri nýjar fréttir

Vigdis

21. jún. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Vigdís Finnbogadóttir

Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari Krabbameinsfélags Íslands og er að sjálfsögðu eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmælinu. Hér er Vigdís ásamt Þorvaldi bróður sínum á táningsaldri. 

Lesa meira

18. jún. 2021 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 312 talsins að verðmæti um 53,5 milljónir króna.

Lesa meira
Hrafn_tulinius

16. jún. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Hrafn Tulinius

Hrafn Tulinius var yfirlæknir Krabbameinsskráarinnar frá 1975 til 2001. Á þeim tíma urðu miklar framfarir í íslenskum krabbameinsrannsóknum og faraldsfræðum. Hrafn kom með alþjóðlega strauma í starfið en hann og fjölskylda hans hafa haldið nánum tengslum við Frakkland. 

Lesa meira

11. jún. 2021 : Athugasemdir og leiðréttingar Krabbameinsfélags Íslands

Við skýrslu heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, samkvæmt beiðni. Í skýrslunni kemur glöggt fram hve ábótavant undirbúningi flutnings leghálsskimana frá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands var.

Lesa meira
SIGRIDUR_1623407756714

11. jún. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Sigríður Thorlacius

Sigríður Thorlacius, ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, hefur misst tvær systir sínar vegna krabbameina. Þær fengu báðar heilaæxli. Sem hluta bataferlis, gerðist Sigríður síðan Velunnari Krabbameinsfélagsins, til að styðja við rannsóknir, fræðslu og ráðgjöf vegna krabbameina. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?