Guðmundur Pálsson 25. mar. 2021

Karlaklefinn tilnefndur til verðlauna á ný

Íslensku vefverðlaunin, uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi, verða haldin á vegum Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) þann 26. mars. Karlaklefinn er tilnefndur til verðlauna á ný en hann var valinn samfélagsvefur ársins fyrir ári síðan.

Vefsvæðið Karlaklefinn er fræðsluverkefni á vegum Krabbameinsfélagsins þar sem fjallað er um karla og krabbamein á karllægan hátt. Þar er að finna fræðsluefni af ýmsum toga sem sérstaklega er ætlað karlmönnum.

Karlaklefinn er í stöðugri þróun en nýjasta afurðin sem finna má í klefanum er gagnvirkt fræðsluefni sem aðstoðar karla við að ákveða hvort rétt sé að fara í rannsókn til að leita að vísbendingum um blöðruhálskirtilskrabbamein.

Þessi viðbót við Karlaklefann er tilefni þess að vefsvæðið er nú tilnefnt til verðlauna á ný. Hugsmiðjan er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins í þessu verkefni og annast starfsfólk hennar tæknilega útfærslu vefsvæðisins.

Vefsvæði Krabbameinsfélagsins hafa átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri og má sem dæmi nefna að vefur Bleiku slaufunnar var valinn samfélagsvefur ársins árið 2018.

Það vísindafólk sem leggur Karlaklefanum lið er m.a. stutt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins Verkefnið nýtur líka dyggilegs stuðnings Velunnara félagsins sem styðja við baráttuna gegn krabbameini með mánaðarlegu framlagi og styrkja þannig rannsóknir, fræðslu og forvarnir og endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðing til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. 

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Ítarefni:


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?