Björn Teitsson 28. maí 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Halldóra Thoroddsen

  • Halldora

Halldóra Thoroddsen varði rúmlega 40 árum ævi sinnar í þjónustu við Krabbameinsfélag Íslands, lengst af sem framkvæmdastjóri. Hún er eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmæli þess 2021. 

Þau eru fá andlitin sem eru jafn samofin sögu Krabbameinsfélags Íslands og andlit Halldóru Thoroddsen (1927-2014). Halldóra, eða Haddý eins og hún var kölluð af vinum og vandamönnum, varð fyrsti starfsmaður félagsins árið 1954 og átti hún eftir að starfa fyrir félagið í meira en 40 ár, lengst af sem framkvæmdastjóri en einnig yfirgjaldkeri, sem ritari og sem helsta driffjöður Krabbameinsskráarinnar sem var og er ein fremsta sinnar tegundar í heiminum.

Halldora

Halldóra var alin upp í sveit eins og svo margir Íslendingar sem byggðu upp það farsæla velferðarsamfélag sem við búum við í dag. Hún fluttist á mölina 16 ára að aldri rétt fyrir stríðslok en hún þangað flutti hún af miklu menningarheimili í Vatnsdal við Patreksfjörð. Hún stundaði skrifstofustörf í Reykjavík og nam tungumál í Noregi og Bandaríkjunum áður en hún gerðist starfsmaður Krabbameinsfélagsins, hvar hún varð ómissandi hornsteinn uppbyggingar félagsins.

Halldóra var mikil félagsmanneskja, hrein og bein í samskiptum, brosmild og hjartahlý. Söngelsk var hún með eindæmum, lífsglöð og mikill vinur vina sinna. Hún stundaði badminton á yngri árum og varð Íslandsmeistari í greininni, síðar tóku skíðin við og ávallt var hún mikil hestamanneskja. Útivistin var henni ástríða en ekki síður menningarlífið á Íslandi sem hún sá vaxa og dafna og komast í fremstu röð. Leikhúsin, myndlistarsýningar og tónleikar voru henni afar kær alla tíð.

Halldóra Thoroddsen er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?