Jóhanna Eyrún Torfadóttir 28. des. 2018

Bréf til kvenna um skimanir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagins

Í desember ár hvert fá konur sem verða 23 ára á komandi ári kynningarbréf frá Leitarstöðinni þar sem kynnt er fyrir þeim að skipuleg skimun fyrir leghálskrabbameini hefjist við 23 ára aldur. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23 ára til 65 ára regluleg skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti.

Á sama tíma eru einnig send kynningarbréf til allra kvenna sem verða 40 ára á komandi ári og þeim kynnt fyrirkomulag skipulegrar skimunar fyrir brjóstakrabbameini sem hefst við 40 ára aldur. Konum á Íslandi býðst regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti til 69 ára aldurs.

English below.

Nú er búið að endurskoða kynningar- og boðunarbréfin með tilliti til nýjustu þekkingar og eru bréfin nú nokkuð lengri og með mun ítarlegri upplýsingum en áður hefur verið. Þá hefur einnig verið gerð sú breyting að nú munu bréfin berast í gluggaumslögum.

Litirnir í glugganum gefa til kynna mismunandi innihald bréfanna:

  • Gult bréf er kynningarbréf um skipulega skimun fyrir brjóstakrabbameini, sent til 39 ára kvenna
  • Blátt bréf er boðsbréf sem segir að tími sé kominn á brjóstamyndatöku, sent á tveggja ára fresti
  • Grænt bréf er kynningarbréf um skipulega skimun fyrir leghálskrabbameini, sent til 22 ára kvenna
  • Bleikt bréf er boðsbréf sem segir að tími sé kominn á leghálsskimun, sent á þriggja ára fresti

Hægt er að rifja upp hvenær boð hafa verið send út um komu í skimun á „Mínum síðum“ á island.is .

Einnig er unnið að því að bréfin verði send rafrænt í persónuleg pósthólf hverrar og einnar konu á island.is.

Komugjöld fyrir skimun fyrir krabbameinum eru ákveðin með reglugerð frá velferðarráðuneyti . Gjaldið er nú kr. 4.700 og kr. 2.400 fyrir aldraða og öryrkja.

Krabbameinsfélagið hefur nú sett af stað tilraunaverkefni sem felst í að bjóða þeim konum sem verða 23 ára og 40 ára á árinu 2019  gjaldfrjálsa skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstakrabbameini á vegum Leitarstöðvarinnar.

Félagið hefur lagt til við stjórnvöld að gera skimun fyrir krabbameinum gjaldfrjálsa eins og víða er og leggur nú í ofangreint  til að kanna hvort gjaldfrjáls skimun auki þátttöku kvenna í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Þar sem um tilraunaverkefni er að ræða nær það einungis til tveggja árganga kvenna, sem mæta í fyrstu skimun fyrir krabbameinum, á árinu 2019.

Með reglubundinni skimun fyrir krabbameinum er hægt að koma í veg fyrir leghálskrabbamein og greina krabbamein í brjóstum á byrjunarstigi. Mikilvægt er að panta tíma sem fyrst þegar boð kemur frá Leitarstöðinni.

Rétt er að taka fram að skimunin er ætluð einkennalausum konum. Ef konur eru með einkenni frá kvenlíffærum svo sem óeðlilegar blæðingar eða þykkildi eða hnúta í brjósti, er mælt með því að þær hafi samband við heimilislækni eða kvensjúkdómalækni.

Viltu vita meira?

Nánari upplýsingar, meðal annars um ávinning og áhættu skimunar sem og framkvæmd skoðunarinnar má finna á vefsíðu Krabbameinsfélags Íslands:

krabb.is/leghalskrabbameinsleit

krabb.is/brjostakrabbameinsleit

Letters sent to women with information on systematic cancer screening in Iceland

In late December each year, women at the age of 22 years receive an information letter from the Cancer Detection Clinic, about the procedure of systematic screening for cervical cancer that begins at the age of 23. All women aged 23 to 65 are then invited to attend a screening for cervical cancer every three years. Both the introduction- and invitation letters are sent by mail to home address retrieved from Registers Iceland.

In 2019, first visit for cervical cancer screening at the age of 23 is free of charge at the Cancer Detection Clinic.

Also, in December each year, an information letter is sent to all women who are 39 years of age where they receive information about the procedure of systematic screening for breast cancer, which begins at the age of 40. Women in Iceland are then invited to breast cancer screening every two years until the age of 69.

In 2019, first visit for breast cancer screening at the age of 40 is free of charge at the Cancer Detection Clinic.

It is important to notice that the systematic cancer screening is intended for symptom-free women. If women have symptoms from the female organs such as abnormal bleeding or lump or area that feels thicker than the rest of the breast, it is recommended to contact a GP or a gynaecologist.

If you are not sure that you have been invited to a cancer screening, you can recount when the last invitation or screening occurred on "My Sites" on island.is .

Here is information on how to schedule appointment once you have received an invitation.

 

 

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?