Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 19. feb. 2016

Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær?

Höfundur: Lára G. Sigurðardóttir. Spyrjandi: Jóhanna Petra Úlfsddóttir

Rafretta er rafhlöðuknúið úðatæki sem líkir eftir sígarettureykingum. Hún er í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvahylki og skammtahólfi. Vökvinn samanstendur af própýlen glýkóli og/eða glýseróli (sem eru þekkt aukaefni í matvörum) og bragðefnum, með eða án nikótíns sem hægt er að fá allt frá mjög veikum styrk upp í mjög háan (24-36 mg/ml). Í vökvunum hafa leynst skaðleg efni.

Ólíkt sígarettum þá verður enginn bruni þegar efnunum í rafrettu er andað að sér og þess vegna er venjulega talað um innöndunarefnin sem gufu en ekki reyk. Enskumælandi notendur reykja ekki rafrettur heldur nota sögnina „to vape“ dregið af orðinu vapour.

Þegar munnstykkið er sogið kviknar á hitaranum, sem leysir vökvann upp í örsmáar agnir (gufu) sem neytandinn sogar niður í lungun[2]. Ólíkt sígarettum þá verður enginn bruni þegar efnunum er andað að sér og þess vegna er venjulega talað um innöndunarefnin sem gufu en ekki reyk. Flestar rafrettur eru fjölnota og þá er fyllt á vökvahylkið en einnig hafa verið á markaðinum einnota rafrettur. Þar sem rafrettan líkir eftir sígarettureykingum telja sumir að þær séu líklegri en önnur nikótínlyf á markaðinum til að hjálpa reykingamönnum að hætta að reykja. Enn sem komið er hafa rannsóknir ekki stutt þá tilgátu og er árangurinn svipaður og með því að nota önnur nikótínlyf[3][4][5].

Fyrstu rafretturnar komu á markað í Kína árið 2004 en þær voru fundnar upp ári áður af kínverska lyfjafræðingnum Hon Lik. Hon Lik keðjureykti en í viðleitni sinni til að hætta að reykja eftir að faðir hans dó úr reykingatengdu lungnakrabbameini, fékk hann hugmynd um hvernig hægt væri að einangra nikótín frá þeim sjötíu krabbameinsvaldandi efnum sem finnast í sígarettureyk[6]. Þrátt fyrir að rafretturnar eigi að vera lausar við krabbameinsvaldandi efni þá hafa þau fundist í rafrettuvökvanum[7][8].Á markaðinum eru nú á fimmta hundrað mismunandi tegundir af rafrettum og tæplega átta þúsund bragðtegundir[9].

Greinin birtist á Vísindavefnum 18. febrúar 2016.

Tilvísanir:

  1. WHO, 2014. Electronic nicotine delivery systems. Conference of the Parties to the WHO Framework Convention on Tobacco Control. FCTC/COP/6/10 Rev.1.
  2. Hans Jakob Beck, 2015. Breytt vígstaða í stríðinu við reykingar. Lækanablaðið, 1 tbl. 101. árg.
  3. Bullen, C. o.fl. 2013. Electronic cigarettes for smoking cessation: a randomised controlled trial. The Lancet, 382(9905): 1629–37.
  4. Harrell PT. o.fl. 2014. Electronic nicotine delivery systems ("e-cigarettes"): review of safety and smoking cessation efficacy. Otolaryngology - Head and Neck Surgery.151(3):381-93.
  5. Grana, R. o.fl. 2014. Contemporary Reviews in Cardiovascular Medicine . Circulation, 129: 1972-86.
  6. Hon Lik - Wikipedia, the free encyclopedia.
  7. Jensen, RP. o.fl. 2015. Hidden Formaldehyde in E-Cigarette Aerosols. The New England Journal of Medicine, 372:392-394
  8. Cheng, T. 2014. Chemical evaluation of electronic cigarettes. Tobacco Control, 23:ii11-ii17.
  9. Zhu SH. o.fl. 2014. Four hundred and sixty brands of e-cigarettes and counting: implications for product regulation. Tobacco Control, 23:iii3-iii9.

Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?