Björn Teitsson 10. maí 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Þorvarður Örnólfsson

  • Thorvardur-Ornolfsson

Þorvarður Örnólfsson var brautryðjandi í tóbaksvarnarstarfi á Íslandi. Hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur og gegndi því starfi í rúma tvo áratugi. Þorvarður er eitt 70 andlita Krabbameinsfélagsins.

Í allmörg ár þrammaði Þorvarður Örnólfsson lögfræðingur og kennari einn síns liðs um landið dragandi á eftir sér níðþunga kvikmyndavél og hafði með í farteskinu eftirminnilegar myndir um lungnauppskurði sem fljótlega urðu landsfrægar. Þorvarður átti sjálfur frumkvæði að því að Krabbameinsfélag Reykjavíkur réði hann í vinnu til að sinna þessu mikilvæga verkefni.


Þegar Þorvarður hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu reykti ríflega helmingur unglinga sem brautskráðust úr grunnskóla og fjórir af tíu reyktu daglega. Ekki var óalgengt að tólf ára börn væru byrjuð að reykja. Með tímanum byggði Þorvarður upp tóbaksvarnadeild Krabbameinsfélagsins, fulltrúar þeirrar deildar heimsóttu flesta nemendur í efstu bekkjum grunnskóla árlega með tveggja tíma fræðsludagskrá auk þess að halda námskeið fyrir follorðna sem vildu hætta að reykja.


Starfið skilaði árangri. Reykingar unglinga minnkuðu jafnt og þétt og margir áfangasigrar náðust. Í dag mælast vart reykingar meðal grunnskólanema, þetta tókst okkur!
Þetta frumkvöðlastarf Krabbameinsfélags Reykjavíkur undir stjórn Þorvarðar er meðal mestu afreka fyrirbyggjandi heilsuverndar á Íslandi. Hlaut hann viðurkenningu heilbrigðisþings 2003 og viðurkenningu Lýðheilsustöðvar 2008 fyrir framlag sitt til tóbaksvarna.


Þorvarður Örnólfsson (1927-2013) er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Thorvardur-Ornolfsson


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?