Guðmundur Pálsson 25. mar. 2021

Karlaklefinn tilnefndur til verðlauna á ný

Íslensku vefverðlaunin, uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi, verða haldin á vegum Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) þann 26. mars. Karlaklefinn er tilnefndur til verðlauna á ný en hann var valinn samfélagsvefur ársins fyrir ári síðan.

Vefsvæðið Karlaklefinn er fræðsluverkefni á vegum Krabbameinsfélagsins þar sem fjallað er um karla og krabbamein á karllægan hátt. Þar er að finna fræðsluefni af ýmsum toga sem sérstaklega er ætlað karlmönnum.

Karlaklefinn er í stöðugri þróun en nýjasta afurðin sem finna má í klefanum er gagnvirkt fræðsluefni sem aðstoðar karla við að ákveða hvort rétt sé að fara í rannsókn til að leita að vísbendingum um blöðruhálskirtilskrabbamein.

Þessi viðbót við Karlaklefann er tilefni þess að vefsvæðið er nú tilnefnt til verðlauna á ný. Hugsmiðjan er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins í þessu verkefni og annast starfsfólk hennar tæknilega útfærslu vefsvæðisins.

Vefsvæði Krabbameinsfélagsins hafa átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri og má sem dæmi nefna að vefur Bleiku slaufunnar var valinn samfélagsvefur ársins árið 2018.

Það vísindafólk sem leggur Karlaklefanum lið er m.a. stutt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins Verkefnið nýtur líka dyggilegs stuðnings Velunnara félagsins sem styðja við baráttuna gegn krabbameini með mánaðarlegu framlagi og styrkja þannig rannsóknir, fræðslu og forvarnir og endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðing til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. 

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Ítarefni:


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?