Björn Teitsson 17. mar. 2021

Upprennandi rokkstjörnur söfnuðu fyrir Krabbameinsfélagið

  • Helga_karolina3

Karólína Bríet og Helga Júlía eru sjö ára vinkonur úr Laugardalnum. Þær héldu styrktartónleika þann 13. mars síðastiðinn og söfnuðu fyrir Krabbameinsfélagið. Þær léku bæði frumsamið efni og þekkta slagara - og svo afmælissönginn fyrir ömmu hennar Helgu. 

Vinkonurnar Helga Júlía og Karólína Bríet eru ungar og upprennandi rokkstjörnur úr Laugardalnum í Reykjavík. Þær héldu tónleika síðastliðna helgi í götunni sinni og leyfðu áhorfendum, gestum og gangandi að styrkja gott málefni með því að leggja pening í krukku. 

Helga_karolina3

Rokkeinbeitingin skín í gegn hjá Karólínu og Helgu! 

Þær söfnuðu rúmlega 7000 krónum sem þær ætla að færa Krabbameinsfélaginu. Helga og Karólína léku bæði frumsamið efni sem og þekkta slagara úr rokksögunni. Skemmtilegast þótti þeim að taka lagið fyrir ömmu hennar Helgu en hún átti einmitt afmæli þennan sama dag.

Krabbameinsfélagið hlakkar til að taka á móti þessum fræbæru ungu konum í Skógarhlíð og þakka þeim innilega fyrir frábært framlag. 

Helga_karolinaKarólína Bríet og Helga Júlía eiga framtíðina fyrir sér. Myndir: Stella Björk Hilmarsdóttir. 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?