Björn Teitsson 10. maí 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Þorvarður Örnólfsson

  • Thorvardur-Ornolfsson

Þorvarður Örnólfsson var brautryðjandi í tóbaksvarnarstarfi á Íslandi. Hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur og gegndi því starfi í rúma tvo áratugi. Þorvarður er eitt 70 andlita Krabbameinsfélagsins.

Í allmörg ár þrammaði Þorvarður Örnólfsson lögfræðingur og kennari einn síns liðs um landið dragandi á eftir sér níðþunga kvikmyndavél og hafði með í farteskinu eftirminnilegar myndir um lungnauppskurði sem fljótlega urðu landsfrægar. Þorvarður átti sjálfur frumkvæði að því að Krabbameinsfélag Reykjavíkur réði hann í vinnu til að sinna þessu mikilvæga verkefni.


Þegar Þorvarður hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu reykti ríflega helmingur unglinga sem brautskráðust úr grunnskóla og fjórir af tíu reyktu daglega. Ekki var óalgengt að tólf ára börn væru byrjuð að reykja. Með tímanum byggði Þorvarður upp tóbaksvarnadeild Krabbameinsfélagsins, fulltrúar þeirrar deildar heimsóttu flesta nemendur í efstu bekkjum grunnskóla árlega með tveggja tíma fræðsludagskrá auk þess að halda námskeið fyrir follorðna sem vildu hætta að reykja.


Starfið skilaði árangri. Reykingar unglinga minnkuðu jafnt og þétt og margir áfangasigrar náðust. Í dag mælast vart reykingar meðal grunnskólanema, þetta tókst okkur!
Þetta frumkvöðlastarf Krabbameinsfélags Reykjavíkur undir stjórn Þorvarðar er meðal mestu afreka fyrirbyggjandi heilsuverndar á Íslandi. Hlaut hann viðurkenningu heilbrigðisþings 2003 og viðurkenningu Lýðheilsustöðvar 2008 fyrir framlag sitt til tóbaksvarna.


Þorvarður Örnólfsson (1927-2013) er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Thorvardur-Ornolfsson


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?