Björn Teitsson 31. mar. 2021

Mataræði skiptir máli - frábær Mexíkó-fiskréttur frá Sigurveigu

  • Screen-Shot-2021-03-31-at-11.18.46

Sigurveig Káradóttir er landsþekkt fyrir fádæma góðan smekk og tilþrif við matreiðslu. Hún var svo væn að leyfa okkur að fá afar girnilega uppskrift að Mexíkó-fiskrétti sem væri frábær á föstudaginn langa. 

Sigurveig Káradóttir er matreiðslumaður og rithöfundur sem hefur rekið Matarkistuna í 13 ár auk þess að skrifa matreiðslubækur. Hún heldur einnig úti blogginu sigurveig.com en þar má finna fjölda girnilegra uppskrifta auk hugleiðinga Sigurveigar um mat og matarmenningu. 

Sigurveig leggur mikið upp úr því að nota fersk og góð hráefni og lítur jafnan til árstíðarbundinnar matreiðslu. Þannig skipa til dæmis gulrófur stóran sess í uppskriftinni sem hér fer á eftir, en gulrófur er mikið vetrarmeti og góðar út mars og fram í apríl. Þannig nú fer hver að verða síðastur að njóta þeirra á meðan þær eru bestar. Á Íslandi er jafnan til siðs að snæða fisk eða fiskmeti á föstudaginn langa og var Sigurveig ekki lengi að stinga upp á þessari girnilegu uppskrift sem myndar hreinlega vatn í munninn. Gefum henni orðið. 


Mexíkó-langa með rófufrönskum og avókadómauki

Þessar fallegu gulrófur voru að bíða eftir að ég gerði eitthvað skemmtilegt við þær, þannig að ég skrældi þær og skar, velti úr jómfrúarolíu, sjávarsalti og hvítum pipar.

Rofur_sigurveig

Setti þær inn í ofn – 180-200 gráður í svona…30 mínútur. Var fyrst með þær á 180 og hækkaði svo undir lokin.
Tékkaði á þeim við og við og hrærði aðeins í fatinu til að allt eldaðist nokkuð jafnt:)

Franskar_sigurveig

Maukið er einfalt.

2 vel þroskuð avókadó
Safi úr 1/2 sítrónu
Sjávarsalt
Hvítur pipar
1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk heil kúminfræ

2 kirsuberjatómatar (þeir voru dálítið einmana í skál hérna á borðinu svo þeir fengu að fljóta með!)

Allt maukað með töfrasprotanum.

Langan vildi láta krydda sig alveg helling og þar sem ég var þegar búin að gera avókadómaukið, var hugurinn farinn að leita til Mexíkó.

Ég ákvað að krydda hana almennilega og greip því mortelið mitt.

Krydd_sigurveig

Í því lenti eftirfarandi:

2 tsk heil svört piparkorn
1 tsk heil hvít piparkorn
1-2 tsk heil kúminfræ
4 tsk timían (ætlaði að nota oregano en það var búið…kom ekki að sök!)
1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk sætt paprikuduft
2 tsk sjávarsalt

Mældi þetta svo sem ekki nákvæmlega, en blandan var um það bil svona.

Smellpassaði fyrir þetta kíló af löngu sem ég var með.

Skar tvo lauka í þunnar sneiðar og steikti úr jómfrúarolíu á pönnunni þar til allt var orðið fallega gullið.

Á meðan kryddaði ég lönguna vel og vandlega – á öllum hliðum.

Tók laukinn af pönnunni, bætti við meiri olíu og steikti svo fiskinn.
Vildi leyfa honum að taka líka í sig laukbragðið sem var fyrir á pönnunni, þannig að ekki þvo hana þarna á milli;)

Langa_sigurveig

Ójá…þetta passaði sko vel saman.
Fiskurinn vel sterkur, rófurnar sætar og ljúfar og avókadóið lék sér svo þarna á milli!

Verði ykkur að góðu:)

Sigurveig


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?