Björn Teitsson 18. mar. 2021

Sokkarnir komnir! Ebenezer fékk fyrsta parið

  • Sokkar_afhending_olla_1616078747847

Hinir sívinsælu mottumarssokkar eru loksins komnir í hús og getur fólk nálgast þá í vefverslun Krabbameinsfélagsins og völdum verslunum um allt land. Covid-faraldurinn setti komu þeirra í uppnám en nú er mikil gleði, þeir eru loksins komnir. 

Það var mikil gleðistund í heimkynnum Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð í morgun þegar Mottumarssokkarnir bárust loksins í hús. Vegna Covid heimsfaraldursins og veðurofsa í Evrópu í síðustu viku tafðist afhending sokkana um rúmar tvær vikur. Sala á sokkunum er venjulega einn af hornsteinum fjáröflunar félagsins. Sokkana er hægt að versla hér í vefverslun en einnig í völdum verslunum um land allt

Sokkar_afhending_olla_1616078747847Ólöf Jakobína Ernudóttir, verslunarstjóri Vefverslunar Krabbameinsfélagsins, opnaði fyrsta kassann og er stolt af glæsilegri vöru. 

Krabbameinsfélagið er alfarið rekið fyrir styrktarfé frá almenningi – og því augljóslega bagalegt að upplifa þessar tafir. En markmiðið er að snúa þessum vandræðum í tækifæri. „Ég er fullviss um að þjóðin hafi beðið eftir sokkunum með sömu óþreyju og við,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Það er orðin hefð hjá fólki að næla sér í mottumarssokka rétt fyrir páska og njóta þess að klæðast nýjum sokkum á meðan páskaeggið er maulað í rólegheitunum. Ég held að í ár verði engin breyting þar á.“

Fyrsta parið í ár fékk Ebenezer Bárðarson, eða réttara sagt fyrstu 60 pörin, en hann fer með þau rakleiðis á Sólheima, þar sem íbúar og starfsfólk hafa ávallt keypt sokka. Ebenezer hefur einnig komið árlega til Krabbameinsfélagsins til að hjálpa til við pökkun og dreifingu sokkana í marsmánuði – og því einkar vel við hæfi að hann taki við fyrstu pörunum eftir þessa löngu bið.

Sokkar_afhending_ebenezerHalla Þorvarldsdóttir færði Ebenezer Bárðarsyni fyrsta parið. 

Árlega seljast milli 20 og 30 þúsund pör af sokkum, sem eru hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum. Því er augljóst að sokkarnir njóta mikilla vinsælda og eiga margar íslenskar fjölskyldur margra ára lager af þessum skemmtilegu sokkum.

Á sama tíma hafa í ár rúmlega 600 karlmenn um allt land, og reyndar rétt um tugur kvenna, safnað eða borið yfirvaraskegg og safnað áheitum fyrir málefnið, til að sýna körlum samstöðu, þeim sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra. Hjá Krabbameinsfélaginu geta krabbameinsgreindir og aðstandendur sótt sér ókeypis ráðgjöf og þjónustu sálfræðinga allt árið um kring, félagið styður dyggilega við krabbameinsrannsóknir í gegnum Vísindasjóð félagsins og þá er einn mikilvægasti þáttur í starfinu fræðsla og forvarnir til að koma í veg fyrir nýgengi krabbameina.

Það eru ekki síst samstarfsaðilar Krabbameinsfélagsins sem gera því kleift að koma sokkunum til þjóðarinnar. Það eru TVG Zimsen sem flytja og dreifa sokkum frítt um allt land, Icelandair Cargo sem flutti sokkana frítt frá Belgíu í vikunni, og loks Margt Smátt sem sá um framleiðslu á sokkunum.

Á myndunum má sjá fyrst Ólöfu Jakobínu Ernudóttur, verslunarstjóra Vefverslunar Krabbameinsfélagsins opna fyrsta kassann. 

Sokkar_afhending

Hér má sjá Höllu, Sigurgeir Má Halldórsson, fulltrúa Icelandair Cargo, Árna Ezra Einarsson, frá Margt smátt, Ólöfu Jakobínu Ernudóttur, verslunarstjóra Vefverslunar Krabbameinsfélagsins, og Anton Ingibjart Antonsson, frá TVG Zimsen, fagna komu sokkana af mikilli innlifun. 


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?