Björn Teitsson 17. mar. 2021

Mottukeppninni lýkur á miðnætti 19. mars!

Það er komið að lokasprettinum í Mottukeppninni sem hefur farið fram á mottumars.is undanfarnar vikur. Yfir 600 keppendur hafa verið skráðir til leiks og spennan orðin óbærileg. Síðasti keppnisdagurinn er Mottudagurinn, föstudaginn 19. mars.

Mottukeppnin stendur út föstudaginn 19. mars, eða „Mottudaginn“ eins og hann er kallaður. Þá mun koma í ljós hvaða keppendur raða sér í efstu sætin í bæði einstaklingskeppninni og í liðakeppninni. 

Ein mesta spennan er væntanlega fyrir titlinum „Fallegasta mottan,“ en það kemur í hlut rakarastofunnar Herramanna að velja hið guðdómlega yfirvaraskegg sem hlýtur þá eftirsóttu viðurkenningu. 

Verðlaunaafhending fer síðan fram miðvikudaginn 24. mars hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. 

Þegar þetta er skrifað, um hádegisbil 17. mars, er staðan þannig í einstaklingskeppninni: 

1. Sigurþór Jónsson frá Hafnarfirði hefur safnað 348.000 krónum.

2. Halldór Benjamín Þorbergsson frá Reykjavík hefur safnað 212.000 krónum.

3. Sigurður Örn Arngrímsson frá Reykjavík hefur safnað 204.000 krónum.


Staðan í liðakeppninni er ótrúlega spennandi.

1. HS Orka í Keflavík hefur safnað 340.000 krónum.

2. Bón og þvottastöðin í Reykjavík hefur safnað 293.000 krónum.

3. Reiknistofa bankanna í Reykjavík hefur safnað 163.500 krónum.

Rétt fyrir aftan er Askur Pizzeria á Egilsstöðum sem hafa safnað 157.000 krónum. Magnaður árangur og fá allir þessir aðilar okkar bestu þakkir, sem og allir aðrir þátttakendur. Enn er keppninni ekki lokið! VERÐLAUN Í EINSTAKLINGSKEPPNINNI - TITILLINN MOTTAN 2021:  • Von mathús & bar veitingastaður við höfnina í Hafnarfirði. Heimilislegt og persónulegt andrúmsloft þar sem fagmennskan er höfð að leiðarljósi. Gjafabréf 4rétta fyrir tvo.
  • Fjarform Logi Geirsson lærði ÍAK einkaþjálfarann hjá Keili eftir farsælan feril í handknattleik og leggur áherslu á að kenna fólki að tileinka sér lífstíl til framtíðar. Gjafabréf í þjálfun 2 mánuði fyrir einn að verðmæti kr. 34.000.

  • Berserkir Axarkast þar sem hægt er að kasta öxum í góðra vina hópi. Axarkast er tilvalið fyrir einstaklinga og hópa sem hafa gaman af smá keppni. Gjafabréf fyrir tvo í klukkutíma axarkast.

VERÐLAUN Í LIÐAKEPPNINNI:

  • Mottumarsslaufur fyrir liðið sem hannaðar eru af Kormáki og Skildi.

  • Mottumarssokkapör.

  • Berserkir Axarkast þar sem hægt er að kasta öxum í góðra vina hópi. Axarkast er tilvalið fyrir einstaklinga og hópa sem hafa gaman af smá keppni. Gjafabréf fyrir liðið í klukkutíma axarkast.
  • Bláa lónið Mottumar sturtugel og Lava Scrub andlitsmaski - flottur pakki fyrir karlmenn.

FEGURSTA MOTTAN 2021:

  • Bláa lónið Upplifun í Bláa lóninu fyrir tvo ásamt bröns á Lava.

  • Berserkir Axarkast þar sem hægt er að kasta öxum í góðra vina hópi. Axarkast er tilvalið fyrir einstaklinga og hópa sem hafa gaman af smá keppni. Gjafabréf fyrir tvo í klukkutíma axarkast.

  • Elding gjafabréf fyrir tvo fullorðna og tvö börn í klassíska Hvalaskoðun. Elding er fjölskyldufyrirtæki sem gert hefur út á hvalaskoðun frá árinu 2000.

Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?