Björn Teitsson 27. maí 2021

Mataræði skiptir máli - Afrískur tagine-réttur frá bæjarstjóranum

  • 190447958_466761134391749_5058383126211638449_n

Lambatagine er í miklu uppáhaldi hjá Ásthildi Sturludóttur og fjölskyldu hennar. Hún hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá frænku sinni sem býr í Frakklandi, en þangað kom rétturinn upphaflega frá Norður-Afríku.

Ásthildur Sturludóttir er bæjarstjóri Akureyrarbæjar og einnig mikill matgæðingur. Hún hefur gaman að því að borða góðan mat en ekki síður hefur hún gaman að því að elda hann sjálf. Foreldrar hennar eru bæði alin upp á landsbyggðinni þar sem áhersla var lögð á að nýta það sem til var í búrinu og bera virðingu fyrir þeim hráefnum sem landið hefur upp á að bjóða. Þess má til gamans geta að móðirsystir Ásthildar, Sigríður Gunnarsdóttir, hefur einnig látið okkur uppskrift í té - en Sigríður hefur haft mikil áhrif á systkinabörn í sinni fjölskyldu sem hafa öðlast afar franska bragðlauka og franska eldhústakta eftir góðar ábendingar frá henni. 

Lamba tagine með apríkósum og sveskjum

2-3 msk ólífuolía

2 msk möndlur (án hýðis)

2 rauðir lauka, hakkaðir

3 hvítlauksgeirar

Engifer, eins og þumall að stærð, afhýddur og rifinn.

Saffran

2 kanilstangir

2 tsk kóríander fræ, steytt

500 gr lambagúllas

12 sveskjur, settar í vatn í klukkutíma.

6 apríkósur (má vera meira), settar í vatn í klukkutíma.

3-4 lengjur af appelsínuberki, skornar í lengur

2 msk hunang

Vatn

Búnt af kóríander, saxað

Settu nú olíu í þykkbotna pott og skelltu möndlunum út og steiktu þar til þær eru orðar létt gylltar. Bættu svo við lauknum og hvítlauknum og steiktu þar til þeir eru orðnir sveittir. Bættu svo við engifer, saffraninu, kanilstöngunum og koríanderfræjunum. Bættu svo við lambinu og steiktu þetta í ca. 2 mínútur. Nú máttu hella vatni yfir kjötið, nógu miklu þannig að það fljóti yfir og náðu upp suðu. Láttu sjóða í ca klst. Nú máttu bæta ávöxtunum og appelsínuberki og sjóða áfram í ca kortér. Passaðu að hafa nægt vatn en ekki of mikið. Þegar allt er orðið passlega þykkt má dreifa yfir söxuðu kóríander eða öðrum ferskum kryddjurtum sem eru við hendina. Berðu svo fram strax með pítu brauði og kúskús og granateplasósu.

Granateplasósa (best að gera fyrst)

500 gr af grískri jógúrt

1 stór shallot laukur

1 bolli af granateplafræjum

1 agúrka, kjarnhreinsuð og smátt söxuð

1 bollti pistasíuhnetur, hakkaðar

Eitt búnt af mintu (blöðin plokkuð af og hökkuð gróflega)

Olía

Blandið öllu saman og kælið í klst. 

190447958_466761134391749_5058383126211638449_n

Bon appetit! Þessi réttur er sérstaklega góður til að hafa um helgar þegar tíminn er nægur til að láta hann malla á eldavélinni á meðan fjölskyldunni, og helst gestum, er sinnt. Svo eru afgangarnir jafn góðir ef ekki betri daginn eftir! 

AsthildurÁsthildur Sturludóttir hefur verið bæjarstjóri á Akureyri frá árinu 2018.


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?