Björn Teitsson 31. mar. 2021

Mataræði skiptir máli - frábær Mexíkó-fiskréttur frá Sigurveigu

  • Screen-Shot-2021-03-31-at-11.18.46

Sigurveig Káradóttir er landsþekkt fyrir fádæma góðan smekk og tilþrif við matreiðslu. Hún var svo væn að leyfa okkur að fá afar girnilega uppskrift að Mexíkó-fiskrétti sem væri frábær á föstudaginn langa. 

Sigurveig Káradóttir er matreiðslumaður og rithöfundur sem hefur rekið Matarkistuna í 13 ár auk þess að skrifa matreiðslubækur. Hún heldur einnig úti blogginu sigurveig.com en þar má finna fjölda girnilegra uppskrifta auk hugleiðinga Sigurveigar um mat og matarmenningu. 

Sigurveig leggur mikið upp úr því að nota fersk og góð hráefni og lítur jafnan til árstíðarbundinnar matreiðslu. Þannig skipa til dæmis gulrófur stóran sess í uppskriftinni sem hér fer á eftir, en gulrófur er mikið vetrarmeti og góðar út mars og fram í apríl. Þannig nú fer hver að verða síðastur að njóta þeirra á meðan þær eru bestar. Á Íslandi er jafnan til siðs að snæða fisk eða fiskmeti á föstudaginn langa og var Sigurveig ekki lengi að stinga upp á þessari girnilegu uppskrift sem myndar hreinlega vatn í munninn. Gefum henni orðið. 


Mexíkó-langa með rófufrönskum og avókadómauki

Þessar fallegu gulrófur voru að bíða eftir að ég gerði eitthvað skemmtilegt við þær, þannig að ég skrældi þær og skar, velti úr jómfrúarolíu, sjávarsalti og hvítum pipar.

Rofur_sigurveig

Setti þær inn í ofn – 180-200 gráður í svona…30 mínútur. Var fyrst með þær á 180 og hækkaði svo undir lokin.
Tékkaði á þeim við og við og hrærði aðeins í fatinu til að allt eldaðist nokkuð jafnt:)

Franskar_sigurveig

Maukið er einfalt.

2 vel þroskuð avókadó
Safi úr 1/2 sítrónu
Sjávarsalt
Hvítur pipar
1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk heil kúminfræ

2 kirsuberjatómatar (þeir voru dálítið einmana í skál hérna á borðinu svo þeir fengu að fljóta með!)

Allt maukað með töfrasprotanum.

Langan vildi láta krydda sig alveg helling og þar sem ég var þegar búin að gera avókadómaukið, var hugurinn farinn að leita til Mexíkó.

Ég ákvað að krydda hana almennilega og greip því mortelið mitt.

Krydd_sigurveig

Í því lenti eftirfarandi:

2 tsk heil svört piparkorn
1 tsk heil hvít piparkorn
1-2 tsk heil kúminfræ
4 tsk timían (ætlaði að nota oregano en það var búið…kom ekki að sök!)
1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk sætt paprikuduft
2 tsk sjávarsalt

Mældi þetta svo sem ekki nákvæmlega, en blandan var um það bil svona.

Smellpassaði fyrir þetta kíló af löngu sem ég var með.

Skar tvo lauka í þunnar sneiðar og steikti úr jómfrúarolíu á pönnunni þar til allt var orðið fallega gullið.

Á meðan kryddaði ég lönguna vel og vandlega – á öllum hliðum.

Tók laukinn af pönnunni, bætti við meiri olíu og steikti svo fiskinn.
Vildi leyfa honum að taka líka í sig laukbragðið sem var fyrir á pönnunni, þannig að ekki þvo hana þarna á milli;)

Langa_sigurveig

Ójá…þetta passaði sko vel saman.
Fiskurinn vel sterkur, rófurnar sætar og ljúfar og avókadóið lék sér svo þarna á milli!

Verði ykkur að góðu:)

Sigurveig


Fleiri nýjar fréttir

KRA_MM2020_krabb-is_banner-hreyfing_1000x538_at2x

8. apr. 2021 : Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Lesa meira
Silla

7. apr. 2021 : „Þetta er ekki aðeins til hins verra.“ Jens Pétur Jensen í Segðu mér á Rás 1

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu. 

Lesa meira
Skógarhlíð

6. apr. 2021 : Covid-19 og nýgengi krabbameina - grein í Læknablaðinu

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins má finna grein sem er meðal annarra skrifuð af sérfræðingum sem starfa við rannsókna -og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira

28. mar. 2021 : Kastað í lag til stuðnings starfi Krabba­meins­félagsins

„Mig langar til að láta gott af mér leiða og leggja mitt af mörkum til að styðja öflugt starf Krabbameinsfélagsins“ segir Kristján R. Guðnason sem var að gefa út lagið „Lífsins ljós” sem tileinkað er félaginu og starfi þess.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?