Björn Teitsson 12. mar. 2021

Fræðsla og ráðgjöf til fyrirtækja á Íslandi

  • Sa_krabbo-2-minni

Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins og Krabbameinsfélagsins hafa handsalað samkomulag um fræðslu og ráðgjöf til stjórnenda fyrirtækja og starfsmanna þeirra. 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, hittust í vikunni og handsöluðu samkomulag um samstarf SA og Krabbameinsfélagsins um fræðslu og ráðgjöf til stjórnenda fyrirtækja og starfsmanna bæði í tengslum við forvarnir gegn krabbameinum og viðbrögð þegar starfsmenn greinast með krabbamein.

Á myndinni má sjá Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur, forstöðumann samkeppnishæfnissviðs SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, Sigrúnu Elvu Einarsdóttur, teymisstjóra fræðslu-og forvarna hjá Krabbameinsfélaginu, og Guðmund Pálsson, vefstjóra Krabbameinsfélagsins.

SA mun miðla fræðsluefni um einkenni krabbameina á nokkrum tungumálum til fyrirtækja. Krabbameinsfélagið veitir stjórnendum og samstarfsmönnum ráðgjöf þegar starfsfólk greinist með krabbamein. Vinnustaðir og samstarfsfólk gegnir mjög oft mikilvægu hlutverki þegar starfsmenn greinast með krabbamein og stuðningur vinnustaðar getur skipt miklu máli.

Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er í boði endurgjaldslaus ráðgjöf sem er öllum opin. Samkomulag SA og Krabbameinsfélagsins er jafnframt hvatning til fólks á vinnumarkaði að leita sér stuðnings þegar glímt er við veikindi á við krabbamein og að kynna sér einkenni krabbameina og lífsstíl sem getur dregið úr líkum á krabbameinum.

Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfar reynslumikið heilbrigðisstarfsfólk. Að auki veitir fjöldi sjálfboðaliða jafningjastuðning í gegnum Stuðningsnet félagsins og aðildarfélaga þess og í stuðningshópum.

Markmið Ráðgjafarþjónustunnar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi í þeim ólgusjó sem oft fylgir greiningu krabbameina. Hjá Ráðgjafarþjónustunni er boðið upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun, ýmis námskeið og hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks með krabbamein.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er staðsett í Skógarhlíð 8 í Reykjavík og er opin virka daga frá kl. 9-16. Hægt er að panta tíma í síma 800 4040 alla virka daga frá kl. 9-16 eða senda fyrirspurn á radgjof@krabb.is eða mæta án þess að gera boð á undan sér. Það er alltaf heitt á könnunni. Öllum erindum er svarað eins fljótt og mögulegt er.

Ráðgjafarþjónustan er einnig í boði hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og ráðgjafar hafa fasta viðveru á Selfossi, í Reykjanesbæ og á Austurlandi. Auk þess er í boði fjarþjónusta. 


Frekari upplýsingar um krabbamein og vinnustaði má nálgast hér. 

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?