Guðmundur Pálsson 14. des. 2018

Vegna Nóbels­verð­launa í lækna­vísindum: Er öll sagan sögð?

  • Ljósmynd: af vef CNBC 14.12.2018

Afar ánægjulegar fréttir bárust nýverið af því að Nóbelsverðlaunin í læknavísindum hefðu verið veitt James P. All­i­son og Tasuku Honjo vegna uppgötvana á gildi ónæmismeðferðar við krabbameinum. Sjálfir hafa þeir sagt að þeir telji að framfarir í meðferð krabbameina verði svo hraðar að árið 2030 verði krabbamein fyrst og fremst krónískir sjúkdómar.

Við vitum að framfarir hafa verið verulegar í greiningu og meðferð krabbameina en verði sýn þeirra Allison og Honjo að veruleika getum við í raun talað um byltingu í meðferð við krabbameinum og það afar jákvæða byltingu.

Þar með er hins vegar ekki öll sagan sögð. Krabbameinum mun fjölga í framtíðinni samhliða því að fólk lifir almennt lengur. Fleiri og fleiri munu því geta notið góðs af bættri meðferð, læknast eða lifað með krónískan sjúkdóm. Í því samhengi þarf hins vegar að huga að mörgu til að tryggja sem best lífsgæði fólks og þar má hvergi slaka á. Tryggja þarf leiðir til að hjálpa fólki að takast á við aukaverkanir sem geta fylgt meðferð og úrræði sem hafa að markmiði að tryggja sem best lífsgæði. Þar spilar aðgengi fólks að viðeigandi endurhæfingu á hverjum tíma mjög stórt hlutverk.

Við blasa miklar breytingar í framtíð sem er ekki langt undan. Við þurfum að vera reiðubúin til að takast á við þær breytingar og þar skipta áætlanir öllu máli. Brýnt er að koma upp íslenskri krabbameinsáætlun en Ísland er eitt af örfáum löndum í Evrópu án slíkrar áætlunar. Mikil vinna hefur verið unnin nú þegar og velferðarráðuneytið gaf meira að segja út tillögur að krabbameinsáætlun til ársins 2020 í fyrravor. Vinnunni hefur hins vegar ekki verið lokið og krabbameinsáætlun ekki samþykkt. 

Nú er mál að bretta upp ermar og láta verkin tala. 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?