Björn Teitsson 18. mar. 2021

Sokkarnir komnir! Ebenezer fékk fyrsta parið

  • Sokkar_afhending_olla_1616078747847

Hinir sívinsælu mottumarssokkar eru loksins komnir í hús og getur fólk nálgast þá í vefverslun Krabbameinsfélagsins og völdum verslunum um allt land. Covid-faraldurinn setti komu þeirra í uppnám en nú er mikil gleði, þeir eru loksins komnir. 

Það var mikil gleðistund í heimkynnum Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð í morgun þegar Mottumarssokkarnir bárust loksins í hús. Vegna Covid heimsfaraldursins og veðurofsa í Evrópu í síðustu viku tafðist afhending sokkana um rúmar tvær vikur. Sala á sokkunum er venjulega einn af hornsteinum fjáröflunar félagsins. Sokkana er hægt að versla hér í vefverslun en einnig í völdum verslunum um land allt

Sokkar_afhending_olla_1616078747847Ólöf Jakobína Ernudóttir, verslunarstjóri Vefverslunar Krabbameinsfélagsins, opnaði fyrsta kassann og er stolt af glæsilegri vöru. 

Krabbameinsfélagið er alfarið rekið fyrir styrktarfé frá almenningi – og því augljóslega bagalegt að upplifa þessar tafir. En markmiðið er að snúa þessum vandræðum í tækifæri. „Ég er fullviss um að þjóðin hafi beðið eftir sokkunum með sömu óþreyju og við,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Það er orðin hefð hjá fólki að næla sér í mottumarssokka rétt fyrir páska og njóta þess að klæðast nýjum sokkum á meðan páskaeggið er maulað í rólegheitunum. Ég held að í ár verði engin breyting þar á.“

Fyrsta parið í ár fékk Ebenezer Bárðarson, eða réttara sagt fyrstu 60 pörin, en hann fer með þau rakleiðis á Sólheima, þar sem íbúar og starfsfólk hafa ávallt keypt sokka. Ebenezer hefur einnig komið árlega til Krabbameinsfélagsins til að hjálpa til við pökkun og dreifingu sokkana í marsmánuði – og því einkar vel við hæfi að hann taki við fyrstu pörunum eftir þessa löngu bið.

Sokkar_afhending_ebenezerHalla Þorvarldsdóttir færði Ebenezer Bárðarsyni fyrsta parið. 

Árlega seljast milli 20 og 30 þúsund pör af sokkum, sem eru hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum. Því er augljóst að sokkarnir njóta mikilla vinsælda og eiga margar íslenskar fjölskyldur margra ára lager af þessum skemmtilegu sokkum.

Á sama tíma hafa í ár rúmlega 600 karlmenn um allt land, og reyndar rétt um tugur kvenna, safnað eða borið yfirvaraskegg og safnað áheitum fyrir málefnið, til að sýna körlum samstöðu, þeim sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra. Hjá Krabbameinsfélaginu geta krabbameinsgreindir og aðstandendur sótt sér ókeypis ráðgjöf og þjónustu sálfræðinga allt árið um kring, félagið styður dyggilega við krabbameinsrannsóknir í gegnum Vísindasjóð félagsins og þá er einn mikilvægasti þáttur í starfinu fræðsla og forvarnir til að koma í veg fyrir nýgengi krabbameina.

Það eru ekki síst samstarfsaðilar Krabbameinsfélagsins sem gera því kleift að koma sokkunum til þjóðarinnar. Það eru TVG Zimsen sem flytja og dreifa sokkum frítt um allt land, Icelandair Cargo sem flutti sokkana frítt frá Belgíu í vikunni, og loks Margt Smátt sem sá um framleiðslu á sokkunum.

Á myndunum má sjá fyrst Ólöfu Jakobínu Ernudóttur, verslunarstjóra Vefverslunar Krabbameinsfélagsins opna fyrsta kassann. 

Sokkar_afhending

Hér má sjá Höllu, Sigurgeir Má Halldórsson, fulltrúa Icelandair Cargo, Árna Ezra Einarsson, frá Margt smátt, Ólöfu Jakobínu Ernudóttur, verslunarstjóra Vefverslunar Krabbameinsfélagsins, og Anton Ingibjart Antonsson, frá TVG Zimsen, fagna komu sokkana af mikilli innlifun. 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?