Björn Teitsson 31. mar. 2021

Mataræði skiptir máli - frábær Mexíkó-fiskréttur frá Sigurveigu

  • Screen-Shot-2021-03-31-at-11.18.46

Sigurveig Káradóttir er landsþekkt fyrir fádæma góðan smekk og tilþrif við matreiðslu. Hún var svo væn að leyfa okkur að fá afar girnilega uppskrift að Mexíkó-fiskrétti sem væri frábær á föstudaginn langa. 

Sigurveig Káradóttir er matreiðslumaður og rithöfundur sem hefur rekið Matarkistuna í 13 ár auk þess að skrifa matreiðslubækur. Hún heldur einnig úti blogginu sigurveig.com en þar má finna fjölda girnilegra uppskrifta auk hugleiðinga Sigurveigar um mat og matarmenningu. 

Sigurveig leggur mikið upp úr því að nota fersk og góð hráefni og lítur jafnan til árstíðarbundinnar matreiðslu. Þannig skipa til dæmis gulrófur stóran sess í uppskriftinni sem hér fer á eftir, en gulrófur er mikið vetrarmeti og góðar út mars og fram í apríl. Þannig nú fer hver að verða síðastur að njóta þeirra á meðan þær eru bestar. Á Íslandi er jafnan til siðs að snæða fisk eða fiskmeti á föstudaginn langa og var Sigurveig ekki lengi að stinga upp á þessari girnilegu uppskrift sem myndar hreinlega vatn í munninn. Gefum henni orðið. 


Mexíkó-langa með rófufrönskum og avókadómauki

Þessar fallegu gulrófur voru að bíða eftir að ég gerði eitthvað skemmtilegt við þær, þannig að ég skrældi þær og skar, velti úr jómfrúarolíu, sjávarsalti og hvítum pipar.

Rofur_sigurveig

Setti þær inn í ofn – 180-200 gráður í svona…30 mínútur. Var fyrst með þær á 180 og hækkaði svo undir lokin.
Tékkaði á þeim við og við og hrærði aðeins í fatinu til að allt eldaðist nokkuð jafnt:)

Franskar_sigurveig

Maukið er einfalt.

2 vel þroskuð avókadó
Safi úr 1/2 sítrónu
Sjávarsalt
Hvítur pipar
1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk heil kúminfræ

2 kirsuberjatómatar (þeir voru dálítið einmana í skál hérna á borðinu svo þeir fengu að fljóta með!)

Allt maukað með töfrasprotanum.

Langan vildi láta krydda sig alveg helling og þar sem ég var þegar búin að gera avókadómaukið, var hugurinn farinn að leita til Mexíkó.

Ég ákvað að krydda hana almennilega og greip því mortelið mitt.

Krydd_sigurveig

Í því lenti eftirfarandi:

2 tsk heil svört piparkorn
1 tsk heil hvít piparkorn
1-2 tsk heil kúminfræ
4 tsk timían (ætlaði að nota oregano en það var búið…kom ekki að sök!)
1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk sætt paprikuduft
2 tsk sjávarsalt

Mældi þetta svo sem ekki nákvæmlega, en blandan var um það bil svona.

Smellpassaði fyrir þetta kíló af löngu sem ég var með.

Skar tvo lauka í þunnar sneiðar og steikti úr jómfrúarolíu á pönnunni þar til allt var orðið fallega gullið.

Á meðan kryddaði ég lönguna vel og vandlega – á öllum hliðum.

Tók laukinn af pönnunni, bætti við meiri olíu og steikti svo fiskinn.
Vildi leyfa honum að taka líka í sig laukbragðið sem var fyrir á pönnunni, þannig að ekki þvo hana þarna á milli;)

Langa_sigurveig

Ójá…þetta passaði sko vel saman.
Fiskurinn vel sterkur, rófurnar sætar og ljúfar og avókadóið lék sér svo þarna á milli!

Verði ykkur að góðu:)

Sigurveig


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?